Veitingakona í Austurstræti segir alla orðna brjálaða í miðbænum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 31. maí 2017 07:00 Sendibílarnir voru í röðum utan við Caruso og aðra staði í Austurstræti fyrir hádegi í gær. vísir/eyþór „Það er svo ótrúlega lítið komið til móts við fólk sem þarf að vinna í miðbænum. Hér er bara ófremdarástand. Það eru allir orðnir brjálaðir,“ segir Þrúður Sigurðardóttir, veitingamaður í Caruso í Austurstræti.Í Fréttablaðinu í gær sagði frá því að sendibílstjórar eru þreyttir á skertum aðgangi til vöruafhendingar í miðbænum. Hafa þeir aðeins svigrúm milli klukkan sjö og ellefu á morgnanna á Laugavegi og í Austurstræti.Þrúður Sigurðardóttir í Caruso biður um tillitsemi.vísir/gvaÞrúður segir ekki alltaf hægt að sjá til þess að vörur berist innan tilsetts ramma. Stundum komist birgjarnir hreinlega ekki yfir að koma vörum til allra innan markanna. „Ég lenti í því í síðustu viku að þeir voru of seinir að panta hjá mér kokkarnir og ég þurfti að fara á eigin bíl að sækja tíu þunga kassa,“ lýsir Þrúður sem kveðst hafa ekið út um allt í leit að stæði áður en hún ók gegn einstefnu í Pósthússtræti til að komast að Austurstræti. „Ég ætlaði að stelast inn en var rétt komin á hornið þegar löggan kom og sektaði mig - engin miskunn. Þeir sögðu að ég hefði átt að leggja og sækja trillu en ég var náttúrlega búin að leita að stæði um allt.“ Lausnin að sögn Þrúðar felst í því að setja sendibílstjórum ekki þessa ramma og leyfa þeim akstur um göngugötur. „Þeir fara bara varlega,“ segir hún. Hjólafólki og gangandi finnst sendibílarnir stundum þrengja að sínum leiðum. „Umferðin er sameign okkar allra. Við þurfum bara að sýna þolinmæði og tillitssemi í hvívetna, hvort sem það eru sendibílastjórar eða aðrir,“ segir Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Göngugötur Reykjavík Tengdar fréttir Sendibílstjóri bakkar út úr taugastríði í miðbænum Lögreglan er sögð boða hert eftirlit með sendibílum í miðbæ Reykjavíkur utan leyfðs affermingartíma á morgnana. Sendibílstjóri segist þurfa að beita brögðum til að veita þjónustuna og jafnvel vera farinn að hafna túrum í miðbæinn. 30. maí 2017 06:00 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
„Það er svo ótrúlega lítið komið til móts við fólk sem þarf að vinna í miðbænum. Hér er bara ófremdarástand. Það eru allir orðnir brjálaðir,“ segir Þrúður Sigurðardóttir, veitingamaður í Caruso í Austurstræti.Í Fréttablaðinu í gær sagði frá því að sendibílstjórar eru þreyttir á skertum aðgangi til vöruafhendingar í miðbænum. Hafa þeir aðeins svigrúm milli klukkan sjö og ellefu á morgnanna á Laugavegi og í Austurstræti.Þrúður Sigurðardóttir í Caruso biður um tillitsemi.vísir/gvaÞrúður segir ekki alltaf hægt að sjá til þess að vörur berist innan tilsetts ramma. Stundum komist birgjarnir hreinlega ekki yfir að koma vörum til allra innan markanna. „Ég lenti í því í síðustu viku að þeir voru of seinir að panta hjá mér kokkarnir og ég þurfti að fara á eigin bíl að sækja tíu þunga kassa,“ lýsir Þrúður sem kveðst hafa ekið út um allt í leit að stæði áður en hún ók gegn einstefnu í Pósthússtræti til að komast að Austurstræti. „Ég ætlaði að stelast inn en var rétt komin á hornið þegar löggan kom og sektaði mig - engin miskunn. Þeir sögðu að ég hefði átt að leggja og sækja trillu en ég var náttúrlega búin að leita að stæði um allt.“ Lausnin að sögn Þrúðar felst í því að setja sendibílstjórum ekki þessa ramma og leyfa þeim akstur um göngugötur. „Þeir fara bara varlega,“ segir hún. Hjólafólki og gangandi finnst sendibílarnir stundum þrengja að sínum leiðum. „Umferðin er sameign okkar allra. Við þurfum bara að sýna þolinmæði og tillitssemi í hvívetna, hvort sem það eru sendibílastjórar eða aðrir,“ segir Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Göngugötur Reykjavík Tengdar fréttir Sendibílstjóri bakkar út úr taugastríði í miðbænum Lögreglan er sögð boða hert eftirlit með sendibílum í miðbæ Reykjavíkur utan leyfðs affermingartíma á morgnana. Sendibílstjóri segist þurfa að beita brögðum til að veita þjónustuna og jafnvel vera farinn að hafna túrum í miðbæinn. 30. maí 2017 06:00 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Sendibílstjóri bakkar út úr taugastríði í miðbænum Lögreglan er sögð boða hert eftirlit með sendibílum í miðbæ Reykjavíkur utan leyfðs affermingartíma á morgnana. Sendibílstjóri segist þurfa að beita brögðum til að veita þjónustuna og jafnvel vera farinn að hafna túrum í miðbæinn. 30. maí 2017 06:00