Innlent

Stytta í miðborginni fékk að kenna á því

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Port lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu.
Port lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu. Vísir/Eyþór
Lögreglan þurfti að hafa afskipti af karlmann í miðborg Reykjavíkur á sjötta tímanum í nótt sem hafði unnið eignaspjöll á styttu. Ekki er tiltekið í skeyti lögreglunnar hversu miklar skemmdirnar eru eða um hvaða styttu sé að ræða - einungis að hún standi fyrir utan skemmtistað miðsvæðis.

Kona var handtekin um klukkustund síðar vegn gruns um ölvun við akstur. Auk þess var hún ekki með kveikt á aðalljósum bifreiðarinnar og ekki með ökuskírteini meðferðis. Var hún flutt á lögreglustöð til blóðsýna- og skýrslutöku en var að því loknu frjáls ferða sinna.

Það var svo á níunda tímanum í morgun sem karlmaður var handtekinn í Langholts- og Vogahverfi vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Að auki var hann ökuskírteinislaus og í bifreið hans fannst exi sem ökumaðurinn gat ekki gefið útskýringar á. Ökumaðurinn var færður á lögreglustöð til blóðsýna- og skýrslutöku og var frjáls ferða sinna að því loknu.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×