Sport

Náði ráspól en var ógnað með byssu skömmu síðar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Scott Dixon.
Scott Dixon. vísir/getty
Sunnudagurinn var eftirminnilegur hjá ökuþórnum Scott Dixon.

Aðeins nokkrum klukkutímum eftir að hann hafði náð ráspól í hinum fræga Indy 500 kappakstri þá var honum ógnað með byssu og rændur.

Dixon var í bíl með Dario Franchitti, sem hefur unnið kappaksturinn þrisvar, er þeir voru rændir.

Þeir voru þá í bílalúgu að kaupa mat er tveir menn með byssur mættu og tóku af þeim veskið. Búið er að handtaka tvo drengi, 15 og 14 ára, sem eru grunaðir um ránið.

„Þeir héldu byssu við höfuð Dixon og báðu um veskið hans og símann. Það býst enginn við að slíkt gerist hér,“ sagði liðsfélagi Dixon.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×