Móttökuúrræðið í Bæjarhrauni henti hvorki fylgdarlausum börnum né fórnarlömbum mansals Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. maí 2017 10:29 Sigríður Andersen dómsmálaráðherra. Vísir/Ernir Útlendingastofnun telur móttökuúrræði sitt í Bæjarhrauni í Hafnarfirði, sem hugsað er fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd, ófullnægjandi. Það geti ekki tekið nægilega vel á móti einstaklingum í viðkvæmri stöðu og hefur stofnunin þurft að grípa til ýmissa bráðabirgðaúrræða.Þetta kemur fram í svari Sigríðar Á Andersen dómsmálaráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Vinstri grænna, um fórnarlömb mansals. Sigríður segir að stofnunin telji sig ekki geta tekið nægilega vel á móti fylgdarlausum börnum og fórnarlömbum mansals, eða ákveðnum fjölskyldusamsetningum, svo sem einstæðum mæðrum sem eigi hálfstálpaða drengi eða einstæðum feðrum með ung börn eða unglingsstúlkur. „Grípa hefur þurft til annarra bráðabirgðaúrræða fyrir þessa einstaklinga, t.d með vistun fylgdarlausra barna hjá fósturfjölskyldum. Móttökuúrræðið í Bæjarhrauni er ekki nægjanlega stórt og ræður ekki við fjölbreyttan hóp umsækjenda um vernd eins og móttökumiðstöð þarf að gera,“ segir Sigríður. Þá tekur hún fram að ekkert rými sé í húsnæðinu til tómstundaiðkana eða afþreyingar fyrir fullorðna eða börn, hvorki innanhúss né utan. Viðtalsherbergi séu ekki til staðar og engin móttaka fyrir gesti. „Það er vilji Útlendingastofnunar að tekin verði í notkun móttökumiðstöð sem fullnægir þeim þörfum sem hér hafa verið tíundaðar og getur hýst margfalt fleiri einstaklinga en Bæjarhraunið gerir í dag. Rétt er að árétta að móttökukerfið í heild sinni þarf að vera sveigjanlegt og geta bæði stækkað og dregist saman eftir þörfum. Reynsla síðasta hausts sýnir að snörp aukning getur haft áhrif á þá þjónustu og það húsnæði sem þarf að vera til staðar.“ Sigríður tekur undir með Útlendingastofnun um nauðsyn þess að tekin sé í notkun viðunandi móttökumiðstöð sem komi til móts við mismunandi þarfir hælisleitenda á hverjum tíma. Útfærsla móttökumiðstöðva séu í stöðugri skoðun með tilliti til fjárheimilda á hverjum tíma. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira
Útlendingastofnun telur móttökuúrræði sitt í Bæjarhrauni í Hafnarfirði, sem hugsað er fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd, ófullnægjandi. Það geti ekki tekið nægilega vel á móti einstaklingum í viðkvæmri stöðu og hefur stofnunin þurft að grípa til ýmissa bráðabirgðaúrræða.Þetta kemur fram í svari Sigríðar Á Andersen dómsmálaráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Vinstri grænna, um fórnarlömb mansals. Sigríður segir að stofnunin telji sig ekki geta tekið nægilega vel á móti fylgdarlausum börnum og fórnarlömbum mansals, eða ákveðnum fjölskyldusamsetningum, svo sem einstæðum mæðrum sem eigi hálfstálpaða drengi eða einstæðum feðrum með ung börn eða unglingsstúlkur. „Grípa hefur þurft til annarra bráðabirgðaúrræða fyrir þessa einstaklinga, t.d með vistun fylgdarlausra barna hjá fósturfjölskyldum. Móttökuúrræðið í Bæjarhrauni er ekki nægjanlega stórt og ræður ekki við fjölbreyttan hóp umsækjenda um vernd eins og móttökumiðstöð þarf að gera,“ segir Sigríður. Þá tekur hún fram að ekkert rými sé í húsnæðinu til tómstundaiðkana eða afþreyingar fyrir fullorðna eða börn, hvorki innanhúss né utan. Viðtalsherbergi séu ekki til staðar og engin móttaka fyrir gesti. „Það er vilji Útlendingastofnunar að tekin verði í notkun móttökumiðstöð sem fullnægir þeim þörfum sem hér hafa verið tíundaðar og getur hýst margfalt fleiri einstaklinga en Bæjarhraunið gerir í dag. Rétt er að árétta að móttökukerfið í heild sinni þarf að vera sveigjanlegt og geta bæði stækkað og dregist saman eftir þörfum. Reynsla síðasta hausts sýnir að snörp aukning getur haft áhrif á þá þjónustu og það húsnæði sem þarf að vera til staðar.“ Sigríður tekur undir með Útlendingastofnun um nauðsyn þess að tekin sé í notkun viðunandi móttökumiðstöð sem komi til móts við mismunandi þarfir hælisleitenda á hverjum tíma. Útfærsla móttökumiðstöðva séu í stöðugri skoðun með tilliti til fjárheimilda á hverjum tíma.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira