Loftslagsmál eru orkumál Hörður Arnarson skrifar 18. maí 2017 07:00 Það var einkar ánægjulegt að sjá ríkisstjórnina ýta vinnu við gerð aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum úr vör á dögunum. Stjórnvöld gera sér grein fyrir því að loftslagsmál eru alþjóðlegt verkefni og að við Íslendingar getum ekki setið hjá, án þess að taka ábyrgð á þessu sameiginlega vandamáli allra þjóða heims. Það er einmitt ánægjulegt að við Íslendingar erum í aðstöðu til að gera gott betur en aðrar þjóðir og vera í fararbroddi í loftslagsmálum í veröldinni. Áætlun ríkisstjórnarinnar miðar að því að við getum staðið við skuldbindingar okkar samkvæmt Parísarsamkomulaginu frá 2015, sem var að mínu mati vendipunktur í því hvernig alþjóðasamfélagið fæst við vandann og miðar við að halda hlýnun andrúmsloftsins innan við 2°C, miðað við upphaf iðnbyltingarinnar. Aukum notkun hreinnar orku og minnkum orkunotkun almennt Loftslagsmál eru orkumál, enda koma rúmlega tveir þriðju af losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum frá orkuvinnslu. Yfir 80% af orkunotkun í heiminum eru síðan vegna brennslu jarðefnaeldsneytis, en það þýðir að leiðirnar að markmiði Parísarsamkomulagsins eru fyrst og fremst tvær. Annars vegar er mikilvægt að draga úr vexti orkunotkunar almennt; hins vegar minnka kolefnislosandi orkunýtingu sem mest í heiminum – sér í lagi vegna brennslu kola og olíu. Aukin endurnýjanleg orkuvinnsla er ein árangursríkasta leiðin til að minnka kolefnislosandi orkuvinnslu á heimsvísu. Spá Alþjóðaorkustofnunarinnar um orkunotkun til ársins 2040 gerir enda ráð fyrir tæplega 80% vexti í nýtingu endurnýjanlegrar orku, en á sama tíma er ekki gert ráð fyrir að kolanotkun í heiminum minnki, vegna aukinnar orkunotkunar. Við Íslendingar stöndum í þeim sporum að 85% af orkunotkun okkar eiga sér uppruna í endurnýjanlegum orkuauðlindum. Til okkar er yfirleitt litið sem fyrirmyndar á heimsvísu, enda er ljóst að loftslagsmál væru mun viðráðanlegra vandamál, væri þetta hlutfall svona í öllum heiminum. Með sjálfbærni að leiðarljósi Þessum góða árangri höfum við náð með sjálfbærni að leiðarljósi, þar sem efnahagsáhrif og hagkvæmni hafa verið helsti drifkrafturinn. Við höfum náð að haga málum þannig að með nýtingu endurnýjanlegra orkuauðlinda þurfum við ekki að flytja inn eldsneyti fyrir raforkuframleiðslu og húshitun – óendurnýjanlega orkugjafa sem hafa í för með sér losun á gróðurhúsalofttegundum og aðra mengun. Þegar við horfum á alþjóðasamfélagið kemur í ljós að Evrópa er leiðandi í baráttunni við loftslagsbreytingar í heiminum. Þar hefur verið tekin ákvörðun um að tvískipta verkefninu; annars vegar er um að ræða staðbundin markmið innan Evrópulanda, á ábyrgð stjórnvalda í hverju landi fyrir sig. Hins vegar er hið svokallaða ETS- viðskiptakerfi með losunarheimildir, sem ekki er bundið við landamæri og er á ábyrgð fyrirtækjanna sem losa. Yfir 11.000 fyrirtæki í Evrópu eru þátttakendur í ETS og markmið með kerfinu er að losun minnki um 40% til ársins 2030 miðað við losun árið 1990. ETS-kerfið er hornsteinn í aðgerðum Evrópu í loftslagsmálum. Í því eru skýrir hagrænir hvatar til að draga úr losun með hagkvæmni að leiðarljósi með því að hvetja til framþróunar á sviðum þar sem mestir möguleikar eru á að ná árangri. Kerfið gerir ráð fyrir samdrætti í losun frá starfsemi fyrirtækja sem falla undir ETS-kerfið. Takmarkaður fjöldi losunarheimilda í Evrópu felur í sér að ef losun er aukin á ákveðnum stöðum þarf samdráttur að verða meiri annars staðar á svæðinu. Íslensk fyrirtæki sem nýta endurnýjanlega orku standa vel innan þessa kerfis. Helsti veikleiki ETS-kerfisins felst hins vegar í því að það er bundið við Evrópuálfuna, sem skapar hættu á því að kolefnislosandi starfsemi flytjist til annarra heimshluta, t.a.m. þróunarlanda, sem ekki eru með jafn metnaðarfull markmið og eftirlit í loftslagsmálum. Frumkvæði frá íslensku atvinnulífi Eins og ég vék að í byrjun er aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum fagnaðarefni. Það er þó að mínu viti afar mikilvægt, að íslensk orkufyrirtæki jafnt sem önnur fyrirtæki sýni frumkvæði í því að finna hagkvæmar leiðir og verkefni til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í krafti sérstöðu okkar og sérþekkingar getum við lagt mikið af mörkum, jafnt innanlands sem og á alþjóðlegum vettvangi, í þessu mikilvægasta verkefni samtímans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Arnarson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Sjá meira
Það var einkar ánægjulegt að sjá ríkisstjórnina ýta vinnu við gerð aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum úr vör á dögunum. Stjórnvöld gera sér grein fyrir því að loftslagsmál eru alþjóðlegt verkefni og að við Íslendingar getum ekki setið hjá, án þess að taka ábyrgð á þessu sameiginlega vandamáli allra þjóða heims. Það er einmitt ánægjulegt að við Íslendingar erum í aðstöðu til að gera gott betur en aðrar þjóðir og vera í fararbroddi í loftslagsmálum í veröldinni. Áætlun ríkisstjórnarinnar miðar að því að við getum staðið við skuldbindingar okkar samkvæmt Parísarsamkomulaginu frá 2015, sem var að mínu mati vendipunktur í því hvernig alþjóðasamfélagið fæst við vandann og miðar við að halda hlýnun andrúmsloftsins innan við 2°C, miðað við upphaf iðnbyltingarinnar. Aukum notkun hreinnar orku og minnkum orkunotkun almennt Loftslagsmál eru orkumál, enda koma rúmlega tveir þriðju af losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum frá orkuvinnslu. Yfir 80% af orkunotkun í heiminum eru síðan vegna brennslu jarðefnaeldsneytis, en það þýðir að leiðirnar að markmiði Parísarsamkomulagsins eru fyrst og fremst tvær. Annars vegar er mikilvægt að draga úr vexti orkunotkunar almennt; hins vegar minnka kolefnislosandi orkunýtingu sem mest í heiminum – sér í lagi vegna brennslu kola og olíu. Aukin endurnýjanleg orkuvinnsla er ein árangursríkasta leiðin til að minnka kolefnislosandi orkuvinnslu á heimsvísu. Spá Alþjóðaorkustofnunarinnar um orkunotkun til ársins 2040 gerir enda ráð fyrir tæplega 80% vexti í nýtingu endurnýjanlegrar orku, en á sama tíma er ekki gert ráð fyrir að kolanotkun í heiminum minnki, vegna aukinnar orkunotkunar. Við Íslendingar stöndum í þeim sporum að 85% af orkunotkun okkar eiga sér uppruna í endurnýjanlegum orkuauðlindum. Til okkar er yfirleitt litið sem fyrirmyndar á heimsvísu, enda er ljóst að loftslagsmál væru mun viðráðanlegra vandamál, væri þetta hlutfall svona í öllum heiminum. Með sjálfbærni að leiðarljósi Þessum góða árangri höfum við náð með sjálfbærni að leiðarljósi, þar sem efnahagsáhrif og hagkvæmni hafa verið helsti drifkrafturinn. Við höfum náð að haga málum þannig að með nýtingu endurnýjanlegra orkuauðlinda þurfum við ekki að flytja inn eldsneyti fyrir raforkuframleiðslu og húshitun – óendurnýjanlega orkugjafa sem hafa í för með sér losun á gróðurhúsalofttegundum og aðra mengun. Þegar við horfum á alþjóðasamfélagið kemur í ljós að Evrópa er leiðandi í baráttunni við loftslagsbreytingar í heiminum. Þar hefur verið tekin ákvörðun um að tvískipta verkefninu; annars vegar er um að ræða staðbundin markmið innan Evrópulanda, á ábyrgð stjórnvalda í hverju landi fyrir sig. Hins vegar er hið svokallaða ETS- viðskiptakerfi með losunarheimildir, sem ekki er bundið við landamæri og er á ábyrgð fyrirtækjanna sem losa. Yfir 11.000 fyrirtæki í Evrópu eru þátttakendur í ETS og markmið með kerfinu er að losun minnki um 40% til ársins 2030 miðað við losun árið 1990. ETS-kerfið er hornsteinn í aðgerðum Evrópu í loftslagsmálum. Í því eru skýrir hagrænir hvatar til að draga úr losun með hagkvæmni að leiðarljósi með því að hvetja til framþróunar á sviðum þar sem mestir möguleikar eru á að ná árangri. Kerfið gerir ráð fyrir samdrætti í losun frá starfsemi fyrirtækja sem falla undir ETS-kerfið. Takmarkaður fjöldi losunarheimilda í Evrópu felur í sér að ef losun er aukin á ákveðnum stöðum þarf samdráttur að verða meiri annars staðar á svæðinu. Íslensk fyrirtæki sem nýta endurnýjanlega orku standa vel innan þessa kerfis. Helsti veikleiki ETS-kerfisins felst hins vegar í því að það er bundið við Evrópuálfuna, sem skapar hættu á því að kolefnislosandi starfsemi flytjist til annarra heimshluta, t.a.m. þróunarlanda, sem ekki eru með jafn metnaðarfull markmið og eftirlit í loftslagsmálum. Frumkvæði frá íslensku atvinnulífi Eins og ég vék að í byrjun er aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum fagnaðarefni. Það er þó að mínu viti afar mikilvægt, að íslensk orkufyrirtæki jafnt sem önnur fyrirtæki sýni frumkvæði í því að finna hagkvæmar leiðir og verkefni til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í krafti sérstöðu okkar og sérþekkingar getum við lagt mikið af mörkum, jafnt innanlands sem og á alþjóðlegum vettvangi, í þessu mikilvægasta verkefni samtímans.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun