Stjórn HSÍ krefst rannsókn á frammistöðu dómaranna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. maí 2017 10:46 Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals. Vísir/Stefán Stjórn Handknattleikssambands ÍSlands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að hún hafi sent Handknattleikssambandi Evrópu formlega kvörtun vegna frammistöðu dómara og eftirlitsmanns á leik Vals og Potaissa í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu á sunnudag. Valur tapaði leiknum með níu marka mun og rimmunni með einu marki samtals. Þjálfarar og leikmenn Vals sem og fjölmargir aðrir Íslendingar voru furðu lostnir yfir frammistöðu dómaranna í leiknum. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, sagði augljóst mál að dómararnir hefðu verið keyptir. „Krafist er rannsóknar á frammistöðu dómara svo og kannað verði hvort að um ásetning hafi verið að ræða,“ segir í yfirlýsingu stjórnar HSÍ. „HSÍ væntir þess að málið verði tekið alvarlega enda heiðarleiki og trúverðugleiki íþróttarinnar í húfi,“ segir enn fremur. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér en í gær barst HSÍ svar frá EHF þar sem tekið var fram að málið verði skoðað. „Handknattleikssambands Íslands sendi í gær formlega kvörtun til Evrópska handknattleikssambandsins vegna frammistöðu dómara og eftirlitsmanns á leik Vals og AHC Potaissa þann 30. apríl sl. Bréf þess efnis var sent í kjölfar kvörtunar Vals. Krafist er rannsóknar á frammistöðu dómara svo og kannað verði hvort að um ásetning hafi verið að ræða. Óskað var eftir skjótum viðbrögðum og upplýsingum um hvernig rannsókn málsins yrði háttað. HSÍ væntir þess að málið verði tekið alvarlega enda heiðarleiki og trúverðugleiki íþróttarinnar í húfi. HSÍ átelur samt sem áður að bornar séu þungar sakir um spillingu og annað í þeim dúr án þess að geta sýnt fram á það. Slík ummæli eru íþróttinni ekki til framdráttar. HSÍ hvetur alla til að gæta hófs í orðavali um frammistöðu dómaranna og gefi EHF ráðrúm til að rannsaka málið. Í gærkvöldi barst svar frá EHF þar sem tekið er fram málið verði skoðað og óskað eftir frekari upplýsingum. Stjórn HSÍ“ Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Valsmenn úr leik eftir dómarafarsa í Rúmeníu Valur leikur ekki til úrslita í Áskorendabikar Evrópu. Þetta var ljóst eftir níu marka tap, 32-23, fyrir Potaissa Turda í seinni leik liðanna í undanúrslitum í Rúmeníu í dag. 30. apríl 2017 16:30 Helsárir Valsmenn vilja kæra úrslitin í Rúmeníu Valur er úr leik í Áskorendakeppni Evrópu eftir tap fyrir rúmenska liðinu Potaissa Turda í síðari leik liðanna ytra í gær, 32-23. Valur vann fyrri leikinn með átta marka mun en tapaði einvíginu með eins marks mun. 1. maí 2017 07:00 Valsmenn ætla ekki að kæra en mótmæla kröftuglega Valsmenn ætla ekki að kæra framkvæmd leiksins gegn Potaissa Turda í undanúrslitum Áskorendabikars Evrópu. 1. maí 2017 12:09 Logi um dómgæsluna: Aldrei séð annað eins Valur stendur í ströngu gegn Potaissa Turda í Áskorendakeppnin Evrópu. 30. apríl 2017 15:47 Leikmönnum, þjálfurum og öllum aðstandendum Vals var gróflega misboðið Handknattleiksdeild Vals hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna dómgæslunnar í seinni leik liðsins í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu. 2. maí 2017 12:15 „Þjálfarinn viðurkenndi 20 þúsund evrur á dómarana“ Hlynur Morthens, markvörður Vals, veltir fyrir sér hvort hann vilji halda áfram að spila handbolta. 1. maí 2017 09:33 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Fleiri fréttir Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Sjá meira
Stjórn Handknattleikssambands ÍSlands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að hún hafi sent Handknattleikssambandi Evrópu formlega kvörtun vegna frammistöðu dómara og eftirlitsmanns á leik Vals og Potaissa í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu á sunnudag. Valur tapaði leiknum með níu marka mun og rimmunni með einu marki samtals. Þjálfarar og leikmenn Vals sem og fjölmargir aðrir Íslendingar voru furðu lostnir yfir frammistöðu dómaranna í leiknum. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, sagði augljóst mál að dómararnir hefðu verið keyptir. „Krafist er rannsóknar á frammistöðu dómara svo og kannað verði hvort að um ásetning hafi verið að ræða,“ segir í yfirlýsingu stjórnar HSÍ. „HSÍ væntir þess að málið verði tekið alvarlega enda heiðarleiki og trúverðugleiki íþróttarinnar í húfi,“ segir enn fremur. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér en í gær barst HSÍ svar frá EHF þar sem tekið var fram að málið verði skoðað. „Handknattleikssambands Íslands sendi í gær formlega kvörtun til Evrópska handknattleikssambandsins vegna frammistöðu dómara og eftirlitsmanns á leik Vals og AHC Potaissa þann 30. apríl sl. Bréf þess efnis var sent í kjölfar kvörtunar Vals. Krafist er rannsóknar á frammistöðu dómara svo og kannað verði hvort að um ásetning hafi verið að ræða. Óskað var eftir skjótum viðbrögðum og upplýsingum um hvernig rannsókn málsins yrði háttað. HSÍ væntir þess að málið verði tekið alvarlega enda heiðarleiki og trúverðugleiki íþróttarinnar í húfi. HSÍ átelur samt sem áður að bornar séu þungar sakir um spillingu og annað í þeim dúr án þess að geta sýnt fram á það. Slík ummæli eru íþróttinni ekki til framdráttar. HSÍ hvetur alla til að gæta hófs í orðavali um frammistöðu dómaranna og gefi EHF ráðrúm til að rannsaka málið. Í gærkvöldi barst svar frá EHF þar sem tekið er fram málið verði skoðað og óskað eftir frekari upplýsingum. Stjórn HSÍ“
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Valsmenn úr leik eftir dómarafarsa í Rúmeníu Valur leikur ekki til úrslita í Áskorendabikar Evrópu. Þetta var ljóst eftir níu marka tap, 32-23, fyrir Potaissa Turda í seinni leik liðanna í undanúrslitum í Rúmeníu í dag. 30. apríl 2017 16:30 Helsárir Valsmenn vilja kæra úrslitin í Rúmeníu Valur er úr leik í Áskorendakeppni Evrópu eftir tap fyrir rúmenska liðinu Potaissa Turda í síðari leik liðanna ytra í gær, 32-23. Valur vann fyrri leikinn með átta marka mun en tapaði einvíginu með eins marks mun. 1. maí 2017 07:00 Valsmenn ætla ekki að kæra en mótmæla kröftuglega Valsmenn ætla ekki að kæra framkvæmd leiksins gegn Potaissa Turda í undanúrslitum Áskorendabikars Evrópu. 1. maí 2017 12:09 Logi um dómgæsluna: Aldrei séð annað eins Valur stendur í ströngu gegn Potaissa Turda í Áskorendakeppnin Evrópu. 30. apríl 2017 15:47 Leikmönnum, þjálfurum og öllum aðstandendum Vals var gróflega misboðið Handknattleiksdeild Vals hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna dómgæslunnar í seinni leik liðsins í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu. 2. maí 2017 12:15 „Þjálfarinn viðurkenndi 20 þúsund evrur á dómarana“ Hlynur Morthens, markvörður Vals, veltir fyrir sér hvort hann vilji halda áfram að spila handbolta. 1. maí 2017 09:33 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Fleiri fréttir Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Sjá meira
Valsmenn úr leik eftir dómarafarsa í Rúmeníu Valur leikur ekki til úrslita í Áskorendabikar Evrópu. Þetta var ljóst eftir níu marka tap, 32-23, fyrir Potaissa Turda í seinni leik liðanna í undanúrslitum í Rúmeníu í dag. 30. apríl 2017 16:30
Helsárir Valsmenn vilja kæra úrslitin í Rúmeníu Valur er úr leik í Áskorendakeppni Evrópu eftir tap fyrir rúmenska liðinu Potaissa Turda í síðari leik liðanna ytra í gær, 32-23. Valur vann fyrri leikinn með átta marka mun en tapaði einvíginu með eins marks mun. 1. maí 2017 07:00
Valsmenn ætla ekki að kæra en mótmæla kröftuglega Valsmenn ætla ekki að kæra framkvæmd leiksins gegn Potaissa Turda í undanúrslitum Áskorendabikars Evrópu. 1. maí 2017 12:09
Logi um dómgæsluna: Aldrei séð annað eins Valur stendur í ströngu gegn Potaissa Turda í Áskorendakeppnin Evrópu. 30. apríl 2017 15:47
Leikmönnum, þjálfurum og öllum aðstandendum Vals var gróflega misboðið Handknattleiksdeild Vals hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna dómgæslunnar í seinni leik liðsins í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu. 2. maí 2017 12:15
„Þjálfarinn viðurkenndi 20 þúsund evrur á dómarana“ Hlynur Morthens, markvörður Vals, veltir fyrir sér hvort hann vilji halda áfram að spila handbolta. 1. maí 2017 09:33