Ætla að ráða þúsundir til að sporna gegn ofbeldisfullu efni Samúel Karl Ólason skrifar 3. maí 2017 15:01 Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook. Vísir/GETTY Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, tilkynnti í dag að fyrirtækið myndi ráða þrjú þúsund manns á þessu ári til þess að berjast gegn ofbeldisfullu efni á samfélagsmiðli fyrirtækisins. Þau myndu ganga til liðs við þá 4.500 starfsmenn sem þegar sinna slíku starfi svo hægt verði að bregðast við óviðeigandi efni af meiri hraða. Á undanförnum mánuðum hafa komið upp tilfelli þar sem morð og nauðganir eru sýnd í beinni útsendingu á Facebook. „Undanfarnar vikur höfum við séð fólk skaða sjálft sig og aðra á Facebook, annað hvort í beinni útsendingu eða á myndböndum sem birt hafa verið eftirá. Það er sorglegt og ég hef verið að velta vöngum yfir því hvernig við getum staðið okkur betur fyrir samfélagið,“ skrifar Zuckerberg. Hann segir mikilvægt að notendum verði gert kleift að benda starfsmönnum Facebook á slíkt efni eins fljótt og auðið er og að starfsmennirnir geti brugðist hratt við. Enn fremur segir Zuckerberg að verið sé að vinna í fyrra atriðinu og að umræddir þrjú þúsund starfsmenn eigi að sinna því seinna. „Þetta er mjög mikilvægt. Í síðustu viku fengum við tilkynningu um að aðili í beinni útsendingu væri að íhuga sjálfsvíg. Við höfðum strax samband við lögreglu og þeim tókst að koma í veg fyrir að aðilinn skaðaði sig. Í öðrum tilfellum höfum við ekki verið jafn heppin.“ Tækni Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, tilkynnti í dag að fyrirtækið myndi ráða þrjú þúsund manns á þessu ári til þess að berjast gegn ofbeldisfullu efni á samfélagsmiðli fyrirtækisins. Þau myndu ganga til liðs við þá 4.500 starfsmenn sem þegar sinna slíku starfi svo hægt verði að bregðast við óviðeigandi efni af meiri hraða. Á undanförnum mánuðum hafa komið upp tilfelli þar sem morð og nauðganir eru sýnd í beinni útsendingu á Facebook. „Undanfarnar vikur höfum við séð fólk skaða sjálft sig og aðra á Facebook, annað hvort í beinni útsendingu eða á myndböndum sem birt hafa verið eftirá. Það er sorglegt og ég hef verið að velta vöngum yfir því hvernig við getum staðið okkur betur fyrir samfélagið,“ skrifar Zuckerberg. Hann segir mikilvægt að notendum verði gert kleift að benda starfsmönnum Facebook á slíkt efni eins fljótt og auðið er og að starfsmennirnir geti brugðist hratt við. Enn fremur segir Zuckerberg að verið sé að vinna í fyrra atriðinu og að umræddir þrjú þúsund starfsmenn eigi að sinna því seinna. „Þetta er mjög mikilvægt. Í síðustu viku fengum við tilkynningu um að aðili í beinni útsendingu væri að íhuga sjálfsvíg. Við höfðum strax samband við lögreglu og þeim tókst að koma í veg fyrir að aðilinn skaðaði sig. Í öðrum tilfellum höfum við ekki verið jafn heppin.“
Tækni Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira