Sport

Stóðu upp fyrir þeim sem varð fyrir kynþáttaníði

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jones togar í hattinn og þakkar auðmjúkur fyrir móttökurnar.
Jones togar í hattinn og þakkar auðmjúkur fyrir móttökurnar. vísir/getty
Sólarhring eftir að Adam Jones, leikmaður Baltimore, mátti þola kynþáttaníð á heimavelli Boston Red Sox stóðu áhorfendur á sama velli upp fyrir honum.

Jones sagðist aldrei hafa lent í öðrum eins viðbjóði og þegar einhverjir stuðningsmenn Red Sox kölluðu hann negra og köstuðu svo hnetupoka í hann.

Félagið bað hann afsökunar og borgarstjóri Boston sagðist líka skammast sín og sagði þetta mjög ólíkt borgarbúum.

Það er nú einu sinni þannig að það þarf oft bara tvo til þrjá hálfvita til að skemma fyrir öllum hinum. Hálfvitarnir fá ekki að mæta aftur á völlinn og þeir sem mættu í gærkvöldi stóðu upp og klöppuðu fyrir Jones er hann kom út á völlinn.


Tengdar fréttir

Rasismi hjá Red Sox

Forráðamenn hafnaboltaliðsins Boston Red Sox hafa beðið Adam Jones, leikmann Baltimore Orioles, afsökunar á hegðun stuðningsmanna Red Sox í hans garð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×