Alls óvíst að greiðsla tryggi að fólk fái gögnin sín til baka Sæunn Gísladóttir skrifar 15. maí 2017 07:00 „Það er alltaf gott að vera með uppfærða vél og uppfærðan hugbúnað vegna þess að þegar gallar finnast, eins og sá sem er verið að nýta núna, er í mörgum tilvikum búið að gefa út uppfærslur fyrir þeim göllum,“ segir Jón Kristinn Ragnarsson, öryggisstjóri hjá Þekkingu. Töluvárásir áttu sér stað á föstudaginn víðsvegar um heim og var hugbúnaður notaður til þess að taka þúsundir tölva í gíslingu. Um er að ræða gagnagíslatökuárásir (e. ransomware). „Þetta er að dreifast með svindlpóstum. Það er verið að reyna að fá þig til að smella á hlekki. Svona póstar eru alltaf að verða betri og betri. Þeir eru að komast oftar framhjá þessum venjulegu vörnum,“ segir Jón Kristinn.Jón Kristinn Ragnarsson, öryggisstjóri hjá þekkingu.„Við erum farin að treysta mjög mikið á það að notandinn smelli ekki á hlekkinn, þess vegna skiptir máli að fólk sé meðvitað um það. Allir starfsmenn eru hluti af vörn fyrirtækisins.“ Margir óttast nú frekari árásir á morgun en Rob Wainwright, yfirmaður Europol, segir að árásin hafi náð til 200 þúsund tölva í að minnsta kosti 150 löndum. Lögreglunni hefur ekki borist tilkynning um tilfelli hér á landi. Jón Kristinn segir að engin ástæða sé til að halda að þetta hafi ekki áhrif hérlendis. „Við erum að nota sama búnað og alls staðar úti um allan heim.“ Tölvuþrjótarnir læsa nú gögnum fólks og krefjast greiðslu í staðinn. Jón Kristinn segir ekki eftirsóknarvert að borga. „Það er engin trygging fyrir því að þú fáir gögnin. Það skiptir máli fyrir alla að afrita gögnin sín og vera viss um að þau virki.“ Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir það vera að skýrast hvernig tölvuárásirnar virki tæknilega og hvað sé hægt að gera. Hann segir eina tilkynningu hafa komið frá manni í gær sem óttaðist að árásin hefði komið upp hjá sér hérlendis. „Það verður skoðað. Við teljum að það sé hugsanlegt,“ segir Hrafnkell. „Þetta er ekki nýtt. Það eru búnar að vera stanslausar árásir í marga mánuði eða misseri. Það sem aðgreinir þetta er hvernig smitleiðin er því hún er miklu virkari þannig að umfangið verður miklu meira.“ Hann tekur undir með Jóni Kristni að við séum líklega ekki stikkfrí á Íslandi. Hann segir brýnt að fólk hérlendis setji inn öryggisleiðréttingu sem stofnunin hefur mælt með. „Það sem er sérstakt við þennan vírus og aðgreinir hann frá öðrum er að hann er með tvöfalda virkni, þá kemur það sem við köllum tölvuorm, vírusinn dreifir sér innan staðarnetsins sem reynir á tiltekinn veikleika. Ef ekki er búið að setja inn þessa öryggisleiðréttingu sem við erum að benda á að þurfi nauðsynlegar að gera getur hann tekið yfir heilt staðarnet og allar tölvurnar í því.“ Tölvuárásir Birtist í Fréttablaðinu Tækni Tengdar fréttir Svona á að bregðast við tölvuárás Póst og fjarskiptastofnun hefur gefið út tilkynningu vegna tölvuárásanna. 14. maí 2017 17:00 Ólíklegt að Ísland sleppi við netárásirnar Tölvuárásin sem hófst á föstudag hefur náð til tvö hundruð þúsund tölva í hundrað og fimmtíu löndum. 14. maí 2017 13:30 Þetta vitum við um alþjóðlegu tölvuárásina Sérstakur hugbúnaður tók þúsundir tölva í 99 löndum í gíslingu í gær. 13. maí 2017 10:22 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
„Það er alltaf gott að vera með uppfærða vél og uppfærðan hugbúnað vegna þess að þegar gallar finnast, eins og sá sem er verið að nýta núna, er í mörgum tilvikum búið að gefa út uppfærslur fyrir þeim göllum,“ segir Jón Kristinn Ragnarsson, öryggisstjóri hjá Þekkingu. Töluvárásir áttu sér stað á föstudaginn víðsvegar um heim og var hugbúnaður notaður til þess að taka þúsundir tölva í gíslingu. Um er að ræða gagnagíslatökuárásir (e. ransomware). „Þetta er að dreifast með svindlpóstum. Það er verið að reyna að fá þig til að smella á hlekki. Svona póstar eru alltaf að verða betri og betri. Þeir eru að komast oftar framhjá þessum venjulegu vörnum,“ segir Jón Kristinn.Jón Kristinn Ragnarsson, öryggisstjóri hjá þekkingu.„Við erum farin að treysta mjög mikið á það að notandinn smelli ekki á hlekkinn, þess vegna skiptir máli að fólk sé meðvitað um það. Allir starfsmenn eru hluti af vörn fyrirtækisins.“ Margir óttast nú frekari árásir á morgun en Rob Wainwright, yfirmaður Europol, segir að árásin hafi náð til 200 þúsund tölva í að minnsta kosti 150 löndum. Lögreglunni hefur ekki borist tilkynning um tilfelli hér á landi. Jón Kristinn segir að engin ástæða sé til að halda að þetta hafi ekki áhrif hérlendis. „Við erum að nota sama búnað og alls staðar úti um allan heim.“ Tölvuþrjótarnir læsa nú gögnum fólks og krefjast greiðslu í staðinn. Jón Kristinn segir ekki eftirsóknarvert að borga. „Það er engin trygging fyrir því að þú fáir gögnin. Það skiptir máli fyrir alla að afrita gögnin sín og vera viss um að þau virki.“ Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir það vera að skýrast hvernig tölvuárásirnar virki tæknilega og hvað sé hægt að gera. Hann segir eina tilkynningu hafa komið frá manni í gær sem óttaðist að árásin hefði komið upp hjá sér hérlendis. „Það verður skoðað. Við teljum að það sé hugsanlegt,“ segir Hrafnkell. „Þetta er ekki nýtt. Það eru búnar að vera stanslausar árásir í marga mánuði eða misseri. Það sem aðgreinir þetta er hvernig smitleiðin er því hún er miklu virkari þannig að umfangið verður miklu meira.“ Hann tekur undir með Jóni Kristni að við séum líklega ekki stikkfrí á Íslandi. Hann segir brýnt að fólk hérlendis setji inn öryggisleiðréttingu sem stofnunin hefur mælt með. „Það sem er sérstakt við þennan vírus og aðgreinir hann frá öðrum er að hann er með tvöfalda virkni, þá kemur það sem við köllum tölvuorm, vírusinn dreifir sér innan staðarnetsins sem reynir á tiltekinn veikleika. Ef ekki er búið að setja inn þessa öryggisleiðréttingu sem við erum að benda á að þurfi nauðsynlegar að gera getur hann tekið yfir heilt staðarnet og allar tölvurnar í því.“
Tölvuárásir Birtist í Fréttablaðinu Tækni Tengdar fréttir Svona á að bregðast við tölvuárás Póst og fjarskiptastofnun hefur gefið út tilkynningu vegna tölvuárásanna. 14. maí 2017 17:00 Ólíklegt að Ísland sleppi við netárásirnar Tölvuárásin sem hófst á föstudag hefur náð til tvö hundruð þúsund tölva í hundrað og fimmtíu löndum. 14. maí 2017 13:30 Þetta vitum við um alþjóðlegu tölvuárásina Sérstakur hugbúnaður tók þúsundir tölva í 99 löndum í gíslingu í gær. 13. maí 2017 10:22 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Svona á að bregðast við tölvuárás Póst og fjarskiptastofnun hefur gefið út tilkynningu vegna tölvuárásanna. 14. maí 2017 17:00
Ólíklegt að Ísland sleppi við netárásirnar Tölvuárásin sem hófst á föstudag hefur náð til tvö hundruð þúsund tölva í hundrað og fimmtíu löndum. 14. maí 2017 13:30
Þetta vitum við um alþjóðlegu tölvuárásina Sérstakur hugbúnaður tók þúsundir tölva í 99 löndum í gíslingu í gær. 13. maí 2017 10:22