Erlent

Skutu langdrægri eldflaug yfir Kyrrahafið

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd af tilraunaskotinu, sem tekin er yfir tíma.
Mynd af tilraunaskotinu, sem tekin er yfir tíma. Vísir/AFP
Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna framkvæmdu í morgun eldflaugatilraun sem gerð er um fjórum sinnum á hverju ári. Minuteman III eldflaug, sem er hönnuð til að bera kjarnorkuvopn, var skotið á loft frá Vandeberg herstöðinni í Kaliforníu.

Herinn segir tilraunina vera hefðbundna og ekki ætlaða til að senda skilaboð til yfirvalda í Norður-Kóreu vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugatilrauna þeirra.

Eldflaugin flaug um 6.700 kílómetra vegalengd og lenti í Marshall-eyjaklasanum.

Markmið tilraunanna er að sannreyna nákvæmni og áreiðanlega Minuteman III eldflauganna. Þær eru stærsti liðurinn í kjarnorkuvopnakerfi Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×