Ætla að ráða þúsundir til að sporna gegn ofbeldisfullu efni Samúel Karl Ólason skrifar 3. maí 2017 15:01 Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook. Vísir/GETTY Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, tilkynnti í dag að fyrirtækið myndi ráða þrjú þúsund manns á þessu ári til þess að berjast gegn ofbeldisfullu efni á samfélagsmiðli fyrirtækisins. Þau myndu ganga til liðs við þá 4.500 starfsmenn sem þegar sinna slíku starfi svo hægt verði að bregðast við óviðeigandi efni af meiri hraða. Á undanförnum mánuðum hafa komið upp tilfelli þar sem morð og nauðganir eru sýnd í beinni útsendingu á Facebook. „Undanfarnar vikur höfum við séð fólk skaða sjálft sig og aðra á Facebook, annað hvort í beinni útsendingu eða á myndböndum sem birt hafa verið eftirá. Það er sorglegt og ég hef verið að velta vöngum yfir því hvernig við getum staðið okkur betur fyrir samfélagið,“ skrifar Zuckerberg. Hann segir mikilvægt að notendum verði gert kleift að benda starfsmönnum Facebook á slíkt efni eins fljótt og auðið er og að starfsmennirnir geti brugðist hratt við. Enn fremur segir Zuckerberg að verið sé að vinna í fyrra atriðinu og að umræddir þrjú þúsund starfsmenn eigi að sinna því seinna. „Þetta er mjög mikilvægt. Í síðustu viku fengum við tilkynningu um að aðili í beinni útsendingu væri að íhuga sjálfsvíg. Við höfðum strax samband við lögreglu og þeim tókst að koma í veg fyrir að aðilinn skaðaði sig. Í öðrum tilfellum höfum við ekki verið jafn heppin.“ Tækni Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, tilkynnti í dag að fyrirtækið myndi ráða þrjú þúsund manns á þessu ári til þess að berjast gegn ofbeldisfullu efni á samfélagsmiðli fyrirtækisins. Þau myndu ganga til liðs við þá 4.500 starfsmenn sem þegar sinna slíku starfi svo hægt verði að bregðast við óviðeigandi efni af meiri hraða. Á undanförnum mánuðum hafa komið upp tilfelli þar sem morð og nauðganir eru sýnd í beinni útsendingu á Facebook. „Undanfarnar vikur höfum við séð fólk skaða sjálft sig og aðra á Facebook, annað hvort í beinni útsendingu eða á myndböndum sem birt hafa verið eftirá. Það er sorglegt og ég hef verið að velta vöngum yfir því hvernig við getum staðið okkur betur fyrir samfélagið,“ skrifar Zuckerberg. Hann segir mikilvægt að notendum verði gert kleift að benda starfsmönnum Facebook á slíkt efni eins fljótt og auðið er og að starfsmennirnir geti brugðist hratt við. Enn fremur segir Zuckerberg að verið sé að vinna í fyrra atriðinu og að umræddir þrjú þúsund starfsmenn eigi að sinna því seinna. „Þetta er mjög mikilvægt. Í síðustu viku fengum við tilkynningu um að aðili í beinni útsendingu væri að íhuga sjálfsvíg. Við höfðum strax samband við lögreglu og þeim tókst að koma í veg fyrir að aðilinn skaðaði sig. Í öðrum tilfellum höfum við ekki verið jafn heppin.“
Tækni Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira