Engin þreytumerki á Ronaldo | Öll úrslitin í undankeppninni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júní 2017 20:45 Ronaldo skoraði tvö í Ríga. vísir/getty Níu leikir fóru fram í Evrópuhluta undankeppni HM 2018 í kvöld. Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk þegar Evrópumeistarar Portúgals unnu 0-3 útisigur á Lettlandi í B-riðli. Ronaldo varð Evrópumeistari með Real Madrid um síðustu helgi en hann sýndi engin þreytumerki í Ríga í kvöld og skoraði tvívegis og lagði svo þriðja mark Portúgala upp fyrir André Silva. Portúgal er í 2. sæti riðilsins með 15 stig, þremur stigum á eftir toppliði Sviss sem vann 0-2 sigur á Færeyjum í Þórshöfn. Í þriðja leik B-riðils vann Andorra afar óvæntan sigur á Ungverjalandi, 1-0.Ola Toivonen tryggði Svíum sigur á Frökkum í A-riðli með ótrúlegu marki. Svíþjóð og Frakkland eru bæði með 13 stig í riðlinum, þremur stigum á undan Hollandi sem er í 3. sætinu. Hollendingar rúlluðu yfir Lúxemborgara í Rotterdam, 5-0. Arjen Robben, Wesley Sneijder, Giorginio Wijnaldum, Quincy Promes og Vincent Janssen (víti) skoruðu mörk hollenska liðsins. Í sama riðli vann Hvíta-Rússland góðan sigur á Búlgaríu, 2-1, á heimavelli. Þetta var fyrsti sigur Hvít-Rússa í undankeppninni. Belgar eru í afar góðri stöðu í H-riðli eftir 0-2 útisigur á Eistum. Dries Mertens og Nacer Chadli skoruðu mörk belgíska liðsins sem er með fjögurra stiga forskot á toppi riðilsins. Liðin í 2. og 3. sæti, Bosnía og Grikkland, gerðu markalaust jafntefli í Zenica. Þá vann Kýpur 1-2 sigur á Gíbraltar.Úrslitin í kvöld:A-riðill:Svíþjóð 2-1 Frakkland 0-1 Olivier Giroud (37.), 1-1 Jimmy Durmaz (43.), 2-1 Ola Toivonen (90+3.).Holland 5-0 Lúxemborg 1-0 Arjen Robben (21.), 2-0 Wesley Sneijder (34.), 3-0 Giorginio Wijnaldum (62.), 4-0 Quincy Promens (70.), 5-0 Vincent Janssen, víti (84.).Hvíta-Rússland 2-1 Búlgaría 1-0 Mikhail Sivakov, víti (33.), 2-0 Pavel Savitski (80.), 2-1 Georgi Kostadinov (90+1.).B-riðill:Lettland 0-3 Portúgal 0-1 Cristiano Ronaldo (41.), 0-2 Ronaldo (63.), 0-3 André Silva.Færeyjar 0-2 Sviss 0-1 Granit Xhaka (36.), 0-2 Xherdan Shaqiri (59.).Andorra 1-0 Ungverjaland 1-0 Marc RebésH-riðill:Eistland 0-2 Belgía 0-1 Dries Mertens (31.), 0-2 Nacer Chadli (86.).Bosnía 0-0 GrikklandGíbraltar 1-2 Kýpur 0-1 Roy Chipolina, sjálfsmark (10.), 1-1 Anthony Hernandez (30.), 1-2 Pieros Sotiriou (87.). HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Xhaka og Shaqiri fundu leiðina framhjá Gunnari Sviss er áfram með fullt hús stiga á toppi A-riðils undankeppni HM 2018 eftir 0-2 sigur á Færeyjum í Þórshöfn í kvöld. 9. júní 2017 20:30 Sjáðu flautumarkið frá miðju sem tryggði Svíum sigur á Frökkum | Myndband Ola Toivonen tryggði Svíum sigur á Frökkum í A-riðli undankeppni HM 2018 með ótrúlegu marki. 9. júní 2017 21:17 Svíar á toppinn eftir ævintýralegan sigur á Frökkum Svíar unnu ævintýralegan sigur á Frökkum, 2-1, í A-riðli undankeppni HM 2018 á Vinavelli í Stokkhólmi í kvöld. 9. júní 2017 20:45 Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Sjá meira
Níu leikir fóru fram í Evrópuhluta undankeppni HM 2018 í kvöld. Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk þegar Evrópumeistarar Portúgals unnu 0-3 útisigur á Lettlandi í B-riðli. Ronaldo varð Evrópumeistari með Real Madrid um síðustu helgi en hann sýndi engin þreytumerki í Ríga í kvöld og skoraði tvívegis og lagði svo þriðja mark Portúgala upp fyrir André Silva. Portúgal er í 2. sæti riðilsins með 15 stig, þremur stigum á eftir toppliði Sviss sem vann 0-2 sigur á Færeyjum í Þórshöfn. Í þriðja leik B-riðils vann Andorra afar óvæntan sigur á Ungverjalandi, 1-0.Ola Toivonen tryggði Svíum sigur á Frökkum í A-riðli með ótrúlegu marki. Svíþjóð og Frakkland eru bæði með 13 stig í riðlinum, þremur stigum á undan Hollandi sem er í 3. sætinu. Hollendingar rúlluðu yfir Lúxemborgara í Rotterdam, 5-0. Arjen Robben, Wesley Sneijder, Giorginio Wijnaldum, Quincy Promes og Vincent Janssen (víti) skoruðu mörk hollenska liðsins. Í sama riðli vann Hvíta-Rússland góðan sigur á Búlgaríu, 2-1, á heimavelli. Þetta var fyrsti sigur Hvít-Rússa í undankeppninni. Belgar eru í afar góðri stöðu í H-riðli eftir 0-2 útisigur á Eistum. Dries Mertens og Nacer Chadli skoruðu mörk belgíska liðsins sem er með fjögurra stiga forskot á toppi riðilsins. Liðin í 2. og 3. sæti, Bosnía og Grikkland, gerðu markalaust jafntefli í Zenica. Þá vann Kýpur 1-2 sigur á Gíbraltar.Úrslitin í kvöld:A-riðill:Svíþjóð 2-1 Frakkland 0-1 Olivier Giroud (37.), 1-1 Jimmy Durmaz (43.), 2-1 Ola Toivonen (90+3.).Holland 5-0 Lúxemborg 1-0 Arjen Robben (21.), 2-0 Wesley Sneijder (34.), 3-0 Giorginio Wijnaldum (62.), 4-0 Quincy Promens (70.), 5-0 Vincent Janssen, víti (84.).Hvíta-Rússland 2-1 Búlgaría 1-0 Mikhail Sivakov, víti (33.), 2-0 Pavel Savitski (80.), 2-1 Georgi Kostadinov (90+1.).B-riðill:Lettland 0-3 Portúgal 0-1 Cristiano Ronaldo (41.), 0-2 Ronaldo (63.), 0-3 André Silva.Færeyjar 0-2 Sviss 0-1 Granit Xhaka (36.), 0-2 Xherdan Shaqiri (59.).Andorra 1-0 Ungverjaland 1-0 Marc RebésH-riðill:Eistland 0-2 Belgía 0-1 Dries Mertens (31.), 0-2 Nacer Chadli (86.).Bosnía 0-0 GrikklandGíbraltar 1-2 Kýpur 0-1 Roy Chipolina, sjálfsmark (10.), 1-1 Anthony Hernandez (30.), 1-2 Pieros Sotiriou (87.).
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Xhaka og Shaqiri fundu leiðina framhjá Gunnari Sviss er áfram með fullt hús stiga á toppi A-riðils undankeppni HM 2018 eftir 0-2 sigur á Færeyjum í Þórshöfn í kvöld. 9. júní 2017 20:30 Sjáðu flautumarkið frá miðju sem tryggði Svíum sigur á Frökkum | Myndband Ola Toivonen tryggði Svíum sigur á Frökkum í A-riðli undankeppni HM 2018 með ótrúlegu marki. 9. júní 2017 21:17 Svíar á toppinn eftir ævintýralegan sigur á Frökkum Svíar unnu ævintýralegan sigur á Frökkum, 2-1, í A-riðli undankeppni HM 2018 á Vinavelli í Stokkhólmi í kvöld. 9. júní 2017 20:45 Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Sjá meira
Xhaka og Shaqiri fundu leiðina framhjá Gunnari Sviss er áfram með fullt hús stiga á toppi A-riðils undankeppni HM 2018 eftir 0-2 sigur á Færeyjum í Þórshöfn í kvöld. 9. júní 2017 20:30
Sjáðu flautumarkið frá miðju sem tryggði Svíum sigur á Frökkum | Myndband Ola Toivonen tryggði Svíum sigur á Frökkum í A-riðli undankeppni HM 2018 með ótrúlegu marki. 9. júní 2017 21:17
Svíar á toppinn eftir ævintýralegan sigur á Frökkum Svíar unnu ævintýralegan sigur á Frökkum, 2-1, í A-riðli undankeppni HM 2018 á Vinavelli í Stokkhólmi í kvöld. 9. júní 2017 20:45