Ekki enn vitað hverjir eiga smituðu tölvurnar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. maí 2017 07:00 Þrjótarnir krefjast þess að eigandi tölvunnar greiði andvirði 30 þúsunda íslenskra króna í lausnargjald. Upphæðin tvöfaldast sé hún ekki greidd innan tveggja daga. Ekki er vitað til þess að Íslendingur hafi greitt gjaldið. vísir/epa Grunur leikur á að tíu íslenskar tölvur hafi lent í gagnagíslatöku á síðustu dögum en það hefur enn ekki verið staðfest. Ekki liggur fyrir hvort um sé að ræða tölvur í eigu einstaklinga, fyrirtækja eða opinberra stofnana. „Við erum að fá betri mynd af þessum vírus og hvernig hann hegðar sér og breytist frá stund til stundar. Það er talsvert breytt hegðun nú frá því að hann var fyrst sendur af stað,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. Að sögn Hrafnkels fólst breytingin í því að áður fletti veiran upp ákveðnu veffangi og ef það var óskráð þá dreifði hann sér á fullu. Ef það var hins vegar skráð hætti hann að dreifa sér. Menn brugðust við með því að skrá vefföng en hönnuðir veirunnar svöruðu með því að laga þennan galla.Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar.VÍSIR/VILHELM „Þetta sýnir bara hve ofboðslega staðfastur brotavilji er fyrir hendi hjá þessum glæponum,“ segir Hrafnkell. Þrátt fyrir að grunur sé uppi hjá Póst- og fjarskiptastofnun um að veiran hafi náð hingað til lands getur stofnunin ekki séð nákvæmlega hvar hún lét á sér kræla. „Við sjáum hjá okkur að ákveðnar IP-tölur hegða sér undarlega en við vitum ekki hver er með hvaða IP-tölu. Til þess þyrftum við dómsúrskurð. Við getum hins vegar afhent viðeigandi þjónustuaðila töluna og hann getur þá kannað málið nánar og gert viðskiptavininum viðvart,“ segir Hrafnkell. Guðfinnur Sigurvinsson, verkefnastjóri samskiptamála hjá Vodafone, segir að enn sem komið er kannist enginn við slíkt hjá Vodafone. „Ef slíkt mál kemur upp þá fer í gang ferli til að gera viðskiptavininum viðvart. Ef um er að ræða fyrirtæki þá fer það í gegnum viðskiptastýringuna en einstaklingar fá upplýsingar frá þjónustuverinu.“ „Síminn er í góðu samstarfi við netöryggissveit yfirvalda sem mun örugglega gefa okkur nánari upplýsingar um málið ef hún telur það þess eðlis,“ segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans.Vírusinn á upptök sín í Bandaríkjunum Samkvæmt tölum frá Europol hafa yfir 200 þúsund tölvur frá 150 löndum verið teknar yfir. Flest bendir til þess að gagnagíslatökuveiran eigi rætur að rekja til gagnaleka WikiLeaks í síðasta mánuði. Þar var skjölum frá Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) lekið en þar var að finna kóða og forrit til að njósna um eða taka yfir tölvur. Talið er að þrjótarnir hafi nýtt sér þessa kóða og átt við þá til að hægt sé að nýta þá á þennan hátt. „Tölvuveirur þróast með eða án hjálpar bandarískra stjórnvalda. Þau eru heldur ekki eina landið sem býr til slík tól,“ segir Hrafnkell. Aðspurður um hvort það væri ekki ákjósanlegra að ríki heimsins sameinuðust í baráttunni gegn slíkum forritum, í stað þess að herja hvert á annað, segir Hrafnkell að „það sé margt í heimsbyggðinni sem mætti betur fara“. Tölvuárásir Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Svona á að bregðast við tölvuárás Póst og fjarskiptastofnun hefur gefið út tilkynningu vegna tölvuárásanna. 14. maí 2017 17:00 Forstjóri Póst-og fjarskiptastofnunar: Gagnagíslatökur komnar til að vera Póst-og fjarskiptastofnun hefur enn sem komið er ekki staðfest veirusmit í neinni tölvu hérlendis að sögn Hrafnkels V. Gíslasonar, forstjóra stofnunarinnar. Gagnagíslatökur séu hins vegar komnar til að vera og fólk þurfi að hafa varann á. 15. maí 2017 09:00 Alls óvíst að greiðsla tryggi að fólk fái gögnin sín til baka Sérfræðingar óttast frekari tölvuárásir í dag, en árásirnar hófust á föstudag og hafa náð til 200 þúsund tölva í að minnsta kosti 150 löndum. 15. maí 2017 07:00 WannaCry: Vírusar sem virka Öryggissérfræðingar vinna nú hörðum höndum að því að reyna að finna sökudólgana í tölvuárásinni sem læsti hundruðum þúsunda tölva um helgina. 15. maí 2017 12:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira
Grunur leikur á að tíu íslenskar tölvur hafi lent í gagnagíslatöku á síðustu dögum en það hefur enn ekki verið staðfest. Ekki liggur fyrir hvort um sé að ræða tölvur í eigu einstaklinga, fyrirtækja eða opinberra stofnana. „Við erum að fá betri mynd af þessum vírus og hvernig hann hegðar sér og breytist frá stund til stundar. Það er talsvert breytt hegðun nú frá því að hann var fyrst sendur af stað,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. Að sögn Hrafnkels fólst breytingin í því að áður fletti veiran upp ákveðnu veffangi og ef það var óskráð þá dreifði hann sér á fullu. Ef það var hins vegar skráð hætti hann að dreifa sér. Menn brugðust við með því að skrá vefföng en hönnuðir veirunnar svöruðu með því að laga þennan galla.Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar.VÍSIR/VILHELM „Þetta sýnir bara hve ofboðslega staðfastur brotavilji er fyrir hendi hjá þessum glæponum,“ segir Hrafnkell. Þrátt fyrir að grunur sé uppi hjá Póst- og fjarskiptastofnun um að veiran hafi náð hingað til lands getur stofnunin ekki séð nákvæmlega hvar hún lét á sér kræla. „Við sjáum hjá okkur að ákveðnar IP-tölur hegða sér undarlega en við vitum ekki hver er með hvaða IP-tölu. Til þess þyrftum við dómsúrskurð. Við getum hins vegar afhent viðeigandi þjónustuaðila töluna og hann getur þá kannað málið nánar og gert viðskiptavininum viðvart,“ segir Hrafnkell. Guðfinnur Sigurvinsson, verkefnastjóri samskiptamála hjá Vodafone, segir að enn sem komið er kannist enginn við slíkt hjá Vodafone. „Ef slíkt mál kemur upp þá fer í gang ferli til að gera viðskiptavininum viðvart. Ef um er að ræða fyrirtæki þá fer það í gegnum viðskiptastýringuna en einstaklingar fá upplýsingar frá þjónustuverinu.“ „Síminn er í góðu samstarfi við netöryggissveit yfirvalda sem mun örugglega gefa okkur nánari upplýsingar um málið ef hún telur það þess eðlis,“ segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans.Vírusinn á upptök sín í Bandaríkjunum Samkvæmt tölum frá Europol hafa yfir 200 þúsund tölvur frá 150 löndum verið teknar yfir. Flest bendir til þess að gagnagíslatökuveiran eigi rætur að rekja til gagnaleka WikiLeaks í síðasta mánuði. Þar var skjölum frá Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) lekið en þar var að finna kóða og forrit til að njósna um eða taka yfir tölvur. Talið er að þrjótarnir hafi nýtt sér þessa kóða og átt við þá til að hægt sé að nýta þá á þennan hátt. „Tölvuveirur þróast með eða án hjálpar bandarískra stjórnvalda. Þau eru heldur ekki eina landið sem býr til slík tól,“ segir Hrafnkell. Aðspurður um hvort það væri ekki ákjósanlegra að ríki heimsins sameinuðust í baráttunni gegn slíkum forritum, í stað þess að herja hvert á annað, segir Hrafnkell að „það sé margt í heimsbyggðinni sem mætti betur fara“.
Tölvuárásir Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Svona á að bregðast við tölvuárás Póst og fjarskiptastofnun hefur gefið út tilkynningu vegna tölvuárásanna. 14. maí 2017 17:00 Forstjóri Póst-og fjarskiptastofnunar: Gagnagíslatökur komnar til að vera Póst-og fjarskiptastofnun hefur enn sem komið er ekki staðfest veirusmit í neinni tölvu hérlendis að sögn Hrafnkels V. Gíslasonar, forstjóra stofnunarinnar. Gagnagíslatökur séu hins vegar komnar til að vera og fólk þurfi að hafa varann á. 15. maí 2017 09:00 Alls óvíst að greiðsla tryggi að fólk fái gögnin sín til baka Sérfræðingar óttast frekari tölvuárásir í dag, en árásirnar hófust á föstudag og hafa náð til 200 þúsund tölva í að minnsta kosti 150 löndum. 15. maí 2017 07:00 WannaCry: Vírusar sem virka Öryggissérfræðingar vinna nú hörðum höndum að því að reyna að finna sökudólgana í tölvuárásinni sem læsti hundruðum þúsunda tölva um helgina. 15. maí 2017 12:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira
Svona á að bregðast við tölvuárás Póst og fjarskiptastofnun hefur gefið út tilkynningu vegna tölvuárásanna. 14. maí 2017 17:00
Forstjóri Póst-og fjarskiptastofnunar: Gagnagíslatökur komnar til að vera Póst-og fjarskiptastofnun hefur enn sem komið er ekki staðfest veirusmit í neinni tölvu hérlendis að sögn Hrafnkels V. Gíslasonar, forstjóra stofnunarinnar. Gagnagíslatökur séu hins vegar komnar til að vera og fólk þurfi að hafa varann á. 15. maí 2017 09:00
Alls óvíst að greiðsla tryggi að fólk fái gögnin sín til baka Sérfræðingar óttast frekari tölvuárásir í dag, en árásirnar hófust á föstudag og hafa náð til 200 þúsund tölva í að minnsta kosti 150 löndum. 15. maí 2017 07:00
WannaCry: Vírusar sem virka Öryggissérfræðingar vinna nú hörðum höndum að því að reyna að finna sökudólgana í tölvuárásinni sem læsti hundruðum þúsunda tölva um helgina. 15. maí 2017 12:30