Ætlar að leggja fram vantraust á Sigríði fáist ekki fullnægjandi rökstuðningur Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 31. maí 2017 14:51 Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. Vísir/Stefán Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segist ætla að leggja fram vantraust á Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra áður en þing klárast fáist ekki fullnægjandi rökstuðningur og álit sérfræðinga um skipan 15 dómara við Landsrétt. Þetta segir Birgitta á Facebook-síðu sinni. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur haft tillögu dómsmálaráðherra um skipan dómaranna til umfjöllunar í gær og í dag. Minnihluti nefndarinnar telur vafa á því að tillaga hennar standist lög, en Sigríður vill að fjórir einstaklingar, sem ekki voru á lista hæfnisnefndar, verði skipaðir í embættið. „Meirihlutinn vill ekki verða við ósk minnihlutans um að það sé gætt að fagmennsku í þessu máli, það að varpa vantrausti á nýtt dómstig er með öllu ólíðandi og að svo knappur meirihluti ætli sér að keyra þetta áfram, út af geðþótta dómsmálaráðherra er óþolandi og ólíðandi,“ segir Birgitta. Jón Þór Ólafsson, samflokksmaður Birgittu, ítrekaði afstöðu minnihlutans á þingfundi í morgun og sagði dómafordæmi fyrir því að dómsmálaráðherra hafi brotið lög með tilnefningu dómara til Landsréttar – sem Sigríður vísaði þó á bug. „Árni Matthiesen, fyrrverandi ráðherra, var dæmdur til að greiða skaðabætur í því máli. En stóri skaðinn þá og stóri skaðinn af þessu ferli, þar sem fjórir dómarar eru teknir út og fjórir aðrir settir inn – ef það er ekki gert með rökstuðningi sem uppfyllir dómafordæmi þá er stóri skaðinn sá að það er verið að grafa undan dómskerfi landsins,“ sagði Jón Þór. Sigríður sagðist telja dóminn yfir Árna ekki eiga við í þessu máli. Lagaumhverfið nú sé allt annað. „Ég held að þessi dómur lúti ekki að þeim málsatvikum sem hér liggja fyrir þinginu. Það Hæstaréttarmál laut að skipun í embætti héraðsdómara á árinu 2007 í allt öðru lagaumhverfi en nú er,“ sagði Sigríður. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Umfjöllun um skipan dómara framhaldið í dag Fundi nefndarinnar lauk á tíunda tímanum í gærkvöld og hófst að nýju klukkan tíu í morgun. 31. maí 2017 11:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segist ætla að leggja fram vantraust á Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra áður en þing klárast fáist ekki fullnægjandi rökstuðningur og álit sérfræðinga um skipan 15 dómara við Landsrétt. Þetta segir Birgitta á Facebook-síðu sinni. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur haft tillögu dómsmálaráðherra um skipan dómaranna til umfjöllunar í gær og í dag. Minnihluti nefndarinnar telur vafa á því að tillaga hennar standist lög, en Sigríður vill að fjórir einstaklingar, sem ekki voru á lista hæfnisnefndar, verði skipaðir í embættið. „Meirihlutinn vill ekki verða við ósk minnihlutans um að það sé gætt að fagmennsku í þessu máli, það að varpa vantrausti á nýtt dómstig er með öllu ólíðandi og að svo knappur meirihluti ætli sér að keyra þetta áfram, út af geðþótta dómsmálaráðherra er óþolandi og ólíðandi,“ segir Birgitta. Jón Þór Ólafsson, samflokksmaður Birgittu, ítrekaði afstöðu minnihlutans á þingfundi í morgun og sagði dómafordæmi fyrir því að dómsmálaráðherra hafi brotið lög með tilnefningu dómara til Landsréttar – sem Sigríður vísaði þó á bug. „Árni Matthiesen, fyrrverandi ráðherra, var dæmdur til að greiða skaðabætur í því máli. En stóri skaðinn þá og stóri skaðinn af þessu ferli, þar sem fjórir dómarar eru teknir út og fjórir aðrir settir inn – ef það er ekki gert með rökstuðningi sem uppfyllir dómafordæmi þá er stóri skaðinn sá að það er verið að grafa undan dómskerfi landsins,“ sagði Jón Þór. Sigríður sagðist telja dóminn yfir Árna ekki eiga við í þessu máli. Lagaumhverfið nú sé allt annað. „Ég held að þessi dómur lúti ekki að þeim málsatvikum sem hér liggja fyrir þinginu. Það Hæstaréttarmál laut að skipun í embætti héraðsdómara á árinu 2007 í allt öðru lagaumhverfi en nú er,“ sagði Sigríður.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Umfjöllun um skipan dómara framhaldið í dag Fundi nefndarinnar lauk á tíunda tímanum í gærkvöld og hófst að nýju klukkan tíu í morgun. 31. maí 2017 11:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Umfjöllun um skipan dómara framhaldið í dag Fundi nefndarinnar lauk á tíunda tímanum í gærkvöld og hófst að nýju klukkan tíu í morgun. 31. maí 2017 11:09