Tölvuleikir skáka tónlistinni Björn Berg Gunnarsson skrifar 19. maí 2017 12:00 Tekjur af sölu miða á kvikmyndina Avatar náðu milljarði dollara á einungis 17 dögum um jólahátíðina 2009. Stórmyndin The Avengers náði því marki á 19 dögum. Milljarðinum var náð þremur dögum eftir útgáfu tölvuleiksins Grand Theft Auto V.Í örum vexti Vöxtur tölvuleikjaiðnaðarins hefur verið mun meiri undanfarin ár en í heimi kvikmynda, ritverka og tónlistar. Skv. spá PWC fram til ársins 2020 heldur þessi þróun áfram, en nú þegar skapa tölvuleikir talsvert meiri tekjur en allur tónlistariðnaðurinn og kvikmyndahús samanlagt. Þetta kann að koma á óvart þar sem lítið er fjallað um leiki í fjölmiðlum en hvaðan koma allir þessir fjármunir?Ólík þróun tónlistar og leikja Tekjur tónlistariðnaðarins hafa dregist saman ár frá ári samhliða vexti stafrænnar dreifingar og eðlilega hafa tónlistarfólk og útgefendur af því miklar áhyggjur. Óumflýjanlegt er að framtíð tónlistar sé stafræn en Spotify, YouTube, Apple Music og fleirum gengur illa að skapa ásættanlegar tekjur. Við virðumst ekki vilja greiða jafn mikið og áður fyrir tónlist. Þetta er ekki vandamál í tölvuleikjaiðnaðinum. Niðurhal, áskriftir og öpp hafa aukið tekjur iðnaðarins til muna og tekjumöguleikar útgefenda eru fleiri en áður. Fleiri en 20 milljónir áskrifenda greiða fyrir aðgang að PlayStation Plus þjónustu Sony, en auk þess fyrir staka leiki sem hlaðið er niður stafrænt. Tekjur tölvuleikjaþjónustunnar Steam nema um 3,5 milljörðum dollara, tvöfalt meiru en stafrænt streymi tónlistar skilar á heimsvísu. Raunar nær öll útgáfa tónlistar rétt sambærilegum tekjum og fást af tölvuleikjum í snjalltækjum, sem þó er einungis fjórðungur tölvuleikjaiðnaðarins. Auglýsendur hafa áttað sig á þessum spennandi markaði og eyða nú um 70% hærri upphæðum í að koma vörumerkjum sínum á framfæri í tölvuleikjum en fyrir fimm árum síðan.Tökum leikina alvarlega Það skiptir í raun litlu máli hvort okkur finnst tölvuleikir kjánalegir og hvaða skoðun við höfum á þeim sem eyða í þá miklu fjármagni eða lifa jafnvel á að keppa á stórmótum. Þetta er mun stærri iðnaður en flestir gera sér grein fyrir og það er löngu tímabært að hann sé tekinn alvarlega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Sjá meira
Tekjur af sölu miða á kvikmyndina Avatar náðu milljarði dollara á einungis 17 dögum um jólahátíðina 2009. Stórmyndin The Avengers náði því marki á 19 dögum. Milljarðinum var náð þremur dögum eftir útgáfu tölvuleiksins Grand Theft Auto V.Í örum vexti Vöxtur tölvuleikjaiðnaðarins hefur verið mun meiri undanfarin ár en í heimi kvikmynda, ritverka og tónlistar. Skv. spá PWC fram til ársins 2020 heldur þessi þróun áfram, en nú þegar skapa tölvuleikir talsvert meiri tekjur en allur tónlistariðnaðurinn og kvikmyndahús samanlagt. Þetta kann að koma á óvart þar sem lítið er fjallað um leiki í fjölmiðlum en hvaðan koma allir þessir fjármunir?Ólík þróun tónlistar og leikja Tekjur tónlistariðnaðarins hafa dregist saman ár frá ári samhliða vexti stafrænnar dreifingar og eðlilega hafa tónlistarfólk og útgefendur af því miklar áhyggjur. Óumflýjanlegt er að framtíð tónlistar sé stafræn en Spotify, YouTube, Apple Music og fleirum gengur illa að skapa ásættanlegar tekjur. Við virðumst ekki vilja greiða jafn mikið og áður fyrir tónlist. Þetta er ekki vandamál í tölvuleikjaiðnaðinum. Niðurhal, áskriftir og öpp hafa aukið tekjur iðnaðarins til muna og tekjumöguleikar útgefenda eru fleiri en áður. Fleiri en 20 milljónir áskrifenda greiða fyrir aðgang að PlayStation Plus þjónustu Sony, en auk þess fyrir staka leiki sem hlaðið er niður stafrænt. Tekjur tölvuleikjaþjónustunnar Steam nema um 3,5 milljörðum dollara, tvöfalt meiru en stafrænt streymi tónlistar skilar á heimsvísu. Raunar nær öll útgáfa tónlistar rétt sambærilegum tekjum og fást af tölvuleikjum í snjalltækjum, sem þó er einungis fjórðungur tölvuleikjaiðnaðarins. Auglýsendur hafa áttað sig á þessum spennandi markaði og eyða nú um 70% hærri upphæðum í að koma vörumerkjum sínum á framfæri í tölvuleikjum en fyrir fimm árum síðan.Tökum leikina alvarlega Það skiptir í raun litlu máli hvort okkur finnst tölvuleikir kjánalegir og hvaða skoðun við höfum á þeim sem eyða í þá miklu fjármagni eða lifa jafnvel á að keppa á stórmótum. Þetta er mun stærri iðnaður en flestir gera sér grein fyrir og það er löngu tímabært að hann sé tekinn alvarlega.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun