Sport

Rasismi hjá Red Sox

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Adam Jones í leik með Orioles.
Adam Jones í leik með Orioles. vísir/getty
Forráðamenn hafnaboltaliðsins Boston Red Sox hafa beðið Adam Jones, leikmann Baltimore Orioles, afsökunar á hegðun stuðningsmanna Red Sox í hans garð.

Nokkrir einstaklingar gengu allt of langt á dögunum er þeir kölluðu hann negra og köstuðu líka poka af hnetum í hann.

„Félaginu er óglatt yfir því hvernig þetta fólk hagaði sér,“ segir í yfirlýsingu frá Red Sox.

Meira að segja borgarstjóri Boston, Marty Walsh, blandaði sér í málið og sagði að þessi hegðun endurspeglaði ekki hvernig borgin væri.

Jones sagðist áður hafa lent í kynþáttahöturum á Fenway Park, heimavelli Red Sox, en þetta hefði verið það versta sem hann hefði upplifað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×