Trump ræddi þrívegis við Comey um mögulega rannsókn FBI á forsetanum Heimir Már Pétursson skrifar 12. maí 2017 20:00 Forseti Bandaríkjanna hefur farið hamförum á Twitter eftir að hann rak forstjóra Alríkislögreglunnar úr embætti á miðvikudag. Forsetinn segir eins gott að forstjórinn fyrrverandi geri ráð fyrir að hljóðupptökur séu til af fundum þeirra, áður en hann byrji að leka upplýsingum til fjölmiðla. Donald Trump óttast greinilega að dragast inn í rannsókn bandarísku Alríkislögreglunnar, FBI, á tengslum starfsmanna framboðs hans til forseta við rússnesk stjórnvöld og rússnesku leyniþjónustuna. Í viðtali við Lester Holt fréttamann sjónvarpsstöðvarinnar NBC í gærkvöldi sagði forsetinn Kosningastofnun Bandaríkjanna hafa allar upplýsingar um hann á hundruðum blaðsíðna. Þar komi fram að hann hafi engin tengsl við Rússland og hann hafi ekki tekið nein lán í Rússlandi. „Ég átti í samningum í nokkur ár þar sem ég seldi mjög efnuðum Rússa hús, fyrir mörgum árum. Ég átti Ungfrú heimur keppnina um langt skeið og keppnin fór fram í Moskvu fyrir löngu. En þar fyrir utan hef ég ekkert með Rússland að gera,“ sagði Trump Það hefur líka farið tvennum sögum af því hvernig James Comey forstjóri FBI var rekinn á miðvikudag. Upplýsingafulltrúi Hvíta hússins sagði forsetann hafa rekið Comey að ósk Rod Rosenstein aðstoðardómsmálaráðherra. En Trump segist sjálfur hafa átt frumkvæði að því að reka Comey. „FBI hefur verið í uppnámi. Þú veist það, ég veit það, það vita það allir. Ef þú skoðar hvernig FBI var fyrir ári, þar var allt í uppnámi, fyrir innan við ári. FBI hefur ekki batnað eftir það,“ sagði forsetinnLester Holt spurði forsetann út í brottrekstrarbréf hans til Comey.Þú skrifar: „Ég kann mjög vel að meta að þú hefur upplýst mig þrívegis að ég lúti ekki rannsókn.“ – Hvers vegna settir þú þetta í bréfið? „Vegna þess að hann sagði mér þetta. Ég meina, hann sagði þetta.“Þrátt fyrir...? „Já, og ég hef heyrt þetta frá öðrum held ég.“Var það í símtali, hittust þið maður á mann? „Ég átti kvöldverð með honum. Hann vildi koma til kvöldverðar, hann vildi halda í starfið. Við áttum mjög ánægjulegan kvöldverð í Hvíta húsinu.“Bað hann um kvöldverð? „Kvöldverður var skipulagður, ég held að hann hafi óskað eftir honum. Og hann vildi halda áfram sem leiðtogi FBI,“ sagði Trump. Forsetinn segir að Comey hafi einnig staðfest tvívegis í síma að forsetinn sætti ekki rannsókn að hálfu FBI.Hringdir þú í hann? „Uhh í eitt skipti hringdi ég í hann og í annað skipti hringdi hann til mín.“Og spurðir þú „sæti ég rannsókn?“ „Já ég beinlínis gerði það. Ég sagði ef það er mögulegt myndir þú láta mig vita, sæti ég rannsókn. Hann sagði þú ert ekki til rannsóknar.“En hann (Comey) hefur gefið eiðsvarinn vitnisburð um að það sé í gangi rannsókn á kosningabaráttu Trump og mögulegu samsæri með rússneskum stjórnvöldum? Þú varst í aðalhlutverki kosningabaráttunnar, þannig að var hann að segja satt þegar hann sagði þig ekki til rannsóknar? „Sko, allt sem ég get sagt við þig, sko ég veit hvað, ég veit að ég er ekki til rannsóknar. Ég persónulega. Ég er ekki að tala um kosningabaráttuna (teymið). Ég er ekki að tala um neitt annað. Ég sæti ekki rannsókn,“ sagði Trump. Forsetinn virðist engu að síður óttast að Comey leki upplýsingum um samtöl þeirra í fjölmiðla, því hann var varla vaknaður í morgun þegar hann skrifaði á Twitter: „Það er eins gott að Comey geri ráð fyrir að það séu engin hljóðbönd af samtölum okkar áður en hann fer að leka í fjölmiðla.“ James Comey better hope that there are no "tapes" of our conversations before he starts leaking to the press!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 12, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Trump varar Comey við að leka gögnum 12. maí 2017 12:58 Ólíkar útskýringar Hvíta hússins á brottrekstri Comey Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur á síðustu dögum gefið ólíkar útskýringar á ástæðum brottrekstrar James Comey, forstjóra FBI. 12. maí 2017 10:12 Trump ítrekaði að hann væri sjálfur ekki til rannsóknar Donald Trump fullyrti í viðtali við NBC að hann hafi sjálfur ákveðið að James Comey yrði rekinn. 12. maí 2017 08:10 Ætlaði sér alltaf að reka Comey Donald Trump segir yfirmann FBI vera monthana og segist hafa spurt Comey hvort hann væri til rannsóknar. 11. maí 2017 17:50 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Forseti Bandaríkjanna hefur farið hamförum á Twitter eftir að hann rak forstjóra Alríkislögreglunnar úr embætti á miðvikudag. Forsetinn segir eins gott að forstjórinn fyrrverandi geri ráð fyrir að hljóðupptökur séu til af fundum þeirra, áður en hann byrji að leka upplýsingum til fjölmiðla. Donald Trump óttast greinilega að dragast inn í rannsókn bandarísku Alríkislögreglunnar, FBI, á tengslum starfsmanna framboðs hans til forseta við rússnesk stjórnvöld og rússnesku leyniþjónustuna. Í viðtali við Lester Holt fréttamann sjónvarpsstöðvarinnar NBC í gærkvöldi sagði forsetinn Kosningastofnun Bandaríkjanna hafa allar upplýsingar um hann á hundruðum blaðsíðna. Þar komi fram að hann hafi engin tengsl við Rússland og hann hafi ekki tekið nein lán í Rússlandi. „Ég átti í samningum í nokkur ár þar sem ég seldi mjög efnuðum Rússa hús, fyrir mörgum árum. Ég átti Ungfrú heimur keppnina um langt skeið og keppnin fór fram í Moskvu fyrir löngu. En þar fyrir utan hef ég ekkert með Rússland að gera,“ sagði Trump Það hefur líka farið tvennum sögum af því hvernig James Comey forstjóri FBI var rekinn á miðvikudag. Upplýsingafulltrúi Hvíta hússins sagði forsetann hafa rekið Comey að ósk Rod Rosenstein aðstoðardómsmálaráðherra. En Trump segist sjálfur hafa átt frumkvæði að því að reka Comey. „FBI hefur verið í uppnámi. Þú veist það, ég veit það, það vita það allir. Ef þú skoðar hvernig FBI var fyrir ári, þar var allt í uppnámi, fyrir innan við ári. FBI hefur ekki batnað eftir það,“ sagði forsetinnLester Holt spurði forsetann út í brottrekstrarbréf hans til Comey.Þú skrifar: „Ég kann mjög vel að meta að þú hefur upplýst mig þrívegis að ég lúti ekki rannsókn.“ – Hvers vegna settir þú þetta í bréfið? „Vegna þess að hann sagði mér þetta. Ég meina, hann sagði þetta.“Þrátt fyrir...? „Já, og ég hef heyrt þetta frá öðrum held ég.“Var það í símtali, hittust þið maður á mann? „Ég átti kvöldverð með honum. Hann vildi koma til kvöldverðar, hann vildi halda í starfið. Við áttum mjög ánægjulegan kvöldverð í Hvíta húsinu.“Bað hann um kvöldverð? „Kvöldverður var skipulagður, ég held að hann hafi óskað eftir honum. Og hann vildi halda áfram sem leiðtogi FBI,“ sagði Trump. Forsetinn segir að Comey hafi einnig staðfest tvívegis í síma að forsetinn sætti ekki rannsókn að hálfu FBI.Hringdir þú í hann? „Uhh í eitt skipti hringdi ég í hann og í annað skipti hringdi hann til mín.“Og spurðir þú „sæti ég rannsókn?“ „Já ég beinlínis gerði það. Ég sagði ef það er mögulegt myndir þú láta mig vita, sæti ég rannsókn. Hann sagði þú ert ekki til rannsóknar.“En hann (Comey) hefur gefið eiðsvarinn vitnisburð um að það sé í gangi rannsókn á kosningabaráttu Trump og mögulegu samsæri með rússneskum stjórnvöldum? Þú varst í aðalhlutverki kosningabaráttunnar, þannig að var hann að segja satt þegar hann sagði þig ekki til rannsóknar? „Sko, allt sem ég get sagt við þig, sko ég veit hvað, ég veit að ég er ekki til rannsóknar. Ég persónulega. Ég er ekki að tala um kosningabaráttuna (teymið). Ég er ekki að tala um neitt annað. Ég sæti ekki rannsókn,“ sagði Trump. Forsetinn virðist engu að síður óttast að Comey leki upplýsingum um samtöl þeirra í fjölmiðla, því hann var varla vaknaður í morgun þegar hann skrifaði á Twitter: „Það er eins gott að Comey geri ráð fyrir að það séu engin hljóðbönd af samtölum okkar áður en hann fer að leka í fjölmiðla.“ James Comey better hope that there are no "tapes" of our conversations before he starts leaking to the press!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 12, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Trump varar Comey við að leka gögnum 12. maí 2017 12:58 Ólíkar útskýringar Hvíta hússins á brottrekstri Comey Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur á síðustu dögum gefið ólíkar útskýringar á ástæðum brottrekstrar James Comey, forstjóra FBI. 12. maí 2017 10:12 Trump ítrekaði að hann væri sjálfur ekki til rannsóknar Donald Trump fullyrti í viðtali við NBC að hann hafi sjálfur ákveðið að James Comey yrði rekinn. 12. maí 2017 08:10 Ætlaði sér alltaf að reka Comey Donald Trump segir yfirmann FBI vera monthana og segist hafa spurt Comey hvort hann væri til rannsóknar. 11. maí 2017 17:50 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Ólíkar útskýringar Hvíta hússins á brottrekstri Comey Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur á síðustu dögum gefið ólíkar útskýringar á ástæðum brottrekstrar James Comey, forstjóra FBI. 12. maí 2017 10:12
Trump ítrekaði að hann væri sjálfur ekki til rannsóknar Donald Trump fullyrti í viðtali við NBC að hann hafi sjálfur ákveðið að James Comey yrði rekinn. 12. maí 2017 08:10
Ætlaði sér alltaf að reka Comey Donald Trump segir yfirmann FBI vera monthana og segist hafa spurt Comey hvort hann væri til rannsóknar. 11. maí 2017 17:50