Mikil fjölgun ofbeldismála gegn börnum og þarf að efla hlustun yfirvalda Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 30. maí 2017 21:44 Fleiri tilkynningar berast vegna ofbeldis á börnum en það gæti verið breyttu verklagi og vitundarvakningu að þakka. Aftur á móti er ljóst að börn segja ekki frá ofbeldinu fyrr en mun seinna og því á að virkja starfsmenn skóla- og frístundasviðs til að þekkja einkenni ofbeldis. vísir/getty Í dag var haldinn opinn fundur borgarstjórnar og ofbeldisvarnarnefndar þar sem umfjöllunarefnið var börn og ofbeldi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur greint mikla fjölgun mála sem snerta börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi eftir að verkefnið Saman gegn ofbeldi hófst sem er samvinnuverkefni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavíkurborgar og grasrótarsamtaka og lýtur að betri þjónustu við brotaþola. Þegar tölfræði Stígamóta er skoðuð kemur í ljós að stærsti hluti þeirra sem koma til Stígmóta urðu fyrir kynferðisofbeldi þegar þau voru börn að aldri. Tæplega sjötíu prósent þeirra sem leita til Stígamóta urðu fyrir ofbeldinu fyrir átján ára aldur en eingöngu tæplega fjögur prósent leita sér aðstoðar á barnsaldri.* „Við erum aðallega að tala við fullorðið fólk sem var beitt kynferðisofbeldi sem börn. Í fyrra komu til okkar 229 einstaklingar sem urðu fyrir kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur – tuttugu af þeim höfðu leitað til skólastarfsmanns og rætt við hann um ofbeldið. Þannig að okkur dettur í hug að það mætti bæta hlustunarskilyrði fyrir börn í því umhverfi sem þau eru alla daga og þá leita þau kannski fyrr aðstoðar,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra hjá Stígamótum. Síðustu ár hefur verið tilraunaverkefni í einum grunnskóla, einum leikskóla og einu frístundaheimili. Verkefnið á einmitt að stuðla að virkari hlustun starfsmanna með fræðslu um einkenni ofbeldis og framleiðslu fræðsluefnis sem getur opnað umræðuna milli barns og starfsmanns. Árangur verkefnisins hefur verið góður. „Öryggi starfsmanna tvöfaldaðist, þeir urðu öruggari í starfinu og fannst þeir geta staðið betur með börnunum og vissu betur hvernig bregðast ætti við vísbendingum um ofbeldi,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður ofbeldisvarnarnefndar. Hún bætir við að rannsóknir sýni að barn segi fullorðnum frá ofbeldinu sjö til tíu sinnum áður en einhver virkilega hlustar og bregst við. „Við leggjum til að þetta verkefni verði innleitt í öllum skólum, leikskólum og frístundamiðstöðvum borgarinnar svo við séum betr tilbúin að hlusta og vitum hvað við eigum að gera. Svo að börnin geti treyst okkur og finni að þau geti sagt okkur frá,“ segir Heiða sem bar upp tillöguna á borgarstjórnarfundi í dag og var hún samþykkt einróma. Undirbúningur fyrir innleiðingu verkefnisins mun hefjst nú í sumar. Tengdar fréttir 126 börn skráð sem brotaþolar hjá lögreglunni Málum, þar sem grunur er á að brotið sé gegn börnum, hefur fjölgað mikið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu síðustu ár. Frá árinu 2015 til dagsins í dag eru 126 börn skráð sem brotaþolar. Aðallögfræðingur lögreglunnar segir margt hafa áhrif á þróunina, meðal annars vitundarvakningu í samfélaginu. 30. apríl 2017 20:45 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Í dag var haldinn opinn fundur borgarstjórnar og ofbeldisvarnarnefndar þar sem umfjöllunarefnið var börn og ofbeldi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur greint mikla fjölgun mála sem snerta börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi eftir að verkefnið Saman gegn ofbeldi hófst sem er samvinnuverkefni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavíkurborgar og grasrótarsamtaka og lýtur að betri þjónustu við brotaþola. Þegar tölfræði Stígamóta er skoðuð kemur í ljós að stærsti hluti þeirra sem koma til Stígmóta urðu fyrir kynferðisofbeldi þegar þau voru börn að aldri. Tæplega sjötíu prósent þeirra sem leita til Stígamóta urðu fyrir ofbeldinu fyrir átján ára aldur en eingöngu tæplega fjögur prósent leita sér aðstoðar á barnsaldri.* „Við erum aðallega að tala við fullorðið fólk sem var beitt kynferðisofbeldi sem börn. Í fyrra komu til okkar 229 einstaklingar sem urðu fyrir kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur – tuttugu af þeim höfðu leitað til skólastarfsmanns og rætt við hann um ofbeldið. Þannig að okkur dettur í hug að það mætti bæta hlustunarskilyrði fyrir börn í því umhverfi sem þau eru alla daga og þá leita þau kannski fyrr aðstoðar,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra hjá Stígamótum. Síðustu ár hefur verið tilraunaverkefni í einum grunnskóla, einum leikskóla og einu frístundaheimili. Verkefnið á einmitt að stuðla að virkari hlustun starfsmanna með fræðslu um einkenni ofbeldis og framleiðslu fræðsluefnis sem getur opnað umræðuna milli barns og starfsmanns. Árangur verkefnisins hefur verið góður. „Öryggi starfsmanna tvöfaldaðist, þeir urðu öruggari í starfinu og fannst þeir geta staðið betur með börnunum og vissu betur hvernig bregðast ætti við vísbendingum um ofbeldi,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður ofbeldisvarnarnefndar. Hún bætir við að rannsóknir sýni að barn segi fullorðnum frá ofbeldinu sjö til tíu sinnum áður en einhver virkilega hlustar og bregst við. „Við leggjum til að þetta verkefni verði innleitt í öllum skólum, leikskólum og frístundamiðstöðvum borgarinnar svo við séum betr tilbúin að hlusta og vitum hvað við eigum að gera. Svo að börnin geti treyst okkur og finni að þau geti sagt okkur frá,“ segir Heiða sem bar upp tillöguna á borgarstjórnarfundi í dag og var hún samþykkt einróma. Undirbúningur fyrir innleiðingu verkefnisins mun hefjst nú í sumar.
Tengdar fréttir 126 börn skráð sem brotaþolar hjá lögreglunni Málum, þar sem grunur er á að brotið sé gegn börnum, hefur fjölgað mikið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu síðustu ár. Frá árinu 2015 til dagsins í dag eru 126 börn skráð sem brotaþolar. Aðallögfræðingur lögreglunnar segir margt hafa áhrif á þróunina, meðal annars vitundarvakningu í samfélaginu. 30. apríl 2017 20:45 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
126 börn skráð sem brotaþolar hjá lögreglunni Málum, þar sem grunur er á að brotið sé gegn börnum, hefur fjölgað mikið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu síðustu ár. Frá árinu 2015 til dagsins í dag eru 126 börn skráð sem brotaþolar. Aðallögfræðingur lögreglunnar segir margt hafa áhrif á þróunina, meðal annars vitundarvakningu í samfélaginu. 30. apríl 2017 20:45