Erlent

Þjarmað að Corbyn og May í sjónvarpi

Atli Ísleifsson skrifar
Theresa May og Jeremy Corbyn.
Theresa May og Jeremy Corbyn. Vísir/AFP
Jeremy Corbyn, formaður breska Verkamannaflokksins, og Theresa May, forsætisráðherra og formaður Íhaldsflokksins, komu fram í einskonar kappræðum á sjónvarpsstöðinni Sky í gær en kosið verður í Bretlandi þann 8. júní næstkomandi.

Ekki var um eiginlegar kappræður að ræða því May hefur alfarið hafnað að taka þátt í slíku. Því var sá háttur hafður á að þau svöruðu spurningum frá almenningi úr sal, en í sitthvoru lagi þó.

Corbyn var meðal annars spurður út í álit sitt á drónaárásum og fyrirætlanir um að hækka skatta, en May var látin svara fyrir breytingar sem hún hefur gert í félagsmálum og einnig var hún margoft spurð hvort hún hafi skipt um skoðun í Brexit.

May talaði á sínum tíma gegn því að Bretar segðu sig úr sambandinu, þótt hún hafi ekki verið mjög fyrirferðarmikil í kosningabaráttunni. Sagði hún að Bretar geti vel gert gott úr stöðunni, en bresk stjórnvöld virkjuðu 50. grein Lissabon-sáttmálans í mars. Þar með hófst tveggja ára ferli sem lýkur með formlegri úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu.


Tengdar fréttir

Fast skotið á Corbyn fyrir árásarummæli

Verkamannaflokkurinn saxar á forskot Íhaldsflokksins þegar nær dregur kosningum í Bretlandi. Formaður Verkamannaflokksins gagnrýndur fyrir ummæli um hryðjuverkaárásina í Manchester.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×