Lýsa yfir vantrausti á formann Neytendasamtakanna Birgir Olgeirsson skrifar 19. maí 2017 14:12 Ólafur Arnarson formaður Neytendasamtakanna. Stjórn Neytendasamtakanna samþykkti vantraustsyfirlýsingu á formann samtakanna, Ólaf Arnarson, á síðasta stjórnarfundi sem haldinn var laugardaginn 6. maí síðastliðinn.Greint var fyrst frá málinu á vef DV en Ólafur var kjörinn formaður samtakanna á síðasta þingi þeirra í október síðastliðnum þar sem hann hlaut 129 atkvæði af 232 mögulegum. Félagsfræðiprófessorinn Stefán Hrafn Jónsson, sem situr í stjórn samtakanna, segir við DV að ekki ríki lengur trúnaður með störf Ólafs því hann hafi sett samtökin í þrönga stöðu. Um er að ræða ákvarðanir sem kosta peninga að sögn Stefáns Hrafns, en hann vildi ekki tjá sig frekar um málið í samtali við Vísi. Ólafur Arnarson segir í samtali við Vísi að það sé eðlilegt að tekist sé á um mál innan Neytendasamtakanna. „Þaðan kemur fólk úr öllum áttum og ekki endilega allir sammála um allt. Ég hef lagt áherslu á að ljúka málum innan stjórnarinnar. Stjórnin er kosin á þingi samtakanna og formaðurinn einnig í beinni kosningu. Ég hef engin áform önnur en að gegna formennsku fram í október 2018, þá verður næsta þing.“ Spurður hvort hann geti starfað sem formaður samtakanna án stuðnings stjórnarinnar fram að næsta þingi neytendasamtakanna, sem eru í október 2018, segir hann ekkert því til fyrirstöðu. Vísir reyndi að fá upplýsingar um hvaða ákvarðanir það voru sem Ólafur tók sem lögðust svo illa í stjórnina en enginn var tilbúinn að gefa það upp að svo stöddu, hvorki stjórnarmenn né formaðurinn. Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök og allir sem eru orðnir 18 ára geta orðið félagar og notið fullra félagslegra réttinda. Um 8.200 manns eru í samtökunum og er árgjaldið 5.500 krónur. „Mér finnst mjög miður að menn séu að ræða með neikvæðum hætti um samtökin, af því ég tel þetta vera umræðu með neikvæðum hætti. Ég ætla ekki efnislega að svara því nema það er alrangt að það hafi orðið einhver breyting á stöðu Neytendasamtakanna vegna minna ákvarðana,“ segir Ólafur. Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira
Stjórn Neytendasamtakanna samþykkti vantraustsyfirlýsingu á formann samtakanna, Ólaf Arnarson, á síðasta stjórnarfundi sem haldinn var laugardaginn 6. maí síðastliðinn.Greint var fyrst frá málinu á vef DV en Ólafur var kjörinn formaður samtakanna á síðasta þingi þeirra í október síðastliðnum þar sem hann hlaut 129 atkvæði af 232 mögulegum. Félagsfræðiprófessorinn Stefán Hrafn Jónsson, sem situr í stjórn samtakanna, segir við DV að ekki ríki lengur trúnaður með störf Ólafs því hann hafi sett samtökin í þrönga stöðu. Um er að ræða ákvarðanir sem kosta peninga að sögn Stefáns Hrafns, en hann vildi ekki tjá sig frekar um málið í samtali við Vísi. Ólafur Arnarson segir í samtali við Vísi að það sé eðlilegt að tekist sé á um mál innan Neytendasamtakanna. „Þaðan kemur fólk úr öllum áttum og ekki endilega allir sammála um allt. Ég hef lagt áherslu á að ljúka málum innan stjórnarinnar. Stjórnin er kosin á þingi samtakanna og formaðurinn einnig í beinni kosningu. Ég hef engin áform önnur en að gegna formennsku fram í október 2018, þá verður næsta þing.“ Spurður hvort hann geti starfað sem formaður samtakanna án stuðnings stjórnarinnar fram að næsta þingi neytendasamtakanna, sem eru í október 2018, segir hann ekkert því til fyrirstöðu. Vísir reyndi að fá upplýsingar um hvaða ákvarðanir það voru sem Ólafur tók sem lögðust svo illa í stjórnina en enginn var tilbúinn að gefa það upp að svo stöddu, hvorki stjórnarmenn né formaðurinn. Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök og allir sem eru orðnir 18 ára geta orðið félagar og notið fullra félagslegra réttinda. Um 8.200 manns eru í samtökunum og er árgjaldið 5.500 krónur. „Mér finnst mjög miður að menn séu að ræða með neikvæðum hætti um samtökin, af því ég tel þetta vera umræðu með neikvæðum hætti. Ég ætla ekki efnislega að svara því nema það er alrangt að það hafi orðið einhver breyting á stöðu Neytendasamtakanna vegna minna ákvarðana,“ segir Ólafur.
Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira