Erlent

Stuðningur við flokk Macron eykst

Atli Ísleifsson skrifar
Emmanuel Macron tók formlega við embætti Frakklandsforseta 15. maí.
Emmanuel Macron tók formlega við embætti Frakklandsforseta 15. maí. Vísir/afp
Stuðningur við nýjan flokk Emmanuel Macron Frakklandsforseta, La République en Marche, hefur aukist samkvæmt nýrri skoðanakönnun Harris.

Samkvæmt könnuninni mun La République en Marche og stuðningsflokkar hans, fá flest atkvæði í fyrri umferð frönsku þingkosninganna sem fram fara þann 11. júní.

32 prósent af þeim 4.600 sem þátt tóku í könnuninni segjast ætla að kjósa flokk Macron, eða þrjú prósent fleiri en í sambærilegri könnun Harris sem gerð var 11. maí síðastliðinn.

Macron kynnti ríkisstjórn sína í gær. Alls eru 22 ráðherrar í ríkisstjórninni, helmingurinn þeirra konur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×