KA hættir samstarfi við Þór í karlahandboltanum en útilokar ekki samstarf hjá konunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2017 11:52 Lið KA og Þórs mættust í bikarúrslitaleik 4. flokks í vetur og framtíðin er greinilega björt hjá báðum þessum félögum. Mynd/ka.is KA, Þór og ÍBA hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna framtíð handboltans á Akureyri sem hefur verið í mikilli óvissu frá því að Íslandmótinu lauk og ljóst var að Akureyrarliðið var fallið í 1. deild. KA vildi ekki lengur samstarf en Þór var til í framhald á samvinnu félaganna undir merkjum Akureyrarliðsins sem hefur verið til frá árinu 2006. KA, Þór og ÍBA hafa nú komist að niðurstöðu og sent frá sér yfirlýsingu vegna handboltans á Akureyri. Þar kemur fram að KA vill tefla fram sínu eigin karlaliði næsta vetur en að félagið sé jafnframt tilbúið að skoða samstarf við Þór um rekstur kvennaliða félaganna. Þannig er þetta í fótboltanum þar sem Þór/KA teflir fram sameiginlegu liði í kvennaflokki en í karlaflokki starf KA og Þór sér. Öll Akureyrarliðin verða utan efstu deildar næsta vetur, bæði karlaliðin (Þór og KA) og kvennaliðið (KA/Þór). Þetta verður fyrsta tímabilið frá 1984-85 þar sem Akureyri á ekki lið í efstu deild handboltans á Íslandi. Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsinguna sem líka finna má á heimasíðum félaganna:Yfirlýsing frá KA, Þór og ÍBA vegna handboltans á AkureyriUndanfarnar vikur hafa átt sér stað viðræður milli KA og Þórs með milligöngu ÍBA um áframhaldandi samstarf félaganna um rekstur Akureyri handbolta og KA/Þórs í kvennahandbolta.Félögin hafa skipst á hugmyndum sínum og framtíðarsýn um uppbyggingu handknattleiks á Akureyri og skoðað alla möguleika á frekara samstarfi. Í þeim viðræðum hefur komið í ljós að félögin hafa mismunandi sýn á það hvernig best sé að standa að rekstri, samstarfi og uppbyggingu handboltans á Akureyri.KA hefur því í framhaldinu ákveðið að ekki sé þörf á frekari viðræðum og samstarfi félaganna um rekstur sameiginlegs liðs undir merkjum Akureyrar handbolta. Félögin útiloka ekki samstarf í rekstri kvennaflokka.Þór og KA þakka fulltrúum ÍBA fyrir sín störf í viðræðunum og óska hvort öðru velfarnaðar í uppbyggingu og keppni á handboltavellinum næstu árin.Fyrir hönd félagannaSævar Pétursson framkvæmdastjóri KAValdimar Pálson framkvæmdastjóri Þórs Íslenski handboltinn Olís-deild karla Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Þór vill halda samstarfinu við KA áfram Ekki liggur ljóst fyrir hvort samstarf KA og Þórs í handbolta karla verði haldið áfram. 9. maí 2017 14:56 Framtíð samstarfs KA og Þórs ræðst á fundi ÍBA Svo gæti farið að framtíð Akureyrar handboltafélags myndi ráðast á fundi ÍBA, Íþróttabandalags Akureyrar í dag. 10. maí 2017 09:47 Akureyrarliðið ekki enn búið að skrá sig til leiks og HSÍ framlengdi frestinn Mikil óvissa er uppi um hvort að Akureyrarliðin KA og Þór haldi áfram samstarfi sínu í handboltanum næsta vetur og þessi óvissa hefur haft þau áhrif að Handknattleiksamband Íslands hefur framlengt frestinn til að skrá sig til keppni á Íslandsmótinu 2017-18. 9. maí 2017 08:00 Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Valur | Stórleikur í Kópavogi Íslenski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Toppliðið í Garðabæ Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Fleiri fréttir Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Sjá meira
KA, Þór og ÍBA hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna framtíð handboltans á Akureyri sem hefur verið í mikilli óvissu frá því að Íslandmótinu lauk og ljóst var að Akureyrarliðið var fallið í 1. deild. KA vildi ekki lengur samstarf en Þór var til í framhald á samvinnu félaganna undir merkjum Akureyrarliðsins sem hefur verið til frá árinu 2006. KA, Þór og ÍBA hafa nú komist að niðurstöðu og sent frá sér yfirlýsingu vegna handboltans á Akureyri. Þar kemur fram að KA vill tefla fram sínu eigin karlaliði næsta vetur en að félagið sé jafnframt tilbúið að skoða samstarf við Þór um rekstur kvennaliða félaganna. Þannig er þetta í fótboltanum þar sem Þór/KA teflir fram sameiginlegu liði í kvennaflokki en í karlaflokki starf KA og Þór sér. Öll Akureyrarliðin verða utan efstu deildar næsta vetur, bæði karlaliðin (Þór og KA) og kvennaliðið (KA/Þór). Þetta verður fyrsta tímabilið frá 1984-85 þar sem Akureyri á ekki lið í efstu deild handboltans á Íslandi. Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsinguna sem líka finna má á heimasíðum félaganna:Yfirlýsing frá KA, Þór og ÍBA vegna handboltans á AkureyriUndanfarnar vikur hafa átt sér stað viðræður milli KA og Þórs með milligöngu ÍBA um áframhaldandi samstarf félaganna um rekstur Akureyri handbolta og KA/Þórs í kvennahandbolta.Félögin hafa skipst á hugmyndum sínum og framtíðarsýn um uppbyggingu handknattleiks á Akureyri og skoðað alla möguleika á frekara samstarfi. Í þeim viðræðum hefur komið í ljós að félögin hafa mismunandi sýn á það hvernig best sé að standa að rekstri, samstarfi og uppbyggingu handboltans á Akureyri.KA hefur því í framhaldinu ákveðið að ekki sé þörf á frekari viðræðum og samstarfi félaganna um rekstur sameiginlegs liðs undir merkjum Akureyrar handbolta. Félögin útiloka ekki samstarf í rekstri kvennaflokka.Þór og KA þakka fulltrúum ÍBA fyrir sín störf í viðræðunum og óska hvort öðru velfarnaðar í uppbyggingu og keppni á handboltavellinum næstu árin.Fyrir hönd félagannaSævar Pétursson framkvæmdastjóri KAValdimar Pálson framkvæmdastjóri Þórs
Íslenski handboltinn Olís-deild karla Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Þór vill halda samstarfinu við KA áfram Ekki liggur ljóst fyrir hvort samstarf KA og Þórs í handbolta karla verði haldið áfram. 9. maí 2017 14:56 Framtíð samstarfs KA og Þórs ræðst á fundi ÍBA Svo gæti farið að framtíð Akureyrar handboltafélags myndi ráðast á fundi ÍBA, Íþróttabandalags Akureyrar í dag. 10. maí 2017 09:47 Akureyrarliðið ekki enn búið að skrá sig til leiks og HSÍ framlengdi frestinn Mikil óvissa er uppi um hvort að Akureyrarliðin KA og Þór haldi áfram samstarfi sínu í handboltanum næsta vetur og þessi óvissa hefur haft þau áhrif að Handknattleiksamband Íslands hefur framlengt frestinn til að skrá sig til keppni á Íslandsmótinu 2017-18. 9. maí 2017 08:00 Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Valur | Stórleikur í Kópavogi Íslenski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Toppliðið í Garðabæ Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Fleiri fréttir Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Sjá meira
Þór vill halda samstarfinu við KA áfram Ekki liggur ljóst fyrir hvort samstarf KA og Þórs í handbolta karla verði haldið áfram. 9. maí 2017 14:56
Framtíð samstarfs KA og Þórs ræðst á fundi ÍBA Svo gæti farið að framtíð Akureyrar handboltafélags myndi ráðast á fundi ÍBA, Íþróttabandalags Akureyrar í dag. 10. maí 2017 09:47
Akureyrarliðið ekki enn búið að skrá sig til leiks og HSÍ framlengdi frestinn Mikil óvissa er uppi um hvort að Akureyrarliðin KA og Þór haldi áfram samstarfi sínu í handboltanum næsta vetur og þessi óvissa hefur haft þau áhrif að Handknattleiksamband Íslands hefur framlengt frestinn til að skrá sig til keppni á Íslandsmótinu 2017-18. 9. maí 2017 08:00
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn