Umfjöllun: Makedónía - Ísland 30-25 | Erfið staða eftir tap í Skopje Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. maí 2017 20:00 Rúnar lætur vaða í leik Íslands og Makedóníu á HM í Frakklandi. vísir/epa Ísland er komið í erfiða stöðu í undankeppni EM 2018 eftir fimm marka tap, 30-25, fyrir Makedóníu í Skopje í kvöld. Íslendingar þurfa núna að vinna síðustu þrjá leiki sína í undankeppninni til að komast á EM. Makedóníumenn leiddu nær allan leikinn og höfðu svör við öllum aðgerðum íslenska liðsins. Líkt og á HM í Frakklandi var sóknarleikur Íslands ekki nógu beinskeyttur og allt flæði vantaði í hann. Aron Pálmarsson var tekinn föstum tökum og aðrir leikmenn nýttu sér plássið sem skapaðist við það ekki nógu vel. Makedóníumenn náðu mest fjögurra marka forskoti í fyrri hálfleik en tvö mörk í röð frá Ólafi Guðmundssyni undir lok hans þýddu að munurinn var aðeins tvö mörk í hálfleik, 15-13. Íslendingar byrjuðu seinni hálfleikinn vel, skoruðu fjögur af fyrstu fimm mörkum hans og náði forystunni, 16-17. Kári Kristjánsson kom Íslandi aftur yfir, 17-18, en það var í síðasta sinn sem íslenska liðið var með forystuna í leiknum. Heimamenn svöruðu með 5-1 kafla og náðu yfirhöndinni á nýjan leik. Eftir þetta var íslenska liðið alltaf í eltingarleik. Guðjón Valur Sigurðsson minnkaði muninn í eitt mark, 26-25, þegar sex mínútur voru eftir en nær komust strákarnir okkar ekki. Makedóníumenn unnu lokakaflann 4-0 og tryggðu sér sigurinn, 30-25. Sóknarleikurinn var afar stirður í leiknum í kvöld og Íslendingar þurftu að hafa mikið fyrir öllum sínum mörkum. Þrátt fyrir innkomu Arons voru engar framfarir á sóknarleiknum frá HM sem hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir landsliðsþjálfarann Geir Sveinsson. Varnarleikurinn var ekki nógu heilsteyptur og markvarslan hefði einnig mátt vera betri. Aftur á móti átti Borko Ristovski góðan leik í marki Makedóníu og reyndist Íslandi erfiður. Næsti leikur Íslands er gegn Makedóníu í Laugardalshöllinni á sunnudagskvöldið. Sá leikur verður að vinnast ef íslenska liðið ætlar að komast á EM.Mörk Íslands: Guðjón Valur Sigurðsson 6/3, Aron Pálmarsson 5, Janus Daði Smárason 3, Ómar Ingi Magnússon 3/1, Rúnar Kárason 2, Ólafur Guðmundsson 2, Kári Kristjánsson 1, Arnar Freyr Arnarsson 1, Arnór Þór Gunnarsson 1, Björgvin Páll Gústavsson 1.30-25 (Leik lokið): Óþarflega stórt tap í Skopje. Núna þarf Ísland að vinna síðustu þrjá leikina til að komast til Króatíu.29-25 (58. mín): Ristovski ver frá Guðjóni Val í hraðaupphlaupi og Makedóníumenn skora og klára þetta.28-25 (56. mín): Lazarov eykur muninn í þrjú mörk og fer langt með að klára þetta.26-25 (53. mín): Makedóníumenn tapa boltanum og Guðjón Valur refsar með marki úr hraðaupphlaupi. Eins marks munur!25-23 (51. mín): Stephen ver frá Lazarov. Vissi ekki mikið af því en allt í lagi. Ómar skorar svo með lúmsku skoti. Kominn með þrjú mörk.23-21 (47. mín): Aron minnkar muninn aftur í tvö mörk með sínu fyrsta marki í seinni hálfleik.22-20 (46. mín): Ómar Ingi minnkar muninn í tvö mörk úr víti. Á enn eftir að klikka á víti í landsleik. Ótrúlega öruggur.22-19 (43. mín): Björgvin ver frá Lazarov, Ísland geysist í sókn sem endar með skoti Rúnars hátt yfir markið. Lazarov kemur Makedóníu svo þremur mörkum yfir úr víti. Geir tekur leikhlé.21-19 (40. mín): Fínn kafli hjá heimamönnum. Nú þurfa strákarnir að halda haus og skipulagi.17-18 (38. mín): Kári kemur Íslandi aftur yfir með sínu fyrsta marki. Aron með sendinguna inn á Kára sem klárar vel.16-17 (36. mín): Rúnar kemur Íslandi yfir með þrumuskoti. González tekur leikhlé. Þvílík byrjun á seinni hálfleik hjá okkar mönnum. Meira af þessu, takk!16-16 (35. mín): Björgvin Páll jafnar metin með skoti yfir endilangan völlinn! Áttunda landsliðsmark markvarðarins.15-14 (33. mín): Arnór Þór minnkar muninn í eitt mark úr horninu. Hans fyrsta mark.15-13 (Seinni hálfleikur hafinn): Aron fær tveggja mínútna brottvísun í fyrstu sókn Makedóníumanna í seinni hálfleik.Hálfleikur: Bæði lið hafa tapað boltanum sex sinnum. Björgvin Páll hefur varið sjö skot og Ristovski níu. Makedónía er með 75% skotnýtingu en Ísland 62%.Hálfleikur: Ísland þarf að fá miklu meira út úr hægri vængnum. Rúnar er kominn með eitt mark en þar með er það upptalið.15-13 (Fyrri hálfleik lokið): Ótrúlegur endir á þessum fyrri hálfleik. Ómar Ingi tapar boltanum klaufalega en vinnur hann aftur. Ólafur stekkur svo jafnfætis upp og skorar. Munurinn því aðeins tvö mörk í hálfleik. Strákarnir mega ágætlega við það una eftir erfiðan fyrri hálfleik. Guðjón Valur er markahæstur í íslenska liðinu með fjögur mörk.15-12 (29. mín): Aron opnar fyrir Ólaf sem skorar sitt fyrsta mark. Hafnfirsk samvinna þarna.14-11 (27. mín): Aron klárar langa og erfiða sókn með marki. Hans þriðja í leiknum. Það vantar betra flæði í sóknina.13-10 (25. mín): Guðjón Valur vippar aftur yfir Ristovski. Gerir ítrekað grín að honum. Nú þarf stopp í vörninni.12-9 (23. mín): Guðjón Valur fer inn úr horninu og vippar yfir Ristovski. Kominn með fjögur mörk úr fjórum skotum. Mikilvægt mark, einum færri.11-8 (19. mín): Höndin komin upp en þá kemur Aron með algjört lúxusmark! Þrumar boltanum upp í fjærhornið.11-7 (18. mín): Lazarov kemur Makedóníumönnum fjórum mörkum yfir með marki af vítalínunni. Geir tekur leikhlé og öskrar á strákana. Ekki sáttur með varnarleikinn.8-6 (16. mín): Janus Daði með leiftursnöggt undirhandarskot sem Ristovski ræður ekki við.8-5 (15. mín): Rúnar fiskar ruðning á Stoilov. Fær stóra manninn beint í fangið.7-5 (10. mín): Janus Daði fer inn úr vinstra horninu og skorar framhjá Ristovski. Mirkulovski svarar að bragði. Íslenska vörnin er ekki nógu góð.5-4 (9. mín): Taleski skorar sitt annað mark. Arnór Þór klúðrar svo öðru dauðafæri. Arnar Freyr tekur frákastið og fiskar víti sem Guðjón Valur skorar úr.3-2 (6. mín): Lazarov jafnar metin af vítalínunni. Afar öruggur þar. Arnór Þór klúðrar svo dauðafæri og Stoilov skorar hinum megin. Þrjú mörk frá Makedóníu í röð.0-2 (3. mín): Björgvin Páll ver og Guðjón Valur skorar eftir hraðaupphlaup.0-1 (1. mín): Aron skorar fyrsta mark leiksins. Velkominn aftur!Leikur hafinn: Ísland byrjar með boltann. Arnór Þór, Rúnar, Aron, Ólafur, Guðjón Valur, Arnar Freyr og Björgvin Páll byrja leikinn.Fyrir leik: Þjóðsöngvarnir eru að baki og þá getur þetta hafist.Fyrir leik:Íslandi hefur gengið frábærlega gegn Makedóníu í gegnum tíðina og unnið 11 af 13 viðureignum liðanna. Eina tapið kom í Skopje 8. júní 2008 en það gerði út um möguleika Íslands á að komast á HM í Króatíu 2009. Strákarnir okkar bættu upp fyrir þau vonbrigði með því að vinna til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking.Fyrir leik: Þetta er fyrsti leikur Makedóna undir stjórn Spánverjans Raúl González en hann tók við af hinum gamalreynda Lino Cervar. González er einnig þjálfari Vardar sem er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Hann var áður aðstoðarmaður Talants Dujshebaev hjá Ciudad Real og Atlético Madrid.Fyrir leik:Gunnar Steinn Jónsson getur ekki leikið með íslenska liðinu í kvöld vegna meiðsla. Svekkjandi fyrir Gunnar Stein sem fagnar þrítugsafmæli sínu í dag.Fyrir leik:Það munar auðvitað miklu að fá Aron aftur inn. Hafnfirðingurinn hefur verið frábær í síðustu leikjum Veszprém og litið mjög vel út. Aron skoraði m.a. samtals 13 mörk í leikjunum tveimur gegn Montpellier í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.Fyrir leik:Liðin mættust síðast á HM í Frakklandi. Sá leikur fór 27-27 en íslenska liðið fór afar illa að ráði sínu á lokakaflanum. Það eru aðeins tvær breytingar á íslenska hópnum frá HM; Aron Rafn Eðvarðsson er meiddur og Stephen Nielsen kemur í hans stað og þá er Aron Pálmarsson kominn aftur og tekur stöðu Guðmundar Hólmars Helgasonar sem er meiddur.Fyrir leik:Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari, segir að Ísland þurfi að fá sex stig út úr fjórum síðustu leikjum undankeppninnar til að komast til Króatíu þar sem lokamótið fer.Fyrir leik: Lið Íslands er þannig skipað: 1 Björgvin Páll Gústavsson, 16 Stephen Nielsen, 3 Kári Kristjánsson, 4 Aron Pálmarsson, 5 Rúnar Kárason, 6 Ásgeir Örn Hallgrímsson, 7 Arnór Atlason, 9 Guðjón Valur Sigurðsson, 13 Ólafur Guðmundsson, 14 Arnór Þór Gunnarsson, 21 Arnar Freyr Arnarsson, 25 Bjarki Már Elísson, 26 Bjarki Már Gunnarsson, 30 Ómar Ingi Magnússon, 33 Janus Daði Smárason.Fyrir leik:Góðan daginn og velkomin í beina lýsingu frá leik Makedóníu og Íslands í undankeppni EM 2018. EM 2018 í handbolta Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Ísland er komið í erfiða stöðu í undankeppni EM 2018 eftir fimm marka tap, 30-25, fyrir Makedóníu í Skopje í kvöld. Íslendingar þurfa núna að vinna síðustu þrjá leiki sína í undankeppninni til að komast á EM. Makedóníumenn leiddu nær allan leikinn og höfðu svör við öllum aðgerðum íslenska liðsins. Líkt og á HM í Frakklandi var sóknarleikur Íslands ekki nógu beinskeyttur og allt flæði vantaði í hann. Aron Pálmarsson var tekinn föstum tökum og aðrir leikmenn nýttu sér plássið sem skapaðist við það ekki nógu vel. Makedóníumenn náðu mest fjögurra marka forskoti í fyrri hálfleik en tvö mörk í röð frá Ólafi Guðmundssyni undir lok hans þýddu að munurinn var aðeins tvö mörk í hálfleik, 15-13. Íslendingar byrjuðu seinni hálfleikinn vel, skoruðu fjögur af fyrstu fimm mörkum hans og náði forystunni, 16-17. Kári Kristjánsson kom Íslandi aftur yfir, 17-18, en það var í síðasta sinn sem íslenska liðið var með forystuna í leiknum. Heimamenn svöruðu með 5-1 kafla og náðu yfirhöndinni á nýjan leik. Eftir þetta var íslenska liðið alltaf í eltingarleik. Guðjón Valur Sigurðsson minnkaði muninn í eitt mark, 26-25, þegar sex mínútur voru eftir en nær komust strákarnir okkar ekki. Makedóníumenn unnu lokakaflann 4-0 og tryggðu sér sigurinn, 30-25. Sóknarleikurinn var afar stirður í leiknum í kvöld og Íslendingar þurftu að hafa mikið fyrir öllum sínum mörkum. Þrátt fyrir innkomu Arons voru engar framfarir á sóknarleiknum frá HM sem hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir landsliðsþjálfarann Geir Sveinsson. Varnarleikurinn var ekki nógu heilsteyptur og markvarslan hefði einnig mátt vera betri. Aftur á móti átti Borko Ristovski góðan leik í marki Makedóníu og reyndist Íslandi erfiður. Næsti leikur Íslands er gegn Makedóníu í Laugardalshöllinni á sunnudagskvöldið. Sá leikur verður að vinnast ef íslenska liðið ætlar að komast á EM.Mörk Íslands: Guðjón Valur Sigurðsson 6/3, Aron Pálmarsson 5, Janus Daði Smárason 3, Ómar Ingi Magnússon 3/1, Rúnar Kárason 2, Ólafur Guðmundsson 2, Kári Kristjánsson 1, Arnar Freyr Arnarsson 1, Arnór Þór Gunnarsson 1, Björgvin Páll Gústavsson 1.30-25 (Leik lokið): Óþarflega stórt tap í Skopje. Núna þarf Ísland að vinna síðustu þrjá leikina til að komast til Króatíu.29-25 (58. mín): Ristovski ver frá Guðjóni Val í hraðaupphlaupi og Makedóníumenn skora og klára þetta.28-25 (56. mín): Lazarov eykur muninn í þrjú mörk og fer langt með að klára þetta.26-25 (53. mín): Makedóníumenn tapa boltanum og Guðjón Valur refsar með marki úr hraðaupphlaupi. Eins marks munur!25-23 (51. mín): Stephen ver frá Lazarov. Vissi ekki mikið af því en allt í lagi. Ómar skorar svo með lúmsku skoti. Kominn með þrjú mörk.23-21 (47. mín): Aron minnkar muninn aftur í tvö mörk með sínu fyrsta marki í seinni hálfleik.22-20 (46. mín): Ómar Ingi minnkar muninn í tvö mörk úr víti. Á enn eftir að klikka á víti í landsleik. Ótrúlega öruggur.22-19 (43. mín): Björgvin ver frá Lazarov, Ísland geysist í sókn sem endar með skoti Rúnars hátt yfir markið. Lazarov kemur Makedóníu svo þremur mörkum yfir úr víti. Geir tekur leikhlé.21-19 (40. mín): Fínn kafli hjá heimamönnum. Nú þurfa strákarnir að halda haus og skipulagi.17-18 (38. mín): Kári kemur Íslandi aftur yfir með sínu fyrsta marki. Aron með sendinguna inn á Kára sem klárar vel.16-17 (36. mín): Rúnar kemur Íslandi yfir með þrumuskoti. González tekur leikhlé. Þvílík byrjun á seinni hálfleik hjá okkar mönnum. Meira af þessu, takk!16-16 (35. mín): Björgvin Páll jafnar metin með skoti yfir endilangan völlinn! Áttunda landsliðsmark markvarðarins.15-14 (33. mín): Arnór Þór minnkar muninn í eitt mark úr horninu. Hans fyrsta mark.15-13 (Seinni hálfleikur hafinn): Aron fær tveggja mínútna brottvísun í fyrstu sókn Makedóníumanna í seinni hálfleik.Hálfleikur: Bæði lið hafa tapað boltanum sex sinnum. Björgvin Páll hefur varið sjö skot og Ristovski níu. Makedónía er með 75% skotnýtingu en Ísland 62%.Hálfleikur: Ísland þarf að fá miklu meira út úr hægri vængnum. Rúnar er kominn með eitt mark en þar með er það upptalið.15-13 (Fyrri hálfleik lokið): Ótrúlegur endir á þessum fyrri hálfleik. Ómar Ingi tapar boltanum klaufalega en vinnur hann aftur. Ólafur stekkur svo jafnfætis upp og skorar. Munurinn því aðeins tvö mörk í hálfleik. Strákarnir mega ágætlega við það una eftir erfiðan fyrri hálfleik. Guðjón Valur er markahæstur í íslenska liðinu með fjögur mörk.15-12 (29. mín): Aron opnar fyrir Ólaf sem skorar sitt fyrsta mark. Hafnfirsk samvinna þarna.14-11 (27. mín): Aron klárar langa og erfiða sókn með marki. Hans þriðja í leiknum. Það vantar betra flæði í sóknina.13-10 (25. mín): Guðjón Valur vippar aftur yfir Ristovski. Gerir ítrekað grín að honum. Nú þarf stopp í vörninni.12-9 (23. mín): Guðjón Valur fer inn úr horninu og vippar yfir Ristovski. Kominn með fjögur mörk úr fjórum skotum. Mikilvægt mark, einum færri.11-8 (19. mín): Höndin komin upp en þá kemur Aron með algjört lúxusmark! Þrumar boltanum upp í fjærhornið.11-7 (18. mín): Lazarov kemur Makedóníumönnum fjórum mörkum yfir með marki af vítalínunni. Geir tekur leikhlé og öskrar á strákana. Ekki sáttur með varnarleikinn.8-6 (16. mín): Janus Daði með leiftursnöggt undirhandarskot sem Ristovski ræður ekki við.8-5 (15. mín): Rúnar fiskar ruðning á Stoilov. Fær stóra manninn beint í fangið.7-5 (10. mín): Janus Daði fer inn úr vinstra horninu og skorar framhjá Ristovski. Mirkulovski svarar að bragði. Íslenska vörnin er ekki nógu góð.5-4 (9. mín): Taleski skorar sitt annað mark. Arnór Þór klúðrar svo öðru dauðafæri. Arnar Freyr tekur frákastið og fiskar víti sem Guðjón Valur skorar úr.3-2 (6. mín): Lazarov jafnar metin af vítalínunni. Afar öruggur þar. Arnór Þór klúðrar svo dauðafæri og Stoilov skorar hinum megin. Þrjú mörk frá Makedóníu í röð.0-2 (3. mín): Björgvin Páll ver og Guðjón Valur skorar eftir hraðaupphlaup.0-1 (1. mín): Aron skorar fyrsta mark leiksins. Velkominn aftur!Leikur hafinn: Ísland byrjar með boltann. Arnór Þór, Rúnar, Aron, Ólafur, Guðjón Valur, Arnar Freyr og Björgvin Páll byrja leikinn.Fyrir leik: Þjóðsöngvarnir eru að baki og þá getur þetta hafist.Fyrir leik:Íslandi hefur gengið frábærlega gegn Makedóníu í gegnum tíðina og unnið 11 af 13 viðureignum liðanna. Eina tapið kom í Skopje 8. júní 2008 en það gerði út um möguleika Íslands á að komast á HM í Króatíu 2009. Strákarnir okkar bættu upp fyrir þau vonbrigði með því að vinna til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking.Fyrir leik: Þetta er fyrsti leikur Makedóna undir stjórn Spánverjans Raúl González en hann tók við af hinum gamalreynda Lino Cervar. González er einnig þjálfari Vardar sem er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Hann var áður aðstoðarmaður Talants Dujshebaev hjá Ciudad Real og Atlético Madrid.Fyrir leik:Gunnar Steinn Jónsson getur ekki leikið með íslenska liðinu í kvöld vegna meiðsla. Svekkjandi fyrir Gunnar Stein sem fagnar þrítugsafmæli sínu í dag.Fyrir leik:Það munar auðvitað miklu að fá Aron aftur inn. Hafnfirðingurinn hefur verið frábær í síðustu leikjum Veszprém og litið mjög vel út. Aron skoraði m.a. samtals 13 mörk í leikjunum tveimur gegn Montpellier í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.Fyrir leik:Liðin mættust síðast á HM í Frakklandi. Sá leikur fór 27-27 en íslenska liðið fór afar illa að ráði sínu á lokakaflanum. Það eru aðeins tvær breytingar á íslenska hópnum frá HM; Aron Rafn Eðvarðsson er meiddur og Stephen Nielsen kemur í hans stað og þá er Aron Pálmarsson kominn aftur og tekur stöðu Guðmundar Hólmars Helgasonar sem er meiddur.Fyrir leik:Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari, segir að Ísland þurfi að fá sex stig út úr fjórum síðustu leikjum undankeppninnar til að komast til Króatíu þar sem lokamótið fer.Fyrir leik: Lið Íslands er þannig skipað: 1 Björgvin Páll Gústavsson, 16 Stephen Nielsen, 3 Kári Kristjánsson, 4 Aron Pálmarsson, 5 Rúnar Kárason, 6 Ásgeir Örn Hallgrímsson, 7 Arnór Atlason, 9 Guðjón Valur Sigurðsson, 13 Ólafur Guðmundsson, 14 Arnór Þór Gunnarsson, 21 Arnar Freyr Arnarsson, 25 Bjarki Már Elísson, 26 Bjarki Már Gunnarsson, 30 Ómar Ingi Magnússon, 33 Janus Daði Smárason.Fyrir leik:Góðan daginn og velkomin í beina lýsingu frá leik Makedóníu og Íslands í undankeppni EM 2018.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira