Jón Arnór og Thelma Dís bestu leikmenn tímabilsins Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. maí 2017 13:00 Jón Arnór Stefánsson, 34 ára, og Thelma Dís Ágústsdóttir, 18 ára, eru bestu leikmenn Domino´s-deildanna. vísir/anton brink/ernir Jón Arnór Stefánsson, leikmaður Íslandsmeistara KR í Domino´s-deild karla í körfubolta og Thelma Dís Ágústsdóttir, leikmaður Íslandsmeistara Keflavíkur í Domino´s-deild kvenna kvenna, voru kjörnir bestu leikmenn tímabilsins en körfuboltaveturinn var gerður upp í Ægisgarði úti á Granda í hádeginu í dag. Jón Arnór leiddi KR-liðið til fjórða Íslandsmeistaratitilsins í röð en þetta er sá þriðji sem hann vinnur á ferlinum. Jón Arnór var einnig valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar eftir einvígið á móti Grindavík í lokaúrslitum Íslandsmótsins. Jón Arnór er eini KR-ingurinn í úrvalsliðinu en það skipa einnig Matthías Orri Sigurðarson úr ÍR, Logi Gunnarsson úr Njarðvík, Ólafur Ólafsson úr Grindavík og Hlynur Bæringsson úr Stjörnunni. Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, sem kom öllum á óvart með því að koma Grindavíkurliðinu í oddaleik um Íslandsmeistaratitiilinn, var kjörinn þjálfari ársins en það eru þjálfarar deildarinnar sem velja það. Önnur verðlaun eru kosin af leikmönnum og sérstakri dómnefnd. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson úr KR var kjörinn besti ungi leikmaðurinn, Hlynur Bæringsson var varnarmaður ársins, Tryggvi Snær Hlinason úr Þór var prúðasti leikmaðurinn og Amin Stevens, leikmaður Keflavíkur, var besti erlendi leikmaðurinn í vetur.Jóhann Þór Ólafsson, Grindavík, og Sverrir Þór Sverrrisson, Keflavík, eru bestu þjálfarar vetrarins.vísir/anton brink/eyþórThelma Dís Ágústsdóttir, sem var nú var kjörin besti leikmaður Domino´s-deildarinar kvenna, var besti ungi leikmaðurinn á síðustu leiktíð. Thelma var frábær í vetur en hún bætti sinn leik mikið í úrslitakeppninni og fór fyrir Keflavíkurliðinu sem stóð uppi sem Íslandsmeistari. Hún er önnur af tveimur stúlkum úr Keflavíkurliðinu sem eru í úrvalsliði vetrarins en í því eru einnig Emelía Ósk Gunnarsdóttir, Keflavík, Berglind Gunnarsdóttir, Snæfelli, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, Skallagrími og Ragna Margrét Brynjarsdóttir úr Stjörnunni. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Íslandsmeistaranna, var kjörinn besti þjálfari deildarinnar, en leikmenn hans sópuðu svo sannarlega að sér verðlaunum. Birna Valgerður Benónýsdóttir úr Keflavík var kjörin besti ungi leikmaður deildarinnar en hún er aðeins sextán ára gömul. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir var besti varnarmaðurinn og Ariana Moorer besti erlendi leikmaður vetrarins í kvennaboltanum. Salbjörg Ragna var einnig kjörin prúðasti leikmaðurinn en það eru dómarar deildarinnar sem kjósa til um þann heiður. Dómari ársins var svo á endanum kjörinn Sigmundur Már Herbertsson. Róbert Sigurðsson úr Fjölni var kjörinn besti leikmaður ársins í 1. deild karla og Sóllilja Bjarnadóttir besti leikmaður 1. deildar kvenna en öll verðlaun vetrarins má finna hér að neðan.Domino´s deild karla 2016-17:Úrvalslið Matthías Orri Sigurðarson ÍR Logi Gunnarsson Njarðvík Jón Arnór Stefánsson KR Ólafur Ólafsson Grindavík Hlynur Bæringsson StjarnanLeikmaður ársins Jón Arnór Stefánsson KRÞjálfari ársins Jóhann Þór Ólafsson GrindavíkBesti ungi leikmaðurinn Þórir Guðmundur Þorbjarnarson KRVarnarmaður ársins Hlynur Bæringsson StjarnanBesti erlendi leikmaður ársins Amir Stevens KeflavíkPrúðasti leikmaðurinn Tryggvi Hlinason Þór Ak.1. deild karla 2016-17:Úrvalslið Róbert Sigurðsson Fjölnir Austin Bracey Valur Ragnar Gerald Albertsson Höttur Örn Sigurðarson Hamar Mirko Virijevic HötturLeikmaður ársins Róbert Sigurðsson FjölnirÞjálfari ársins Viðar Hafsteinsson HötturBesti ungi leikmaðurinn Hilmar Pétursson HamarDomino´s deild kvenna 2016-17:Úrvalslið Berglind Gunnarsdóttir Snæfell Emelía Ósk Gunnarsdóttir Keflavík Thelma Dís Ágústsdóttir Keflavík Sigrún Sjöfn Ámundadóttir Skallagrímur Ragna Margrét Brynjarsdóttir StjarnanLeikmaður ársins Thelma Dís Ágústsdóttir KeflavíkÞjálfari ársins Sverrir Þór Sverrisson KeflavíkBesti ungi leikmaðurinn Birna Benónýsdóttir KeflavíkVarnarmaður ársins Salbjörg Sævarsdóttir KeflavíkBesti erlendi leikmaður ársins Ariana Moorer KeflavíkPrúðasti leikmaðurinn Salbjörg Sævarsdóttir Keflavík1. deild kvenna: Úrvalslið Sóllilja Bjarnadóttir Breiðablik Telma Lind Ásgeirsdóttir Breiðablik Unnur Lára Ásgeirsdóttir Þór Ak. Rut Herner Konráðsdóttir Þór Ak. Isabella Ósk Sigurðardóttir BreiðablikLeikmaður ársins Sóllilja Bjarnadóttir BreiðablikÞjálfari ársins Hildur Sigurðardóttir BreiðablikBesti ungi leikmaðurinn Ásta Júlía Grímsdóttir KRDómari ársins 2016-17 Sigmundur Már Herbertsson Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson, leikmaður Íslandsmeistara KR í Domino´s-deild karla í körfubolta og Thelma Dís Ágústsdóttir, leikmaður Íslandsmeistara Keflavíkur í Domino´s-deild kvenna kvenna, voru kjörnir bestu leikmenn tímabilsins en körfuboltaveturinn var gerður upp í Ægisgarði úti á Granda í hádeginu í dag. Jón Arnór leiddi KR-liðið til fjórða Íslandsmeistaratitilsins í röð en þetta er sá þriðji sem hann vinnur á ferlinum. Jón Arnór var einnig valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar eftir einvígið á móti Grindavík í lokaúrslitum Íslandsmótsins. Jón Arnór er eini KR-ingurinn í úrvalsliðinu en það skipa einnig Matthías Orri Sigurðarson úr ÍR, Logi Gunnarsson úr Njarðvík, Ólafur Ólafsson úr Grindavík og Hlynur Bæringsson úr Stjörnunni. Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, sem kom öllum á óvart með því að koma Grindavíkurliðinu í oddaleik um Íslandsmeistaratitiilinn, var kjörinn þjálfari ársins en það eru þjálfarar deildarinnar sem velja það. Önnur verðlaun eru kosin af leikmönnum og sérstakri dómnefnd. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson úr KR var kjörinn besti ungi leikmaðurinn, Hlynur Bæringsson var varnarmaður ársins, Tryggvi Snær Hlinason úr Þór var prúðasti leikmaðurinn og Amin Stevens, leikmaður Keflavíkur, var besti erlendi leikmaðurinn í vetur.Jóhann Þór Ólafsson, Grindavík, og Sverrir Þór Sverrrisson, Keflavík, eru bestu þjálfarar vetrarins.vísir/anton brink/eyþórThelma Dís Ágústsdóttir, sem var nú var kjörin besti leikmaður Domino´s-deildarinar kvenna, var besti ungi leikmaðurinn á síðustu leiktíð. Thelma var frábær í vetur en hún bætti sinn leik mikið í úrslitakeppninni og fór fyrir Keflavíkurliðinu sem stóð uppi sem Íslandsmeistari. Hún er önnur af tveimur stúlkum úr Keflavíkurliðinu sem eru í úrvalsliði vetrarins en í því eru einnig Emelía Ósk Gunnarsdóttir, Keflavík, Berglind Gunnarsdóttir, Snæfelli, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, Skallagrími og Ragna Margrét Brynjarsdóttir úr Stjörnunni. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Íslandsmeistaranna, var kjörinn besti þjálfari deildarinnar, en leikmenn hans sópuðu svo sannarlega að sér verðlaunum. Birna Valgerður Benónýsdóttir úr Keflavík var kjörin besti ungi leikmaður deildarinnar en hún er aðeins sextán ára gömul. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir var besti varnarmaðurinn og Ariana Moorer besti erlendi leikmaður vetrarins í kvennaboltanum. Salbjörg Ragna var einnig kjörin prúðasti leikmaðurinn en það eru dómarar deildarinnar sem kjósa til um þann heiður. Dómari ársins var svo á endanum kjörinn Sigmundur Már Herbertsson. Róbert Sigurðsson úr Fjölni var kjörinn besti leikmaður ársins í 1. deild karla og Sóllilja Bjarnadóttir besti leikmaður 1. deildar kvenna en öll verðlaun vetrarins má finna hér að neðan.Domino´s deild karla 2016-17:Úrvalslið Matthías Orri Sigurðarson ÍR Logi Gunnarsson Njarðvík Jón Arnór Stefánsson KR Ólafur Ólafsson Grindavík Hlynur Bæringsson StjarnanLeikmaður ársins Jón Arnór Stefánsson KRÞjálfari ársins Jóhann Þór Ólafsson GrindavíkBesti ungi leikmaðurinn Þórir Guðmundur Þorbjarnarson KRVarnarmaður ársins Hlynur Bæringsson StjarnanBesti erlendi leikmaður ársins Amir Stevens KeflavíkPrúðasti leikmaðurinn Tryggvi Hlinason Þór Ak.1. deild karla 2016-17:Úrvalslið Róbert Sigurðsson Fjölnir Austin Bracey Valur Ragnar Gerald Albertsson Höttur Örn Sigurðarson Hamar Mirko Virijevic HötturLeikmaður ársins Róbert Sigurðsson FjölnirÞjálfari ársins Viðar Hafsteinsson HötturBesti ungi leikmaðurinn Hilmar Pétursson HamarDomino´s deild kvenna 2016-17:Úrvalslið Berglind Gunnarsdóttir Snæfell Emelía Ósk Gunnarsdóttir Keflavík Thelma Dís Ágústsdóttir Keflavík Sigrún Sjöfn Ámundadóttir Skallagrímur Ragna Margrét Brynjarsdóttir StjarnanLeikmaður ársins Thelma Dís Ágústsdóttir KeflavíkÞjálfari ársins Sverrir Þór Sverrisson KeflavíkBesti ungi leikmaðurinn Birna Benónýsdóttir KeflavíkVarnarmaður ársins Salbjörg Sævarsdóttir KeflavíkBesti erlendi leikmaður ársins Ariana Moorer KeflavíkPrúðasti leikmaðurinn Salbjörg Sævarsdóttir Keflavík1. deild kvenna: Úrvalslið Sóllilja Bjarnadóttir Breiðablik Telma Lind Ásgeirsdóttir Breiðablik Unnur Lára Ásgeirsdóttir Þór Ak. Rut Herner Konráðsdóttir Þór Ak. Isabella Ósk Sigurðardóttir BreiðablikLeikmaður ársins Sóllilja Bjarnadóttir BreiðablikÞjálfari ársins Hildur Sigurðardóttir BreiðablikBesti ungi leikmaðurinn Ásta Júlía Grímsdóttir KRDómari ársins 2016-17 Sigmundur Már Herbertsson
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Sjá meira