Hin fötluðu og kerfið Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 15. maí 2017 10:10 Samkvæmt lögum eiga allir að hafa sömu tækifæri til menntunar. Börn og ungmenni til 18 ára aldurs skulu geta sótt nám við hæfi. En er það svo? Stutta svarið er NEI. Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðuþjóðanna eiga öll börn rétt á menntun. Samkvæmt sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks eiga öll börn og ungmenni með raskanir rétt á menntun. Samkvæmt íslenskum stjórnvöldum er svarið: sumir og stundum. Dæmi um veruleikanna í íslensku samfélagi. Nýlega kom fram í samantekt frá Reykjavíkurborg að skráð væru yfir 100 grunnskólabörn sem ekki virðast vera í viðunandi námsumhverfi þar sem illa næst að halda utan um þeirra vegferð – við sem þekkjum til þessa hóps vitum hve alvarleg staða það er fyrir alla ekki síst þessa einstaklinga. Hvert liggur þeirra leið þegar illa gengur? Á ráðstefnu Greiningar- og ráðgjafastöðvar ríkisin nýverið þar sem m.a. var fjallað um réttindi barna og ungmenna með frávik til náms, kom m.a. fram að verið er að skera niður fjárframlög til námstilboða sem þessi ungmenni hafa átt möguleika á að sækja. Í öllum uppgangnum sér ríkið sér ekki fært að verja það sem fyrir er. Eða réttara sagt ráðuneytið sem málið heyrir undir. Það er nefnilega þannig að kostnaður við skert lífsgæði kemur þá bara fram í aukinni þjónustu á öðrum sviðum ríkisins. En það káfar ekki upp á einstakt ráðuneyti að hugsa heildrænt – ekki enn að minnsta kosti. Hópur ungmenna á grunn- og framhaldsskólaaldri utan menntakerfis sem er að glíma við fjölþættan vanda er ekki úthlutað námstilboði við hæfi á ári hverju. Það er hópur ungmenna á framhaldsskólaaldri utan menntakerfis sem nýtur velvildar einstaklingsframtaksins sem hefur upp á sitt eigið einsdæmi opnað dyr fyrir ungmenni með fjölþættan vanda sem kerfið virðist ekki eiga svör við um hvernig megi mæta innan menntakerfisins. Bjargirnar eru engar vegna þess að bjargirnar eru of dýrar fyrir málaflokkinn menntun. Ábyrgð ríkisins er mikil en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum kemst ríkið upp með að sinna ekki þeirri skyldu sinni að veita öllum börnum og ungmennum námstækifæri upp að 18 ára aldri. Hver á að kvarta? Hvar á að banka upp á? Hópurinn sem um ræðir er einmitt hópurinn sem hefur hvað veikasta stuðningnetið, oftar en ekki er stuðningsnetið kerfið sjálft því stuðningur heimafyrir er í mörgum tilvikum ekki til staðar. Hversu óábyrgt er það af kerfinu að standa ekki við skyldur sínar gagnvart þessum hópi? Stutta svarið er að það er grafalvarlegt ábyrgðarleysi. Það er löngu tímabært að kerfið fari að vinna sem einn maður, eitt kerfi en ekki mörg að málefnum þeirra barna og ungmenna með frávik sem af einhverjum ástæðum geta ekki nýtt sér almenn námstilboð. Það að kerfið geti vísað ábyrgð á milli sín innan kerfis er lamandi fyrir alla sem að einstaklingnum standa. Það er nefnilega svo að öll börn og ungmenni hafa vilja og löngun til frekari þroska, að fá tækifæri til þess að efla sig á eigin forsendum og öðlast aukna færni til að takast á við líf sitt eins og við öll. Tækifærin til náms - sómi samfélagsins. Sara Dögg Svanhildardóttir Skólamanneskja Situr í stjórn Einhverfusamtakanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Samkvæmt lögum eiga allir að hafa sömu tækifæri til menntunar. Börn og ungmenni til 18 ára aldurs skulu geta sótt nám við hæfi. En er það svo? Stutta svarið er NEI. Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðuþjóðanna eiga öll börn rétt á menntun. Samkvæmt sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks eiga öll börn og ungmenni með raskanir rétt á menntun. Samkvæmt íslenskum stjórnvöldum er svarið: sumir og stundum. Dæmi um veruleikanna í íslensku samfélagi. Nýlega kom fram í samantekt frá Reykjavíkurborg að skráð væru yfir 100 grunnskólabörn sem ekki virðast vera í viðunandi námsumhverfi þar sem illa næst að halda utan um þeirra vegferð – við sem þekkjum til þessa hóps vitum hve alvarleg staða það er fyrir alla ekki síst þessa einstaklinga. Hvert liggur þeirra leið þegar illa gengur? Á ráðstefnu Greiningar- og ráðgjafastöðvar ríkisin nýverið þar sem m.a. var fjallað um réttindi barna og ungmenna með frávik til náms, kom m.a. fram að verið er að skera niður fjárframlög til námstilboða sem þessi ungmenni hafa átt möguleika á að sækja. Í öllum uppgangnum sér ríkið sér ekki fært að verja það sem fyrir er. Eða réttara sagt ráðuneytið sem málið heyrir undir. Það er nefnilega þannig að kostnaður við skert lífsgæði kemur þá bara fram í aukinni þjónustu á öðrum sviðum ríkisins. En það káfar ekki upp á einstakt ráðuneyti að hugsa heildrænt – ekki enn að minnsta kosti. Hópur ungmenna á grunn- og framhaldsskólaaldri utan menntakerfis sem er að glíma við fjölþættan vanda er ekki úthlutað námstilboði við hæfi á ári hverju. Það er hópur ungmenna á framhaldsskólaaldri utan menntakerfis sem nýtur velvildar einstaklingsframtaksins sem hefur upp á sitt eigið einsdæmi opnað dyr fyrir ungmenni með fjölþættan vanda sem kerfið virðist ekki eiga svör við um hvernig megi mæta innan menntakerfisins. Bjargirnar eru engar vegna þess að bjargirnar eru of dýrar fyrir málaflokkinn menntun. Ábyrgð ríkisins er mikil en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum kemst ríkið upp með að sinna ekki þeirri skyldu sinni að veita öllum börnum og ungmennum námstækifæri upp að 18 ára aldri. Hver á að kvarta? Hvar á að banka upp á? Hópurinn sem um ræðir er einmitt hópurinn sem hefur hvað veikasta stuðningnetið, oftar en ekki er stuðningsnetið kerfið sjálft því stuðningur heimafyrir er í mörgum tilvikum ekki til staðar. Hversu óábyrgt er það af kerfinu að standa ekki við skyldur sínar gagnvart þessum hópi? Stutta svarið er að það er grafalvarlegt ábyrgðarleysi. Það er löngu tímabært að kerfið fari að vinna sem einn maður, eitt kerfi en ekki mörg að málefnum þeirra barna og ungmenna með frávik sem af einhverjum ástæðum geta ekki nýtt sér almenn námstilboð. Það að kerfið geti vísað ábyrgð á milli sín innan kerfis er lamandi fyrir alla sem að einstaklingnum standa. Það er nefnilega svo að öll börn og ungmenni hafa vilja og löngun til frekari þroska, að fá tækifæri til þess að efla sig á eigin forsendum og öðlast aukna færni til að takast á við líf sitt eins og við öll. Tækifærin til náms - sómi samfélagsins. Sara Dögg Svanhildardóttir Skólamanneskja Situr í stjórn Einhverfusamtakanna
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun