Allt hófst á því að kastari Giants, Hunter Strickland, kastaði boltanum í mjöðm Bryce Harper. Sá síðarnefndi brást afar illa við og brutust út mikil slagsmál, eins og sjá má í þessu myndbandi á heimasíðu ESPN.
„Í þessari stöðu fer maður annað hvort í aðra höfn eða veður í hann. Ég ákvað að vaða í hann,“ sagði Harper í samtali við fjölmiðla eftir leikinn í gær.
Boltinn var á mikilli ferð - um 155 km/klst - og sagði þjálfari Giants eftir leik að kastið hafi litið illa út hjá Strickland. Hann sagði þó að um óviljaverk hafi verið að ræða.
Bryce Harper was not happy after getting hit by Strickland's pitch.
— ESPN (@espn) May 29, 2017
WATCH: https://t.co/t9t3BKWdHx pic.twitter.com/DFJP9mfGYP