Sport

Fríða sú fyrsta í hundrað landsleiki | Silfurlið ÓL alltof sterkt fyrir stelpurnar okkar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fríða Sigurðardóttir fær viðurkenningu frá Stefáni Jóhannessyni, formanni landsliðsnefndar BLÍ.
Fríða Sigurðardóttir fær viðurkenningu frá Stefáni Jóhannessyni, formanni landsliðsnefndar BLÍ. Mynd/Evrópska blaksambandið
Íslenska kvennalandsliðið í blaki lék í kvöld sinn fyrsta leik í annarri umferð í undankeppni HM sem fram fer í Varsjá.

Mótherjarnir voru silfurlið Serbíu frá Ólympíuleikunum í Ríó síðasta haust og það var ljóst frá byrjun að þetta yrði mjög erfiður leikur fyrir íslensku stelpurnar.

Leikurinn fór 3-0 fyrir Serba sem eru eins og er þriðja sæti styrkleikalista alþjóða blaksambandsins. Hrinurnar fóru 25-13, 25-15 og 25-9.

Stigahæstar í íslenska liðinu voru Elísabet Einarsdóttir og fyrirliðinn Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir með 7 stig hvor.

Fyrir leikinn fékk Fríða Sigurðardóttir viðurkenningu fyrir 100 landsleiki og er hún leikjahæsta landsliðskona Íslands í blaki frá upphafi.

Elísabet EInarsdóttir og Fjóla Rut Svavarsdóttir.Mynd/Evrópska blaksambandið



Fleiri fréttir

Sjá meira


×