Eyddu sönnunargagni í nauðgunarmáli Snærós Sindradóttir skrifar 25. maí 2017 07:00 Afleysingalæknir á Ísafirði neitaði að upplýsa lögreglu um aðila í nauðgunarmáli þegar málið var tilkynnt sjúkrahúsinu. vísir/pjetur Sönnunargögn í nauðgunarmáli, sem lögreglan á Ísafirði hafði til rannsóknar 2015, bárust lögreglu aldrei frá Fjórðungssjúkrahúsi Vestfjarða og var eytt áður en rannsókn málsins lauk að fullu. Málið var fellt niður og aldrei gefin út ákæra. Þolandi í málinu, kona á þrítugsaldri, leitaði aðhlynningar á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði aðfaranótt 14. september 2014. Hún bar við að tveir aðfluttir menn hefðu nauðgað sér. Á sjúkrahúsinu óskaði vakthafandi læknir eftir því við lögreglu að fá svokallaðan nauðgunarpakka afhentan svo hægt væri að safna sönnunargögnum, á borð við lífsýni, í málinu.„Þetta var afleysingalæknir sem kom hingað eina helgi. Hann biður um þennan pakka frá lögreglu en neitar að upplýsa okkur um hver er brotaþoli, af því hún var ekki viss um kæru. Við vissum að það var grunur um brot en þeir vildu ekki upplýsa okkur um hverjir væru aðilar,“ segir Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, um ástæðu þess að mennirnir voru ekki handteknir strax og yfirheyrðir. Konan kærði málið 5. desember sama ár en hinir grunuðu voru erlendis. Við komuna til landsins í febrúar voru þeir kallaðir til yfirheyrslu. Skömmu áður óskaði lögreglan eftir að fá í sínar hendur sönnunargögnin frá sjúkrahúsinu. Mánuði síðar svaraði sjúkrahúsið því til að búið væri að afhenda gögnin. Lögregla skilaði því málinu til ríkissaksóknara með þeim orðum að sönnunargögnin hefðu glatast. Um mitt sumar sendi ríkissaksóknari málið aftur til rannsóknar og segir að gera verði betri tilraun til að endurheimta sönnunargögnin. Þegar lögreglan á Ísafirði ítrekaði beiðnina kom í ljós að gögnunum hafði verið fargað af sjúkrahúsinu þremur vikum áður, og þau því aldrei verið afhent í mars eins og greint hafði verið frá. Þolandinn hefur nú höfðað einkaréttarmál gegn mönnunum tveimur og fer fram á fullar bætur vegna tjóns sem hún varð fyrir. Sönnunarbyrði einkaréttarmála er vægari en í opinberum sakamálum. Að óbreyttu verður málið tekið fyrir í júní. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira
Sönnunargögn í nauðgunarmáli, sem lögreglan á Ísafirði hafði til rannsóknar 2015, bárust lögreglu aldrei frá Fjórðungssjúkrahúsi Vestfjarða og var eytt áður en rannsókn málsins lauk að fullu. Málið var fellt niður og aldrei gefin út ákæra. Þolandi í málinu, kona á þrítugsaldri, leitaði aðhlynningar á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði aðfaranótt 14. september 2014. Hún bar við að tveir aðfluttir menn hefðu nauðgað sér. Á sjúkrahúsinu óskaði vakthafandi læknir eftir því við lögreglu að fá svokallaðan nauðgunarpakka afhentan svo hægt væri að safna sönnunargögnum, á borð við lífsýni, í málinu.„Þetta var afleysingalæknir sem kom hingað eina helgi. Hann biður um þennan pakka frá lögreglu en neitar að upplýsa okkur um hver er brotaþoli, af því hún var ekki viss um kæru. Við vissum að það var grunur um brot en þeir vildu ekki upplýsa okkur um hverjir væru aðilar,“ segir Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, um ástæðu þess að mennirnir voru ekki handteknir strax og yfirheyrðir. Konan kærði málið 5. desember sama ár en hinir grunuðu voru erlendis. Við komuna til landsins í febrúar voru þeir kallaðir til yfirheyrslu. Skömmu áður óskaði lögreglan eftir að fá í sínar hendur sönnunargögnin frá sjúkrahúsinu. Mánuði síðar svaraði sjúkrahúsið því til að búið væri að afhenda gögnin. Lögregla skilaði því málinu til ríkissaksóknara með þeim orðum að sönnunargögnin hefðu glatast. Um mitt sumar sendi ríkissaksóknari málið aftur til rannsóknar og segir að gera verði betri tilraun til að endurheimta sönnunargögnin. Þegar lögreglan á Ísafirði ítrekaði beiðnina kom í ljós að gögnunum hafði verið fargað af sjúkrahúsinu þremur vikum áður, og þau því aldrei verið afhent í mars eins og greint hafði verið frá. Þolandinn hefur nú höfðað einkaréttarmál gegn mönnunum tveimur og fer fram á fullar bætur vegna tjóns sem hún varð fyrir. Sönnunarbyrði einkaréttarmála er vægari en í opinberum sakamálum. Að óbreyttu verður málið tekið fyrir í júní.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira