Fótbolti

Aron með mark beint úr aukaspyrnu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Sigurðarson í leik með íslenska landsliðinu.
Aron Sigurðarson í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Getty
Aron Sigurðarson var á skotskónum með liði sínu í 2. umferð norsku bikarkeppninnar í fótbolta í kvöld en þetta eru 64 liða úrslit keppninnar.

Aron Sigurðarson skoraði fyrra mark Tromsö í 2-0 útisigri á Finnsnes. Markið skoraði fyrrum Fjölnismaðurinn á 29. mínútu leiksins með skoti beint úr aukaspyrnu af rúmlega sextán metra færi.

Tromsö-liðið er því komið í 32 liða úrslit bikarsins en Jostein Gundersen skoraði seinna mark liðsins á 57. mínútu.

Einhverjir vildu meina að markvörður Finnsnes hafi átt að gera betur enda Aron út við hliðarlínu og því líklegri til að gefa fyrir markið. Hann ákvað hinsvegar að skjóta á markið með góðum árangri.

Aron Sigurðarson skoraði líka í 2-1 útisigri á Rosenborg fyrir átta dögum síðan og en þetta voru tvö fyrstu mörk stráksins á tímabilinu.

Þetta var fyrsti bikarleikur Arons á leiktíðinni en hann skoraði ekki þegar Tromsö vann 5-0 stórsigur á Björnevatn í fyrstu umferðinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×