Sport

Réðst á kastarann eftir að hafa fengið boltann í sig | Myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Frá slagsmálunum í gær.
Frá slagsmálunum í gær. Vísir/Getty
Það var ótrúleg uppákoma í leik Washington Nationals og San Fransisco Giants í bandarísku MLB-deildinni í hafnabolta í gær þegar slagsmál brutust út á milli leikmanna.

Allt hófst á því að kastari Giants, Hunter Strickland, kastaði boltanum í mjöðm Bryce Harper. Sá síðarnefndi brást afar illa við og brutust út mikil slagsmál, eins og sjá má í þessu myndbandi á heimasíðu ESPN.

„Í þessari stöðu fer maður annað hvort í aðra höfn eða veður í hann. Ég ákvað að vaða í hann,“ sagði Harper í samtali við fjölmiðla eftir leikinn í gær.

Boltinn var á mikilli ferð - um 155 km/klst - og sagði þjálfari Giants eftir leik að kastið hafi litið illa út hjá Strickland. Hann sagði þó að um óviljaverk hafi verið að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×