Er kominn tími á að fjárfesta erlendis? Agnar Tómas Möller skrifar 31. maí 2017 08:00 Margir innlendir fjármagnseigendur eru að spyrja hvenær eigi að byrja að fjárfesta erlendis. Stutta svarið er: „Núna!“ Þótt allt bendi til þess að undirstöður íslenska hagkerfisins séu ákaflega traustar á sama tíma og vaxtamunur við útlönd er í methæðum, hefur raungengi íslensku krónunnar styrkst mjög undanfarin misseri. Þótt vissulega sé innistæða fyrir umtalsverðri raungengishækkun krónunnar er verðsamanburður á milli Íslands og þróaðra stórborga slíkur að talsverðar líkur hljóta að vera á einhverri leiðréttingu til lengri tíma. Sem dæmi þá kostar stór samsettur matseðill á einum þekktasta veitingastað Lundúna, Nobu, um 20 prósent minna en sjö rétta seðill á Dill veitingastað. Kaffi á Pret-à-Manger kostar helmingi minna en á flestum íslenskum kaffihúsum, upphafsgjald leigubíla er tvöfalt lægra og það sem mestu skiptir, lágmarkslaun í Bretlandi eru meira en þriðjungi lægri en á Íslandi. Raungengi pundsins er enda um 20 prósent veikara en eðlilegt sögulegt meðaltal á móti krónu, og 10 prósent veikara en það fór lægst fyrir hrun. Svipaða sögu mætti segja víða annars staðar.Blómaskeið fjármagnseigenda Undanfarin ár hafa verið sannkallað blómaskeið íslenskra fjármagnseigenda. Raunvextir Seðlabankans hafa verið nálægt fjórum prósentum að meðaltali frá ársbyrjun 2014 og verðbólga hefur einungis mælst 1,75 prósent að jafnaði, vel undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Á sama tíma hafa skuldabréf, mælt með skuldabréfavísitölusjóði GAMMA (GAMMA: INDEX), skilað góðri ávöxtun eða um fimm prósent raunávöxtun að jafnaði. Síðast en ekki síst þá hefur krónan styrkst um rétt rúmlega 50 prósent og þar af leiðandi aukið virði innlendra fjárfestinga gríðarlega, mælt í erlendum gjaldmiðlum (í því ljósi er vert að hafa í huga að krónan er minnsti sjálfstæði gjaldmiðill í heimi). Undir eðlilegum kringumstæðum hefði mátt ætla að eftir nærri níu ár í höftum, hefði uppsöfnuð fjárfestingarþörf innlendra fjármagnseigenda verið slík að krónan hefði gefið talsvert eftir í kjölfar haftaafnáms. Hið þveröfuga hefur hins vegar gerst. Áhugi innlendra fjárfesta á að fjárfesta erlendis hefur verið lítill á sama tíma og kaup erlendra aðila á íslenskum eignum hafa aukist eftir að höftum var aflétt.Vaxtamunurinn stenst ekki Hvers vegna er lítill áhugi á erlendum fjárfestingum í dag? Líkt og margoft hefur komið fram er raunvaxtamunur Íslands nálægt sögulegu hámarki, bæði horft til skamms og lengri tíma. Sé litið til þess að munur á skuldatryggingarálagi Íslands og flestra ríkja með hæstu lánshæfiseinkunn er einungis rúmlega hálft prósent, er áhættuleiðréttur raunvaxtamunur ógnarhár; eða um fjögur prósent við helstu Evrópuríki og um 3,5 prósent við Bandaríkin. Tvær myndir, annars vegar úr nýjustu Peningamálum Seðlabankans og hins vegar úr seinasta Fjármálastöðugleikariti sama banka, sýna ágætlega af hverju svo hár áhættuleiðréttur raunvaxtamunur getur með engu móti staðist með tilliti til stöðu þjóðarbúsins, og leitt til annars en mikilla sveiflna í gengi íslensku krónunnar.Fyrri myndin sýnir ótrúlega breytingu á hreinni erlendri eignastöðu þjóðarbúsins sem er í dag talsvert betri en miðgildi helstu Evrópuríkja. Seinni myndin sýnir spá fjármálaráðuneytisins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um þróun skulda hins opinbera samanborið við valin samanburðarríki. Samkvæmt því verða skuldir hins opinbera á svipuðum slóðum og hjá ríkjum með hæstu mögulegu einkunn lánshæfismatsfyrirtækjanna.Þótt mjög jákvæður viðskiptajöfnuður muni í einhvern tíma enn halda áfram að þrýsta á enn frekari styrkingu krónunnar, mun sú þróun smám saman grafa undan getu hagkerfisins til að standa undir svo sterku raungengi. Ekki má gleyma að höftin heyra nú sögunni til að mestu leyti og væntingar geta haft mun meiri áhrif til skemmri tíma á gengi krónunnar en afgangur af vöru og þjónustu. Óvæntar og slæmar fréttir af útflutningsgreinum gætu snúið væntingum mjög hratt og leitt til tímabundins útflæðis krónunnar og snarps gengisfalls. Þótt slíkar sveiflur gætu gengið hratt til baka, gætu tímasetningar fjárfesta á erlendum fjárfestingum í slíkum sveiflum verið óheppilegar.Alþjóðleg eignadreifing Hve mikið ættu fjárfestar að fjárfesta erlendis? Innan nokkurra ára, þegar meira jafnvægi hefur vonandi myndast á gengi krónunnar, munu innlendir fjárfestar horfa frekar til þess hve miklu af eignum sínum þeir vilja fjárfesta á Íslandi heldur en hve mikið þeir vilja fjárfesta erlendis. Enda er talsverð mótsögn í því að minnsti gjaldmiðill í heimi sé upphaf og endir í eignasöfnum fjárfesta sem vilja áhættudreifa eignum sínum. Þótt eignaverð kunni að hækka áfram á Íslandi og krónan sömuleiðis að styrkjast eitthvað, eru allar líkur á að styrkingin muni enda í yfirskoti og sveiflur verði miklar, einkum vegna mikils vaxtamunar við útlönd. Það er í raun enginn vafi á því að hluti eignasafna fjárfesta, þó ekki væri nema 10 til 20 prósent, ætti að fara í erlendar fjárfestingar í dag. Fjárfestar ættu að horfa á hversu mikinn erlendan gjaldeyri þeir eiga í söfnum sínum en ekki eingöngu hversu margar krónur fást fyrir gjaldeyrinn á hverjum tíma. Það er víst að í dag eru þær mjög margar!Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agnar Tómas Möller Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Margir innlendir fjármagnseigendur eru að spyrja hvenær eigi að byrja að fjárfesta erlendis. Stutta svarið er: „Núna!“ Þótt allt bendi til þess að undirstöður íslenska hagkerfisins séu ákaflega traustar á sama tíma og vaxtamunur við útlönd er í methæðum, hefur raungengi íslensku krónunnar styrkst mjög undanfarin misseri. Þótt vissulega sé innistæða fyrir umtalsverðri raungengishækkun krónunnar er verðsamanburður á milli Íslands og þróaðra stórborga slíkur að talsverðar líkur hljóta að vera á einhverri leiðréttingu til lengri tíma. Sem dæmi þá kostar stór samsettur matseðill á einum þekktasta veitingastað Lundúna, Nobu, um 20 prósent minna en sjö rétta seðill á Dill veitingastað. Kaffi á Pret-à-Manger kostar helmingi minna en á flestum íslenskum kaffihúsum, upphafsgjald leigubíla er tvöfalt lægra og það sem mestu skiptir, lágmarkslaun í Bretlandi eru meira en þriðjungi lægri en á Íslandi. Raungengi pundsins er enda um 20 prósent veikara en eðlilegt sögulegt meðaltal á móti krónu, og 10 prósent veikara en það fór lægst fyrir hrun. Svipaða sögu mætti segja víða annars staðar.Blómaskeið fjármagnseigenda Undanfarin ár hafa verið sannkallað blómaskeið íslenskra fjármagnseigenda. Raunvextir Seðlabankans hafa verið nálægt fjórum prósentum að meðaltali frá ársbyrjun 2014 og verðbólga hefur einungis mælst 1,75 prósent að jafnaði, vel undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Á sama tíma hafa skuldabréf, mælt með skuldabréfavísitölusjóði GAMMA (GAMMA: INDEX), skilað góðri ávöxtun eða um fimm prósent raunávöxtun að jafnaði. Síðast en ekki síst þá hefur krónan styrkst um rétt rúmlega 50 prósent og þar af leiðandi aukið virði innlendra fjárfestinga gríðarlega, mælt í erlendum gjaldmiðlum (í því ljósi er vert að hafa í huga að krónan er minnsti sjálfstæði gjaldmiðill í heimi). Undir eðlilegum kringumstæðum hefði mátt ætla að eftir nærri níu ár í höftum, hefði uppsöfnuð fjárfestingarþörf innlendra fjármagnseigenda verið slík að krónan hefði gefið talsvert eftir í kjölfar haftaafnáms. Hið þveröfuga hefur hins vegar gerst. Áhugi innlendra fjárfesta á að fjárfesta erlendis hefur verið lítill á sama tíma og kaup erlendra aðila á íslenskum eignum hafa aukist eftir að höftum var aflétt.Vaxtamunurinn stenst ekki Hvers vegna er lítill áhugi á erlendum fjárfestingum í dag? Líkt og margoft hefur komið fram er raunvaxtamunur Íslands nálægt sögulegu hámarki, bæði horft til skamms og lengri tíma. Sé litið til þess að munur á skuldatryggingarálagi Íslands og flestra ríkja með hæstu lánshæfiseinkunn er einungis rúmlega hálft prósent, er áhættuleiðréttur raunvaxtamunur ógnarhár; eða um fjögur prósent við helstu Evrópuríki og um 3,5 prósent við Bandaríkin. Tvær myndir, annars vegar úr nýjustu Peningamálum Seðlabankans og hins vegar úr seinasta Fjármálastöðugleikariti sama banka, sýna ágætlega af hverju svo hár áhættuleiðréttur raunvaxtamunur getur með engu móti staðist með tilliti til stöðu þjóðarbúsins, og leitt til annars en mikilla sveiflna í gengi íslensku krónunnar.Fyrri myndin sýnir ótrúlega breytingu á hreinni erlendri eignastöðu þjóðarbúsins sem er í dag talsvert betri en miðgildi helstu Evrópuríkja. Seinni myndin sýnir spá fjármálaráðuneytisins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um þróun skulda hins opinbera samanborið við valin samanburðarríki. Samkvæmt því verða skuldir hins opinbera á svipuðum slóðum og hjá ríkjum með hæstu mögulegu einkunn lánshæfismatsfyrirtækjanna.Þótt mjög jákvæður viðskiptajöfnuður muni í einhvern tíma enn halda áfram að þrýsta á enn frekari styrkingu krónunnar, mun sú þróun smám saman grafa undan getu hagkerfisins til að standa undir svo sterku raungengi. Ekki má gleyma að höftin heyra nú sögunni til að mestu leyti og væntingar geta haft mun meiri áhrif til skemmri tíma á gengi krónunnar en afgangur af vöru og þjónustu. Óvæntar og slæmar fréttir af útflutningsgreinum gætu snúið væntingum mjög hratt og leitt til tímabundins útflæðis krónunnar og snarps gengisfalls. Þótt slíkar sveiflur gætu gengið hratt til baka, gætu tímasetningar fjárfesta á erlendum fjárfestingum í slíkum sveiflum verið óheppilegar.Alþjóðleg eignadreifing Hve mikið ættu fjárfestar að fjárfesta erlendis? Innan nokkurra ára, þegar meira jafnvægi hefur vonandi myndast á gengi krónunnar, munu innlendir fjárfestar horfa frekar til þess hve miklu af eignum sínum þeir vilja fjárfesta á Íslandi heldur en hve mikið þeir vilja fjárfesta erlendis. Enda er talsverð mótsögn í því að minnsti gjaldmiðill í heimi sé upphaf og endir í eignasöfnum fjárfesta sem vilja áhættudreifa eignum sínum. Þótt eignaverð kunni að hækka áfram á Íslandi og krónan sömuleiðis að styrkjast eitthvað, eru allar líkur á að styrkingin muni enda í yfirskoti og sveiflur verði miklar, einkum vegna mikils vaxtamunar við útlönd. Það er í raun enginn vafi á því að hluti eignasafna fjárfesta, þó ekki væri nema 10 til 20 prósent, ætti að fara í erlendar fjárfestingar í dag. Fjárfestar ættu að horfa á hversu mikinn erlendan gjaldeyri þeir eiga í söfnum sínum en ekki eingöngu hversu margar krónur fást fyrir gjaldeyrinn á hverjum tíma. Það er víst að í dag eru þær mjög margar!Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun