Sport

Þessi hugmynd er mikið kjaftshögg

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Powell í heimsmetsstökki sínu.
Powell í heimsmetsstökki sínu. vísir/getty
Ekki eru allir hrifnir af þeirri hugmynd að þurrka út gömul heimsmet í frjálsum íþróttum. Sérstaklega ekki þeir sem eiga gömlu heimsmetin.

Þessi róttæka hugmynd er nú á borði evrópska frjálsíþróttasambandsins sem vill fá alþjóða frjálsíþróttasambandið til að þurrka út öll heimsmet í íþróttinni fyrir árið 2005.

Nú er búið að sanna skipulagt lyfjasvindl á árum áður og margir efast um að mörg heimsmet hafi verið sett af íþróttamönnum sem voru ekki á ólöglegum lyfjum.

Heimsmethafinn í langstökki, Mike Powell, er æfur yfir þessum hugmyndum en met hans upp á 8,95 metra hefur staðið frá árinu 1991.

„Ég hef þegar sett mig í samband við lögfræðing. Vissulega eru nokkur vafasöm met þarna úti en mitt er löglegt. Mitt met er saga um kjarkaðan íþróttamann með stórt hjarta. Það er ein stærsta stund þessarar íþróttagreinar,“ sagði Powell reiður.

„Þeir myndu skemma svo margt með þessari ákvörðun. Mér er alveg sama hvað gerist. Ég mun berjast á móti þessu. Þetta er óréttlátt og mikið kjaftshögg.“


Tengdar fréttir

Vilja henda út gömlum metum

Stjórn frjálsíþróttasambands Evrópu hefur samþykkt tillögu starfsnefndar sambandsins sem leggur til að Evrópumet verði aðeins samþykkt eftir stífum kröfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×