Sport

Guðfinnur tók bronsið á Málaga

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðfinnur á verðlaunapallinum.
Guðfinnur á verðlaunapallinum. mynd/kraftlyftingasambandið
Guðfinnur Snær Magnússon vann í gær til bronsverðlauna á Evrópumeistaramótinu í kraftlyftingum á Málaga á Spáni.

Guðfinnur hafnaði í þriðja sæti í +120 kg flokki unglinga (U23) með 870 kg í samanlögðum árangri.

Guðfinnur lyfti mest 350 kg í hnébeygju í þriðju tilraun, og tryggði sér þar með silfrið í greininni. Í bekkkpressu tók hann bronsið með því að lyfta 260 kg.

Réttstöðulyftan gekk ekki alveg samkvæmt áætlun. Guðfinnur náði aðeins opnunarþyngdinni, 260 kg, eftir að hafa í tvígang mistekist naumlega að lyfta 290 kg en sú þyngd hefði tryggt honum silfrið í samanlögðu.

Rússanum Vladislav Nemov tókst að jafna árangur Guðfinns, 870 kg, og hrifsa af honum silfrið á minni líkamsþyngd.


Tengdar fréttir

Kara vann til bronsverðlauna á Málaga

Kara Gautadóttir vann í dag til bronsverðlauna í unglingaflokki -57 kg á Evrópumeistaramótinu í kraftlyftingum sem er fram á Málaga á Spáni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×