Sáttameðferð Helga Vala Helgadóttir skrifar 15. maí 2017 07:00 „Áður en krafist er úrskurðar eða höfðað mál um forsjá, lögheimili, umgengni, dagsektir eða aðför er foreldrum skylt að leita sátta samkvæmt þessari grein.“ Svona hljóðar 33. gr. a. liðar barnalaga. Langflestir foreldrar ná að sættast og þá er þetta lítið mál, en við lögmenn fáum til okkar þá sem ekki geta náð sáttum. Sáttameðferð getur borið árangur en í sumum tilvikum eru aðstæður þannig að það er beinlínis óæskilegt að leggja slíka meðferð á aðila. Á Íslandi eru engar undanþágur veittar við þessu ákvæði barnalaga. Þannig þarf einstaklingur sem flýr heimili sitt með börn sín undan ofbeldi og vanvirðingu að undirgangast sáttameðferð áður en hægt er að halda áfram með málin. Hægt er að óska eftir því að þurfa ekki að sitja sáttameðferð í sama herbergi og ofbeldismanneskjan en engu að síður þarf þetta ferli allt að eiga sér stað með tilheyrandi drætti á lausn málsins. Þá er einnig skylda að leita sátta þegar umgengnisforeldri skilar ekki barni heim til sín að lokinni umgengni sem og þegar lögheimilisforeldri tálmar umgengni. Breytir þar engu þó viðkomandi aðilar hafi á undanförnum mánuðum setið sáttameðferð vegna deilu um forsjá, lögheimili eða annað. Sáttameðferð skal fara fram og mánuðirnir líða vegna álags á embættum sýslumanns. Barnið, sem bitist er um, líður þarna fyrir kerfið sem sett var í upphafi með hagsmuni barnsins að leiðarljósi. Kerfið sem í dag er lamað vegna fjárskorts og starfsmannaeklu. Það mætti vel endurskoða þetta ákvæði barnalaga, svona fyrst löggjafinn er á annað borð að velta þessum málum fyrir sér. Setja inn undanþáguákvæði, þó ekki væri nema til að létta á lömuðu kerfinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
„Áður en krafist er úrskurðar eða höfðað mál um forsjá, lögheimili, umgengni, dagsektir eða aðför er foreldrum skylt að leita sátta samkvæmt þessari grein.“ Svona hljóðar 33. gr. a. liðar barnalaga. Langflestir foreldrar ná að sættast og þá er þetta lítið mál, en við lögmenn fáum til okkar þá sem ekki geta náð sáttum. Sáttameðferð getur borið árangur en í sumum tilvikum eru aðstæður þannig að það er beinlínis óæskilegt að leggja slíka meðferð á aðila. Á Íslandi eru engar undanþágur veittar við þessu ákvæði barnalaga. Þannig þarf einstaklingur sem flýr heimili sitt með börn sín undan ofbeldi og vanvirðingu að undirgangast sáttameðferð áður en hægt er að halda áfram með málin. Hægt er að óska eftir því að þurfa ekki að sitja sáttameðferð í sama herbergi og ofbeldismanneskjan en engu að síður þarf þetta ferli allt að eiga sér stað með tilheyrandi drætti á lausn málsins. Þá er einnig skylda að leita sátta þegar umgengnisforeldri skilar ekki barni heim til sín að lokinni umgengni sem og þegar lögheimilisforeldri tálmar umgengni. Breytir þar engu þó viðkomandi aðilar hafi á undanförnum mánuðum setið sáttameðferð vegna deilu um forsjá, lögheimili eða annað. Sáttameðferð skal fara fram og mánuðirnir líða vegna álags á embættum sýslumanns. Barnið, sem bitist er um, líður þarna fyrir kerfið sem sett var í upphafi með hagsmuni barnsins að leiðarljósi. Kerfið sem í dag er lamað vegna fjárskorts og starfsmannaeklu. Það mætti vel endurskoða þetta ákvæði barnalaga, svona fyrst löggjafinn er á annað borð að velta þessum málum fyrir sér. Setja inn undanþáguákvæði, þó ekki væri nema til að létta á lömuðu kerfinu.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar