Geir: Tími Gísla kemur klárlega síðar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. maí 2017 17:15 Gísli fór hamförum í úrslitunum gegn Val og lék við hvurn sinn fingur. vísir/eyþór Geir Sveinsson landsliðsþjálfari tilkynnti leikmannahóp sinn fyrir mót í Noregi í gær og fannst mörgum handboltaáhugamönnum skrítið að ekkert pláss væri fyrir efnilegasta handboltamann landsins í hópnum. Hinn 17 ára gamli Gísli Þorgeir Kristjánsson fór á kostum með FH í úrslitakeppni Olís-deildarinnar og dró FH-vagninn. Hann var svo valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar. Aron Pálmarsson, Arnór Atlason og Ásgeir Örn Hallgrímsson fengu frí og fara ekki til Noregs og svo var heldur ekki hægt að velja leikmenn í þýska úrvalsdeildinni. Sex nýliðar eru því í hópnum en enginn Gísli. Það fannst mörgum skrítið og var það mikið rætt á samfélagsmiðlum í gær. „Gísli er frábær leikmaður sem hefur staðið sig einstaklega vel. Hann kom svo virkilega sterkur út úr úrslitakeppninni. Sýndi á sér sterka hlið sem við vorum ekki alveg búin að sjá í Íslandsmótinu fram að því,“ segir Geir í samtali við Vísi. „Það er klárt mál að Gísli er framtíðarleikmaður en við ákváðum að bíða með að velja hann í þetta skiptið. Hann stendur líka í ströngu og mörg verkefni fram undan. Hans tími kemur klárlega síðar.“ Miðjumennirnir Janus Daði Smárason og Gunnar Steinn Jónsson eru í hópnum og fá tækifæri til þess að láta ljós sitt skína í þessu sterka æfingamóti í Noregi. „Gísli kom sterklega til greina í valinu en í þetta skiptið erum við með Janus og Gunnar sem fá enn stærra tækifæri þar sem hvorki Aron né Arnór eru með okkur. Það hefur vantað tækifæri og þá kannski sérstaklega fyrir Gunna. Það er kannski það sem ræður því að Gísli þarf aðeins að bíða. En hann gerði engu að síður gott tilkall til þess að fá tækifærið.“ Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Sex nýliðar fara til Noregs Nokkrir af sterkustu handboltamönnum landsins fá frí er A-landslið karla tekur þátt á æfingamóti í Noregi. 29. maí 2017 17:18 Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ Sjá meira
Geir Sveinsson landsliðsþjálfari tilkynnti leikmannahóp sinn fyrir mót í Noregi í gær og fannst mörgum handboltaáhugamönnum skrítið að ekkert pláss væri fyrir efnilegasta handboltamann landsins í hópnum. Hinn 17 ára gamli Gísli Þorgeir Kristjánsson fór á kostum með FH í úrslitakeppni Olís-deildarinnar og dró FH-vagninn. Hann var svo valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar. Aron Pálmarsson, Arnór Atlason og Ásgeir Örn Hallgrímsson fengu frí og fara ekki til Noregs og svo var heldur ekki hægt að velja leikmenn í þýska úrvalsdeildinni. Sex nýliðar eru því í hópnum en enginn Gísli. Það fannst mörgum skrítið og var það mikið rætt á samfélagsmiðlum í gær. „Gísli er frábær leikmaður sem hefur staðið sig einstaklega vel. Hann kom svo virkilega sterkur út úr úrslitakeppninni. Sýndi á sér sterka hlið sem við vorum ekki alveg búin að sjá í Íslandsmótinu fram að því,“ segir Geir í samtali við Vísi. „Það er klárt mál að Gísli er framtíðarleikmaður en við ákváðum að bíða með að velja hann í þetta skiptið. Hann stendur líka í ströngu og mörg verkefni fram undan. Hans tími kemur klárlega síðar.“ Miðjumennirnir Janus Daði Smárason og Gunnar Steinn Jónsson eru í hópnum og fá tækifæri til þess að láta ljós sitt skína í þessu sterka æfingamóti í Noregi. „Gísli kom sterklega til greina í valinu en í þetta skiptið erum við með Janus og Gunnar sem fá enn stærra tækifæri þar sem hvorki Aron né Arnór eru með okkur. Það hefur vantað tækifæri og þá kannski sérstaklega fyrir Gunna. Það er kannski það sem ræður því að Gísli þarf aðeins að bíða. En hann gerði engu að síður gott tilkall til þess að fá tækifærið.“
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Sex nýliðar fara til Noregs Nokkrir af sterkustu handboltamönnum landsins fá frí er A-landslið karla tekur þátt á æfingamóti í Noregi. 29. maí 2017 17:18 Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ Sjá meira
Sex nýliðar fara til Noregs Nokkrir af sterkustu handboltamönnum landsins fá frí er A-landslið karla tekur þátt á æfingamóti í Noregi. 29. maí 2017 17:18