Landsliðsferli Wayne Rooney er líklega lokið en hann var ekki valinn í 25 manna hóp enska landsliðsins í morgun fyrir komandi landsleiki í næsta mánuði.
Þá mun England spila við Skotland og Frakkland. Ben Gibson og Kieran Trippier voru valdir í hópinn í fyrsta skiptið af Gareth Southgate landsliðsþjálfara.
Tom Heaton var einnig valinn í hópinn en Michael Keane getur ekki spilað þar sem hann er meiddur.
Rooney er ekki eina stóra nafnið sem komst ekki í hópinn því þar var ekkert pláss fyrir Theo Walcott og Daniel Sturridge.
Rooney er búinn að spila 119 landsleiki fyrir England og skora í þeim leikjum 53 mörk.
Enski hópurinn:
Markverðir:
Jack Butland (Stoke)
Fraser Forster (Southampton)
Joe Hart (Torino)
Tom Heaton (Burnley)
Aðrir leikmenn:
Ryan Bertrand (Southampton)
Gary Cahill (Chelsea)
Nathaniel Clyne (Liverpool)
Aaron Cresswell (West Ham)
Ben Gibson (Middlesbrough)
Phil Jones (Man Utd)
Chris Smalling (Man Utd)
John Stones (Man City)
Kieran Trippier (Tottenham)
Kyle Walker (Tottenham)
Dele Alli (Tottenham)
Eric Dier (Tottenham)
Adam Lallana (Liverpool)
Jesse Lingard (Man Utd)
Jake Livermore (West Brom)
Alex Oxlade-Chamberlain (Arsenal)
Raheem Sterling (Man City)
Jermain Defoe (Sunderland)
Harry Kane (Tottenham)
Marcus Rashford (Man Utd)
Jamie Vardy (Leicester).
Rooney ekki valinn í landsliðið
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“
Íslenski boltinn

Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna
Enski boltinn

Fullorðnir menn grétu á Ölveri
Enski boltinn


Bruno segist gera hlutina á sinn hátt
Enski boltinn


Allt klárt fyrir úrslitakeppnina
Körfubolti



Aron tekur við landsliði Kúveits
Handbolti