Íslensku keppendurnir rökuðu inn verðlaunum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. maí 2017 21:00 Hrafnhildur og Eygló Ósk fengu báðar gull í dag. vísir/anton Smáþjóðaleikarnir fóru á fulla ferð í San Marinó í dag og okkar fólk var fljótt að láta til sín taka. Sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir braut ísinn með því að vinna fyrsta gullið í 200 metra baksundi. Hún vann með miklum yfirburðum þó svo hún hefði verið langt frá Íslandsmets tíma sínum. Bryndís Rún Hansen tók svo gullið í 100 metra skriðsundi sem var æsispennandi. Þriðja gullið í lauginni kom svo þegar Hranfhildur Lúthersdóttir hreppti gullið í 200 metra fjórsundi. Davíð Hildiberg Aðalsteinsson fékk bronsverðlaun í 200 metra bringusundi og Viktor Máni Vilbergsson fékk líka brons í 200 metra fjórsundi. Bryndís Bolladóttir hlaut bronsverðlaun í 200 metra flugsundi og Þröstur Bjarnason hlaut einnig bronsverðlaun í 200 metra flugsundi. Ásdís Hjálmsdóttir pakkaði spjótkastkeppninni saman en hún kastað 60,03 metra. Næsti keppandi kastaði rúma 49 metra. Þorsteinn Ingvarsson vann langstökkskeppnina með stökki upp á 7,42 metra. Hulda Þorsteinsdóttir fékk svo gull í stangarstökkinu þar sem hún stökk 4,20 metra. Óðinn Björn Þorsteinsson kastaði 17,59 metra í kúluvarpinu og það dugði til bronsverðlauna. Ari Bragi Kárason fékk brons í 100 metra hlaupi er hann kom í mark á 10,81 sekúndu. Kolbeinn Höður Gunnarsson átti næstbesta tímann í undanrásunum en var dæmdur úr leik í úrslitunum. Óskar Ómarsson varð í sjötta sæti af 28 keppendum í götuhjólreiðum karla. Erla Sigurlaug Sigurðardóttir vann aftur á móti til silfurverðlauna í kvennaflokki. Blaklandsliðin töpuðu bæði leikjum sínum í dag gegn Kýpur. Báðir leikir fóru 3-1 fyrir Kýpur. Kvennalandsliðið í strandblaki tapaði 2-1 fyrir San Marínó i hörkuleik. Heiða Gunnarsdóttir og Matthildur Einarsdóttir keppa fyrir hönd Íslands en þær eru aðeins 17 og 15 ára gamlar. Valgeir Valgeirsson og Benedikt Valtýsson skipa karlalandsliðið og þeir töpuðu 2-0 gegn Liechtenstein. Allir íslensku tenniskeppendurnir töpuðu sínum leikjum í dag. Aðrar íþróttir Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Dagskráin í dag: Lögmál leiksins ásamt knattspyrnu og íshokkí LeBron frá í vikur frekar en daga Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins „Við erum of mistækir“ „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Sjá meira
Smáþjóðaleikarnir fóru á fulla ferð í San Marinó í dag og okkar fólk var fljótt að láta til sín taka. Sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir braut ísinn með því að vinna fyrsta gullið í 200 metra baksundi. Hún vann með miklum yfirburðum þó svo hún hefði verið langt frá Íslandsmets tíma sínum. Bryndís Rún Hansen tók svo gullið í 100 metra skriðsundi sem var æsispennandi. Þriðja gullið í lauginni kom svo þegar Hranfhildur Lúthersdóttir hreppti gullið í 200 metra fjórsundi. Davíð Hildiberg Aðalsteinsson fékk bronsverðlaun í 200 metra bringusundi og Viktor Máni Vilbergsson fékk líka brons í 200 metra fjórsundi. Bryndís Bolladóttir hlaut bronsverðlaun í 200 metra flugsundi og Þröstur Bjarnason hlaut einnig bronsverðlaun í 200 metra flugsundi. Ásdís Hjálmsdóttir pakkaði spjótkastkeppninni saman en hún kastað 60,03 metra. Næsti keppandi kastaði rúma 49 metra. Þorsteinn Ingvarsson vann langstökkskeppnina með stökki upp á 7,42 metra. Hulda Þorsteinsdóttir fékk svo gull í stangarstökkinu þar sem hún stökk 4,20 metra. Óðinn Björn Þorsteinsson kastaði 17,59 metra í kúluvarpinu og það dugði til bronsverðlauna. Ari Bragi Kárason fékk brons í 100 metra hlaupi er hann kom í mark á 10,81 sekúndu. Kolbeinn Höður Gunnarsson átti næstbesta tímann í undanrásunum en var dæmdur úr leik í úrslitunum. Óskar Ómarsson varð í sjötta sæti af 28 keppendum í götuhjólreiðum karla. Erla Sigurlaug Sigurðardóttir vann aftur á móti til silfurverðlauna í kvennaflokki. Blaklandsliðin töpuðu bæði leikjum sínum í dag gegn Kýpur. Báðir leikir fóru 3-1 fyrir Kýpur. Kvennalandsliðið í strandblaki tapaði 2-1 fyrir San Marínó i hörkuleik. Heiða Gunnarsdóttir og Matthildur Einarsdóttir keppa fyrir hönd Íslands en þær eru aðeins 17 og 15 ára gamlar. Valgeir Valgeirsson og Benedikt Valtýsson skipa karlalandsliðið og þeir töpuðu 2-0 gegn Liechtenstein. Allir íslensku tenniskeppendurnir töpuðu sínum leikjum í dag.
Aðrar íþróttir Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Dagskráin í dag: Lögmál leiksins ásamt knattspyrnu og íshokkí LeBron frá í vikur frekar en daga Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins „Við erum of mistækir“ „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Sjá meira