Hvað er Borgarlína? Bryndís Haraldsdóttir skrifar 30. maí 2017 07:00 Borgarlína er vinnuheiti yfir öflugt almenningssamgöngukerfi sem fyrirhugað er á höfuðborgarsvæðinu. Borgarlínan keyrir í sérrými að öllu eða mestu leyti og er þannig ekki háð annarri umferð. Með því móti skapast tækifæri til að veita betri þjónustu og almenningssamgöngur verða samkeppnishæfari við einkabílinn. Borgarlínan gæti verið á teinum sem léttlést (LRT) en einnig á hjólum eins og hefðbundinn strætisvagn (BRT). Sjálf hallast ég að því að síðarnefnda lausnin sé raunhæfari enda kostnaður mun minni við slíka uppbyggingu og ólíklegt að farþegagrunnur okkar verði það mikill á næsta áratug að ástæða sé til að ráðast í léttlest. Öflugar almenningssamgöngur eru hornsteinn nýsamþykkts svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins. Búast má við að fram til ársins 2040 muni íbúum á svæðinu fjölga um 70.000, það samsvarar íbúafjölda Hafnarfjarðar, Kópavogs og Mosfellsbæjar í dag. Ef tekið væri á móti slíkum fjölda íbúa með sama hætti og gert var á árunum 1985 til 2012 þegar íbúum svæðisins fjölgaði um hátt í 70.000 væri byggðin að þenjast enn meira út á við og þannig myndu vegalengdir milli staða aukast mikið, sem aftur kallar á mikla fjárfestingu í stofnvegum og öðrum samgöngumannvirkjum. Þrátt fyrir að farið yrði í slíkar fjárfestingar myndu umferðartafir samt sem áður aukast umtalsvert og ferðatími íbúa aukast um 25 prósent, samkvæmt greiningum umferðarsérfræðinga.Af hverju Borgarlínu? Vegna þess að við viljum bjóða upp á meiri lífsgæði en svo að íbúar þurfi að sitja fastir í umferðarteppu og við viljum að íbúar hafi raunhæfan valkost um ferðamáta, einkabíl, almenningssamgöngur, hjólreiðar eða að ganga. Einnig viljum við draga úr mengun og dýrum fjárfestingum í stofnvegum. Umferðarspár benda til þess að ómögulegt er að uppfylla ferðaþarfir fólks til framtíðar eingöngu með uppbyggingu hefðbundinna umferðarmannvirkja. Það sýna rannsóknir og reynslan bæði hérlendis og erlendis. Staðan er einfaldlega sú að óbreytt byggðamynstur og ferðavenjur eru slæmur valkostur. Sérfræðingar voru fengnir til þess að meta kostnað og hagkvæmni mismunandi leiða. Byggt var á niðurstöðum úr umferðarspám og áætlaður var stofn- og rekstrarkostnaður stofnkerfa bílaumferðar og almenningssamganga. Niðurstöðurnar voru afgerandi, skipulagsyfirvöld eiga að leggja áherslu á skynsamlega landnýtingu og eflingu almenningssamgangna. Þessar niðurstöður komu í raun ekki á óvart miðað við það sem við þekkjum erlendis frá, en alls staðar eru borgar- og bæjaryfirvöld að stuðla að skynsamlegri nýtingu lands og breyttum ferðavenjum í þágu fjölbreyttari valkosta og minni umferðartafa. Í svæðisskipulaginu var sett það markmið að fólksfjölgun skyldi mætt án þess að álag á stofnvegakerfið aukist í sama hlutfalli. Þá má spyrja sig: er ekki bara hægt að bæta núverandi strætókerfi og sleppa við þessa miklu fjárfestingu sem Borgarlínan er. Svarið við því er að núverandi kerfi er komið að þolmörkum á helstu álagssvæðum og álagstímum, það hefur einfaldlega lítið upp á sig að auka tíðni vagna ef þeir sitja svo allir fastir í sömu umferðahnútunum. Til þess að almenningssamgöngur verði betur samkeppnishæfar við einkabílinn þurfa vagnarnir að komast greiðar á milli staða, þess vegna þarf öflugri innviði, það er sér akreinar og stærri vagna. Kostnaðar- og ábatagreining sem unnin var 2013 sýnir fram á það með óyggjandi hætti að það er þjóðhagslega hagkvæmt að setja fjármuni í Borgarlínu. Það dregur úr fjárfestingaþörf í önnur dýr samgöngumannvirki s.s. mislæg gatnamót og göng, sem munu ekki ná sama árangri. Það er umhverfisvænna, það stuðlar að lýðheilsu og betra borgarskipulagi með greiðari samgöngum fyrir alla.Höfundur er þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarlína Bryndís Haraldsdóttir Samgöngur Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Borgarlína er vinnuheiti yfir öflugt almenningssamgöngukerfi sem fyrirhugað er á höfuðborgarsvæðinu. Borgarlínan keyrir í sérrými að öllu eða mestu leyti og er þannig ekki háð annarri umferð. Með því móti skapast tækifæri til að veita betri þjónustu og almenningssamgöngur verða samkeppnishæfari við einkabílinn. Borgarlínan gæti verið á teinum sem léttlést (LRT) en einnig á hjólum eins og hefðbundinn strætisvagn (BRT). Sjálf hallast ég að því að síðarnefnda lausnin sé raunhæfari enda kostnaður mun minni við slíka uppbyggingu og ólíklegt að farþegagrunnur okkar verði það mikill á næsta áratug að ástæða sé til að ráðast í léttlest. Öflugar almenningssamgöngur eru hornsteinn nýsamþykkts svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins. Búast má við að fram til ársins 2040 muni íbúum á svæðinu fjölga um 70.000, það samsvarar íbúafjölda Hafnarfjarðar, Kópavogs og Mosfellsbæjar í dag. Ef tekið væri á móti slíkum fjölda íbúa með sama hætti og gert var á árunum 1985 til 2012 þegar íbúum svæðisins fjölgaði um hátt í 70.000 væri byggðin að þenjast enn meira út á við og þannig myndu vegalengdir milli staða aukast mikið, sem aftur kallar á mikla fjárfestingu í stofnvegum og öðrum samgöngumannvirkjum. Þrátt fyrir að farið yrði í slíkar fjárfestingar myndu umferðartafir samt sem áður aukast umtalsvert og ferðatími íbúa aukast um 25 prósent, samkvæmt greiningum umferðarsérfræðinga.Af hverju Borgarlínu? Vegna þess að við viljum bjóða upp á meiri lífsgæði en svo að íbúar þurfi að sitja fastir í umferðarteppu og við viljum að íbúar hafi raunhæfan valkost um ferðamáta, einkabíl, almenningssamgöngur, hjólreiðar eða að ganga. Einnig viljum við draga úr mengun og dýrum fjárfestingum í stofnvegum. Umferðarspár benda til þess að ómögulegt er að uppfylla ferðaþarfir fólks til framtíðar eingöngu með uppbyggingu hefðbundinna umferðarmannvirkja. Það sýna rannsóknir og reynslan bæði hérlendis og erlendis. Staðan er einfaldlega sú að óbreytt byggðamynstur og ferðavenjur eru slæmur valkostur. Sérfræðingar voru fengnir til þess að meta kostnað og hagkvæmni mismunandi leiða. Byggt var á niðurstöðum úr umferðarspám og áætlaður var stofn- og rekstrarkostnaður stofnkerfa bílaumferðar og almenningssamganga. Niðurstöðurnar voru afgerandi, skipulagsyfirvöld eiga að leggja áherslu á skynsamlega landnýtingu og eflingu almenningssamgangna. Þessar niðurstöður komu í raun ekki á óvart miðað við það sem við þekkjum erlendis frá, en alls staðar eru borgar- og bæjaryfirvöld að stuðla að skynsamlegri nýtingu lands og breyttum ferðavenjum í þágu fjölbreyttari valkosta og minni umferðartafa. Í svæðisskipulaginu var sett það markmið að fólksfjölgun skyldi mætt án þess að álag á stofnvegakerfið aukist í sama hlutfalli. Þá má spyrja sig: er ekki bara hægt að bæta núverandi strætókerfi og sleppa við þessa miklu fjárfestingu sem Borgarlínan er. Svarið við því er að núverandi kerfi er komið að þolmörkum á helstu álagssvæðum og álagstímum, það hefur einfaldlega lítið upp á sig að auka tíðni vagna ef þeir sitja svo allir fastir í sömu umferðahnútunum. Til þess að almenningssamgöngur verði betur samkeppnishæfar við einkabílinn þurfa vagnarnir að komast greiðar á milli staða, þess vegna þarf öflugri innviði, það er sér akreinar og stærri vagna. Kostnaðar- og ábatagreining sem unnin var 2013 sýnir fram á það með óyggjandi hætti að það er þjóðhagslega hagkvæmt að setja fjármuni í Borgarlínu. Það dregur úr fjárfestingaþörf í önnur dýr samgöngumannvirki s.s. mislæg gatnamót og göng, sem munu ekki ná sama árangri. Það er umhverfisvænna, það stuðlar að lýðheilsu og betra borgarskipulagi með greiðari samgöngum fyrir alla.Höfundur er þingmaður.
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar