Tvo sólarhringa á leiðinni heim en WOW segist ekki bótaskylt Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. maí 2017 11:15 Wamos breiðþotan sem WOW Air leigði tekur um 500 manns í sæti. Wiki Commons WOW Air telur sig ekki vera bótaskylt gagnvart farþegum flugs WW132 frá Miami, þann 20. apríl síðastliðinn, þegar farangurkerrur fuku á breiðþotu WOW þannig að hún varð óflugfær. Brá flugfélagið því á það ráð að sameina farþegalista tveggja flugferða og leigja stærri þotu til að rúma sem flesta farþega. Eftir um tveggja klukkustunda óvissuástand, eins og einn farþeganna lýsti því, tókst WOW að ferja rúmlega 500 farþega aftur til Íslands með breiðþotunni.Sjá einnig: Óvissuástand hjá farþegum WOW Air í MiamiTuttugu farþegar sem voru komnir á flugvöllinn komust ekki fyrir í flugvélinni og var gert að fljúga með WOW í gegnum New York og Minneapolis til landsins. Ferðalagið tók þá um 2 sólarhringa. WOW sendi farþegum tölvupóst í gærkvöldi þar sem flugfélagið gerði grein fyrir sinni sýn á málið og bendir á að farangurkerrurnar sem skemmdu þotuna hafi ekki verið á þeirra vegum. Starfsmenn WOW hafi því ekki haft umsjón með kerrunum og gátu þannig ekki, að sögn flugfélagsins, komið í veg fyrir tjónið sem varð á hreyfli vélarinnar við áreksturinn. „Kerrurnar klesstu á flugvélina vegna þess að þær voru skyldar eftir eftirlitslausar á flugvellinum. Ekki var staðið nógu vel að frágangi þeirra með hliðsjón af þeim öryggiskröfum sem almennt eru gerðar til starfsmanna á þessu sviði,“ segir í tölvupóstinum.Sjá einnig: „Þeir sem voru með frekju og læti fengu að fara heim“Að mati WOW air er þetta atvik sem að flugrekendur megi ekki búast við og geti heldur ekki komið í veg fyrir. „Er því um óviðráðanlegar aðstæður að ræða í skilningi 3. mgr. 5. gr. reglugerðar EB nr. 261/2004 sem leysir WOW air undan bótaskyldu,“ eins og það er orðað í póstinum. Vísir ræddi við einn þeirra 20 farþega sem flaug í gegnum Minneapolis með WOW, heimferð sem tók um 2 sólarhringa sem fyrr segir. Hann segir að í þeirra hópi séu allir „ansi reiðir“ vegna þessara málalykta og að þeir hyggist fara með málið lengra. Samgöngustofa hafði ekki tök á því að tjá sig um þetta tiltekna mál við Vísi þegar eftir því var leitað. WOW Air Tengdar fréttir Óvissuástand hjá farþegum WOW Air í Miami Arnar Sveinn Geirsson segist hafa skilning á þeim erfiðleikum sem óhappið á mánudag hafi sett WOW í. Upplýsingagjöf til farþega ytra sé hins vegar fyrir neðan allar hellur. 20. apríl 2017 20:45 „Þeir sem voru með frekju og læti fengu að fara heim“ Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir og fjölskylda voru á meðal þeirra tuttugu sem eftir urðu á Miami í gærkvöldi. Upplýsingafulltrúi WOW Air segir síðustu farþegana fljúga heim frá Boston í kvöld. 21. apríl 2017 10:51 Þota WOW skemmdist og farþegar festust á Miami "Við lentum í því óhappi að farangursvagn frá öðrum þjónustuaðila í Leifsstöð fauk á vél frá okkur og hún var óflughæf á eftir,“ segir Svana Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, um ástæðu þess að ferð flugfélagsins til Miami í Bandaríkjunum á mánudag, og heim daginn eftir féllu niður. 20. apríl 2017 07:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
WOW Air telur sig ekki vera bótaskylt gagnvart farþegum flugs WW132 frá Miami, þann 20. apríl síðastliðinn, þegar farangurkerrur fuku á breiðþotu WOW þannig að hún varð óflugfær. Brá flugfélagið því á það ráð að sameina farþegalista tveggja flugferða og leigja stærri þotu til að rúma sem flesta farþega. Eftir um tveggja klukkustunda óvissuástand, eins og einn farþeganna lýsti því, tókst WOW að ferja rúmlega 500 farþega aftur til Íslands með breiðþotunni.Sjá einnig: Óvissuástand hjá farþegum WOW Air í MiamiTuttugu farþegar sem voru komnir á flugvöllinn komust ekki fyrir í flugvélinni og var gert að fljúga með WOW í gegnum New York og Minneapolis til landsins. Ferðalagið tók þá um 2 sólarhringa. WOW sendi farþegum tölvupóst í gærkvöldi þar sem flugfélagið gerði grein fyrir sinni sýn á málið og bendir á að farangurkerrurnar sem skemmdu þotuna hafi ekki verið á þeirra vegum. Starfsmenn WOW hafi því ekki haft umsjón með kerrunum og gátu þannig ekki, að sögn flugfélagsins, komið í veg fyrir tjónið sem varð á hreyfli vélarinnar við áreksturinn. „Kerrurnar klesstu á flugvélina vegna þess að þær voru skyldar eftir eftirlitslausar á flugvellinum. Ekki var staðið nógu vel að frágangi þeirra með hliðsjón af þeim öryggiskröfum sem almennt eru gerðar til starfsmanna á þessu sviði,“ segir í tölvupóstinum.Sjá einnig: „Þeir sem voru með frekju og læti fengu að fara heim“Að mati WOW air er þetta atvik sem að flugrekendur megi ekki búast við og geti heldur ekki komið í veg fyrir. „Er því um óviðráðanlegar aðstæður að ræða í skilningi 3. mgr. 5. gr. reglugerðar EB nr. 261/2004 sem leysir WOW air undan bótaskyldu,“ eins og það er orðað í póstinum. Vísir ræddi við einn þeirra 20 farþega sem flaug í gegnum Minneapolis með WOW, heimferð sem tók um 2 sólarhringa sem fyrr segir. Hann segir að í þeirra hópi séu allir „ansi reiðir“ vegna þessara málalykta og að þeir hyggist fara með málið lengra. Samgöngustofa hafði ekki tök á því að tjá sig um þetta tiltekna mál við Vísi þegar eftir því var leitað.
WOW Air Tengdar fréttir Óvissuástand hjá farþegum WOW Air í Miami Arnar Sveinn Geirsson segist hafa skilning á þeim erfiðleikum sem óhappið á mánudag hafi sett WOW í. Upplýsingagjöf til farþega ytra sé hins vegar fyrir neðan allar hellur. 20. apríl 2017 20:45 „Þeir sem voru með frekju og læti fengu að fara heim“ Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir og fjölskylda voru á meðal þeirra tuttugu sem eftir urðu á Miami í gærkvöldi. Upplýsingafulltrúi WOW Air segir síðustu farþegana fljúga heim frá Boston í kvöld. 21. apríl 2017 10:51 Þota WOW skemmdist og farþegar festust á Miami "Við lentum í því óhappi að farangursvagn frá öðrum þjónustuaðila í Leifsstöð fauk á vél frá okkur og hún var óflughæf á eftir,“ segir Svana Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, um ástæðu þess að ferð flugfélagsins til Miami í Bandaríkjunum á mánudag, og heim daginn eftir féllu niður. 20. apríl 2017 07:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Óvissuástand hjá farþegum WOW Air í Miami Arnar Sveinn Geirsson segist hafa skilning á þeim erfiðleikum sem óhappið á mánudag hafi sett WOW í. Upplýsingagjöf til farþega ytra sé hins vegar fyrir neðan allar hellur. 20. apríl 2017 20:45
„Þeir sem voru með frekju og læti fengu að fara heim“ Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir og fjölskylda voru á meðal þeirra tuttugu sem eftir urðu á Miami í gærkvöldi. Upplýsingafulltrúi WOW Air segir síðustu farþegana fljúga heim frá Boston í kvöld. 21. apríl 2017 10:51
Þota WOW skemmdist og farþegar festust á Miami "Við lentum í því óhappi að farangursvagn frá öðrum þjónustuaðila í Leifsstöð fauk á vél frá okkur og hún var óflughæf á eftir,“ segir Svana Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, um ástæðu þess að ferð flugfélagsins til Miami í Bandaríkjunum á mánudag, og heim daginn eftir féllu niður. 20. apríl 2017 07:00