Stelpurnar töpuðu fyrir Kýpur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. maí 2017 17:20 Íslenska hávörnin reynir að verja skot. mynd/blaksamband íslands Íslenska kvennalandsliðið tapaði fyrir því kýpverska, 3-0, í fjórða leik liðsins í undankeppni HM sem fram fer í Varsjá. Byrjunarlið dagsins var skipað þeim Elísabetu Einarsdóttur, Fjólu Rut Svavarsdóttur, Thelmu Dögg Grétarsdóttur, Fríðu Sigurðardóttur, Jónu Guðlaugu Vigfúsdóttur og Berglindi Gígju Jónsdóttur. Frelsingjar voru Birta Björnsdóttir og Steinunn Helga Björgólfsdóttir. Jafnt var á fyrstu tölum í fyrstu hrinu en Kýpur var yfir 8-6 í fyrra tæknihléi. Þær komust í 12-8 og þá tók Daniele Capriotti, þjálfari liðsins, leikhlé. Hléið virtist blása lífi í stelpurnar og þær fengu næstu þrjú stig. Þá tók kýpverski þjálfarinn leikhlé. Kýpverjarnir þurftu á leikhléinu að halda og voru yfir 16-12 í öðru tæknihléi. Kýpverka liðið var skrefinu framar út hrinuna og vann hana 25-20. Íslensku stelpurnar byrjuðu aðra hrinu af krafti og voru yfir 8-4 í tæknihléi. Þær héldu góðu forskoti og í öðru tæknihléi voru þær yfir 16-11. Þær virtust vera að sigla hrinunni í höfn þegar þær voru yfir 21-12. Þá kom góður kafli hjá Kýpverjum sem stelpurnar okkar náðu ekki að stoppa. Kýpur vann hrinuna eftir upphækkun 26-24. Jafnt var á fyrstu stigum í þriðju hrinu þangað til að Kýpur var 8-6 yfir í fyrra tæknihléi. Þær héldu tveggja stiga forskoti þangað til að Ísland jafnaði 15-15. Eftir að jafnt var 19-19 virtist allt falla með Kýpverjum sem unnu hrinuna 25-21 og þar með leikinn 3-0. Stigahæstar í íslenska liðinu voru Elísabet Einarsdóttir með 13 stig og Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir og Thelma Dögg Grétarsdóttir skoruðu 10 stig hvor. Síðasti leikur íslensku stelpnanna áður en þær halda til San Marínó á Smáþjóðaleikana er á á móti Slóvakíu klukkan 13:30 á morgun. Aðrar íþróttir Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Fleiri fréttir Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið tapaði fyrir því kýpverska, 3-0, í fjórða leik liðsins í undankeppni HM sem fram fer í Varsjá. Byrjunarlið dagsins var skipað þeim Elísabetu Einarsdóttur, Fjólu Rut Svavarsdóttur, Thelmu Dögg Grétarsdóttur, Fríðu Sigurðardóttur, Jónu Guðlaugu Vigfúsdóttur og Berglindi Gígju Jónsdóttur. Frelsingjar voru Birta Björnsdóttir og Steinunn Helga Björgólfsdóttir. Jafnt var á fyrstu tölum í fyrstu hrinu en Kýpur var yfir 8-6 í fyrra tæknihléi. Þær komust í 12-8 og þá tók Daniele Capriotti, þjálfari liðsins, leikhlé. Hléið virtist blása lífi í stelpurnar og þær fengu næstu þrjú stig. Þá tók kýpverski þjálfarinn leikhlé. Kýpverjarnir þurftu á leikhléinu að halda og voru yfir 16-12 í öðru tæknihléi. Kýpverka liðið var skrefinu framar út hrinuna og vann hana 25-20. Íslensku stelpurnar byrjuðu aðra hrinu af krafti og voru yfir 8-4 í tæknihléi. Þær héldu góðu forskoti og í öðru tæknihléi voru þær yfir 16-11. Þær virtust vera að sigla hrinunni í höfn þegar þær voru yfir 21-12. Þá kom góður kafli hjá Kýpverjum sem stelpurnar okkar náðu ekki að stoppa. Kýpur vann hrinuna eftir upphækkun 26-24. Jafnt var á fyrstu stigum í þriðju hrinu þangað til að Kýpur var 8-6 yfir í fyrra tæknihléi. Þær héldu tveggja stiga forskoti þangað til að Ísland jafnaði 15-15. Eftir að jafnt var 19-19 virtist allt falla með Kýpverjum sem unnu hrinuna 25-21 og þar með leikinn 3-0. Stigahæstar í íslenska liðinu voru Elísabet Einarsdóttir með 13 stig og Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir og Thelma Dögg Grétarsdóttir skoruðu 10 stig hvor. Síðasti leikur íslensku stelpnanna áður en þær halda til San Marínó á Smáþjóðaleikana er á á móti Slóvakíu klukkan 13:30 á morgun.
Aðrar íþróttir Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Fleiri fréttir Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Sjá meira