Endalaus snöpp og töfrabrögð í nýjustu uppfærslu Snapchat Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. maí 2017 13:38 Það er ýmislegt hægt í nýjustu uppfærslu Snapchat. Mynd/Snapchat Það kennir ýmissa grasa í nýjustu uppfærslu á samskiptamiðlinum Snapchat sem kom út á dögunum. Hægt er að senda endalaus snöpp, teikna með emoji-táknum og láta hluti hverfa með sérstöku strokleðri. Hægt er að sækja uppfærsluna með því að uppfæra smáforritið í App Store eða Google Play. Notendur Snapchat munu finna fyrir breytingum og segir í umfjöllun Mashable um uppfærsluna segir að uppfærslan sé ein sú stærsta sem fyrirtækið hefur sent frá sér.Stærsta breytingin er án efa að nú er hægt að senda endalaus snöpp. Þar sem hægt var að velja hversu lengi sá sem tekur á móti snappinu gat horft á það er nú búið að bæta við möguleika sem heitir óendanleiki.Svona lítur hinn nýji möguleiki út.Mynd/SnapchatMun snappið þá lifa á skjám móttakands þangað til að hann vill ekki sjá það lengur. Virkar þessi stilling bæði fyrir snöpp sem eru send til einstakra notenda sem og þau sem eru sett í hið svokallaða Story. Þá er einnig búið að bæta við möguleikanum að láta myndbönd spilast aftur og aftur, keimlíkt myndböndum sem sett voru á samskiptamiðillinn Vine. Viðmótinu hefur einnig verið breytt og er nú búið að setja stiku hægra meginn þar sem hægt er að velja ýmislegt sniðugt til þess að eiga við hvert og eitt snapp. Meðal þess sem þar hefur verið bætt við er að nú er hægt að nota emoji-tákn sem penna auk þess sem hægt er að láta hluti hverfa með sérstöku strokleðri.Hægt er að láta hluti hverfa.Mynd/SnapchatSnapchat er um þessar mundir í harðri samkeppni við Facebook og Instagram. Facebook er með milljarð virkra notenda á hverjum degi og nærri því tvo milljarða virkra notenda í hverjum mánuði. Hlutabréf í samfélagsmiðlinum Snapchat féllu um 25 prósent eftir að afkoma félagsins á fyrsta ársfjórðungi 2017 var birt á dögunum. Í tilkynningu frá félaginu kom fram að daglegum notendum miðilsins hafi aðeins fjölgað um fimm prósent á þessu tímabili, miðað við síðasta ársfjórðung 2016. Tengdar fréttir Staða Snapchat sögð slæm Gengi félagsins verra en spár gerðu ráð fyrir. 10. maí 2017 21:18 Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Það kennir ýmissa grasa í nýjustu uppfærslu á samskiptamiðlinum Snapchat sem kom út á dögunum. Hægt er að senda endalaus snöpp, teikna með emoji-táknum og láta hluti hverfa með sérstöku strokleðri. Hægt er að sækja uppfærsluna með því að uppfæra smáforritið í App Store eða Google Play. Notendur Snapchat munu finna fyrir breytingum og segir í umfjöllun Mashable um uppfærsluna segir að uppfærslan sé ein sú stærsta sem fyrirtækið hefur sent frá sér.Stærsta breytingin er án efa að nú er hægt að senda endalaus snöpp. Þar sem hægt var að velja hversu lengi sá sem tekur á móti snappinu gat horft á það er nú búið að bæta við möguleika sem heitir óendanleiki.Svona lítur hinn nýji möguleiki út.Mynd/SnapchatMun snappið þá lifa á skjám móttakands þangað til að hann vill ekki sjá það lengur. Virkar þessi stilling bæði fyrir snöpp sem eru send til einstakra notenda sem og þau sem eru sett í hið svokallaða Story. Þá er einnig búið að bæta við möguleikanum að láta myndbönd spilast aftur og aftur, keimlíkt myndböndum sem sett voru á samskiptamiðillinn Vine. Viðmótinu hefur einnig verið breytt og er nú búið að setja stiku hægra meginn þar sem hægt er að velja ýmislegt sniðugt til þess að eiga við hvert og eitt snapp. Meðal þess sem þar hefur verið bætt við er að nú er hægt að nota emoji-tákn sem penna auk þess sem hægt er að láta hluti hverfa með sérstöku strokleðri.Hægt er að láta hluti hverfa.Mynd/SnapchatSnapchat er um þessar mundir í harðri samkeppni við Facebook og Instagram. Facebook er með milljarð virkra notenda á hverjum degi og nærri því tvo milljarða virkra notenda í hverjum mánuði. Hlutabréf í samfélagsmiðlinum Snapchat féllu um 25 prósent eftir að afkoma félagsins á fyrsta ársfjórðungi 2017 var birt á dögunum. Í tilkynningu frá félaginu kom fram að daglegum notendum miðilsins hafi aðeins fjölgað um fimm prósent á þessu tímabili, miðað við síðasta ársfjórðung 2016.
Tengdar fréttir Staða Snapchat sögð slæm Gengi félagsins verra en spár gerðu ráð fyrir. 10. maí 2017 21:18 Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira