Macron fundar með Tusk og kynnir ríkisstjórn sína Atli Ísleifsson skrifar 17. maí 2017 10:50 Dagskráin er þétt skipuð hjá Emmanuel Macron Frakklandsforseta fyrstu daga hans í embætti. Vísir/AFP Dagskráin er þétt skipuð hjá Emmanuel Macron Frakklandsforseta í dag þar sem hann mun meðal annars kynna ríkisstjórn sína og eiga fund með Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Upphaflega stóð til að þeir Macron og Tusk myndu hittast í hádeginu en ákveðið var að breyta dagskránni á þann veg að þeir munu eiga kvöldverðarfund í París klukkan 20 að staðartíma. Macron hefur talað hlýlega um Evrópusamvinnuna og Evrópusambandið en lagt áherslu á að nauðsynlegt sé að gera breytingar á sambandinu. Macron fundaði með Angelu Merkel Þýskalandskanslara í Berlín á mánudag þar sem þau opnuðu bæði á þann möguleika að gera breytingar á Lissabon-sáttmálanum.Fjármál nýrra ráðherra til skoðunar Ný ríkisstjórn verður kynnt í París klukkan 13 að íslenskum tíma. Upphaflega stóð til að ráðherrarnir fimmtán yrðu kynntir til sögunnar í gær en því var frestað um einn dag. Var sú skýring gefin að verið væri að fara yfir einkafjármál ráðherranna einu sinni enn til að koma í veg fyrir möguleg hneykslismál. Fyrr í vikunni var tilkynnt að hægrimaðurinn og Repúblikaninn Édouard Philippe, borgarstjóri í Le Havre, yrði forsætisráðherra nýrrar stjórnar. Franskir fjölmiðlar hafa rætt um að líkur séu á að sósíalistinn og fráfarandi varnarmálaráðherra, Jean-Yves Le Drian, muni áfram eiga sæti í ríkisstjórninni. Le Drian átti fund með Philippe í gær og var fyrstur manna í fráfarandi ríkisstjórn til að lýsa yfir stuðningi við Macron í kosningabaráttunni.Lagarde? Hulot? Royal? Í frétt Aftonbladet segir að orðrómur sé á kreiki um að sjónvarpsfréttamaðurinn Nicolas Hulot kunni að verða ráðherra umhverfismála í nýrri ríkisstjórn. Hulot sóttist eftir að verða forsetaefni Græningja fyrir kosningarnar 2012 en laut þá í lægra handi fyrir Evu Joly. Önnur nöfn sem hafa verið nefnd til sögunnar sem mögulegir ráðherrar eru sósíalistinn Ségolène Royal, fráfarandi umhverfisráðherra, Christine Lagarde, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, og Evrópuþingmaðurinn Sylvie Goulard. Fyrsti ríkisstjórnarfundurinn er fyrirhugaður á morgun en á föstudag er búist við að Macron haldi til Mali til fundar við franska hermenn sem þar eru. Á fimmtudaginn í næstu viku mun Macron svo fara á leiðtogafund NATO-ríkja í Brussel þar sem hann mun meðal annars eiga tvíhliða fund með Donald Trump Bandaríkjaforseta. Þingkosningar fara fram í Frakklandi 11. og 18. júní. Frakkland Tengdar fréttir Macron nýr forseti Frakklands Emmanuel Macron var í dag settur í embætti Frakklandsforseta í Elysée-höllinni í París. 14. maí 2017 11:35 Édouard Philippe nýr forsætisráðherra Frakklands Édouard Philippe hefur gegnt embætti borgarstjóra Le Havre frá árinu 2010. 15. maí 2017 13:00 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Dagskráin er þétt skipuð hjá Emmanuel Macron Frakklandsforseta í dag þar sem hann mun meðal annars kynna ríkisstjórn sína og eiga fund með Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Upphaflega stóð til að þeir Macron og Tusk myndu hittast í hádeginu en ákveðið var að breyta dagskránni á þann veg að þeir munu eiga kvöldverðarfund í París klukkan 20 að staðartíma. Macron hefur talað hlýlega um Evrópusamvinnuna og Evrópusambandið en lagt áherslu á að nauðsynlegt sé að gera breytingar á sambandinu. Macron fundaði með Angelu Merkel Þýskalandskanslara í Berlín á mánudag þar sem þau opnuðu bæði á þann möguleika að gera breytingar á Lissabon-sáttmálanum.Fjármál nýrra ráðherra til skoðunar Ný ríkisstjórn verður kynnt í París klukkan 13 að íslenskum tíma. Upphaflega stóð til að ráðherrarnir fimmtán yrðu kynntir til sögunnar í gær en því var frestað um einn dag. Var sú skýring gefin að verið væri að fara yfir einkafjármál ráðherranna einu sinni enn til að koma í veg fyrir möguleg hneykslismál. Fyrr í vikunni var tilkynnt að hægrimaðurinn og Repúblikaninn Édouard Philippe, borgarstjóri í Le Havre, yrði forsætisráðherra nýrrar stjórnar. Franskir fjölmiðlar hafa rætt um að líkur séu á að sósíalistinn og fráfarandi varnarmálaráðherra, Jean-Yves Le Drian, muni áfram eiga sæti í ríkisstjórninni. Le Drian átti fund með Philippe í gær og var fyrstur manna í fráfarandi ríkisstjórn til að lýsa yfir stuðningi við Macron í kosningabaráttunni.Lagarde? Hulot? Royal? Í frétt Aftonbladet segir að orðrómur sé á kreiki um að sjónvarpsfréttamaðurinn Nicolas Hulot kunni að verða ráðherra umhverfismála í nýrri ríkisstjórn. Hulot sóttist eftir að verða forsetaefni Græningja fyrir kosningarnar 2012 en laut þá í lægra handi fyrir Evu Joly. Önnur nöfn sem hafa verið nefnd til sögunnar sem mögulegir ráðherrar eru sósíalistinn Ségolène Royal, fráfarandi umhverfisráðherra, Christine Lagarde, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, og Evrópuþingmaðurinn Sylvie Goulard. Fyrsti ríkisstjórnarfundurinn er fyrirhugaður á morgun en á föstudag er búist við að Macron haldi til Mali til fundar við franska hermenn sem þar eru. Á fimmtudaginn í næstu viku mun Macron svo fara á leiðtogafund NATO-ríkja í Brussel þar sem hann mun meðal annars eiga tvíhliða fund með Donald Trump Bandaríkjaforseta. Þingkosningar fara fram í Frakklandi 11. og 18. júní.
Frakkland Tengdar fréttir Macron nýr forseti Frakklands Emmanuel Macron var í dag settur í embætti Frakklandsforseta í Elysée-höllinni í París. 14. maí 2017 11:35 Édouard Philippe nýr forsætisráðherra Frakklands Édouard Philippe hefur gegnt embætti borgarstjóra Le Havre frá árinu 2010. 15. maí 2017 13:00 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Macron nýr forseti Frakklands Emmanuel Macron var í dag settur í embætti Frakklandsforseta í Elysée-höllinni í París. 14. maí 2017 11:35
Édouard Philippe nýr forsætisráðherra Frakklands Édouard Philippe hefur gegnt embætti borgarstjóra Le Havre frá árinu 2010. 15. maí 2017 13:00