Kominn tími á að taka þá Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. júní 2017 06:00 Það var létt yfir Emil í Laugardalnum. Hann er klár í bátana. vísir/ernir „Lífið leikur við mig. Var að klára mjög skemmtilegt tímabil á Ítalíu og kem hingað í góðu standi,“ segir landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson afar léttur og kátur fyrir æfingu hjá íslenska landsliðinu á Laugardalsvelli. Emil var að klára sitt annað tímabil með ítalska úrvalsdeildarliðinu Udinese þar sem hann var í lykilhlutverki. Spilaði 28 leiki og var 23 sinnum í byrjunarliðinu. Udinese hafnaði í þrettánda sæti deildarinnar.Ánægður með veturinn „Það urðu þjálfaraskipti eftir einhverja tíu leiki og nýi þjálfarinn setti mig aðeins aftar á völlinn. Ég var að leika fyrir framan vörnina í tveggja manna miðju. Ég spilaði flesta leiki og það var mjög skemmtilegt. Það gekk vel hjá mér. Það skiptir máli að spila og hafa gaman af þessu. Þannig var svolítið tímabilið hjá mér,“ segir Emil og brosir út að eyrum. Augljóslega himinlifandi með góðan vetur. Hafnfirðingurinn er búinn að spila á Ítalíu í níu ár af síðustu tíu. Var hjá Barnsley leiktíðina 2009-10 eftir tvö ár hjá Reggina. Svo tók við sex ára vera hjá Hellas Verona áður en hann fór yfir til Udinese fyrir tveim árum. Emil neitar því ekki að hann sé orðinn ansi ítalskur.Framtíðin óráðin „Ég held ég sé orðinn aðeins of ítalskur,“ segir Emil og hlær dátt. „Ég er svo að ala upp tvö börn sem eru auðvitað líka ítölsk. Þetta eru orðin góð tíu ár á Ítalíu og þar hefur mér liðið mjög vel,“ segir hinn 32 ára gamli Emil en sér hann fyrir sér að geta flutt heim eftir að ferlinum lýkur eftir að hafa kynnst ljúfa lífinu á Ítalíu? „Það er mjög erfið spurning. Ég veit það ekki alveg. Ég held ég verði alltaf með annan fótinn á Ítalíu. Ég er auðvitað kominn í rauðvínsbransann úti og verð því pottþétt með annan fótinn þarna úti. Svo kitlar auðvitað alltaf að koma heim fyrir börnin og svona. Ég ætla ekki alveg að taka ákvörðun um hvað ég geri og hvenær í þessu viðtali,“ segir miðjumaðurinn léttur en hann er nú ekkert á því að leggja skóna á hilluna alveg strax enda á besta aldri. Hann telur sig eiga fleiri góð ár inni.Þreytt að ná aldrei úrslitum Á sunnudag er stórleikur hjá strákunum í landsliðinu gegn Króatíu. Algjör lykilleikur í riðlinum upp á framhaldið. Sigur á frábæru liði Króata myndi setja íslenska liðið í afar góða stöðu. Þetta er enn einn stórleikurinn gegn Króatíu á síðustu árum. „Er ekki kominn tími á að við tökum þá núna? Það verður þreytt að spila alltaf við þá og ná ekki úrslitum. Við stefnum á að taka þá núna og jafna við þá í riðlinum. Þetta er ótrúlega spennandi og það er bara mikil tilhlökkun í hópnum fyrir þessu skemmtilega verkefni. Allir einbeittir og ætla sér að ná í góð úrslit,“ segir Emil og mælir vel. Það er svo sannarlega kominn tími á að leggja Króatana.Verður stríðsleikur Því er eðlilegt að velta því fyrir sér hvort það festist ekki í hausnum á mönnum að Króatía vinni alltaf. Hefur það engin áhrif á andlegu hliðina? „Það gæti verið en ég held að við hugsum þannig að núna sé dagurinn þar sem við snúum taflinu við. Ég held að allir hugsi að nú sé komið að okkur. Það gefur okkur sjálfstraust til að klára þennan leik. Lykillinn að því er að verða fáránlega grimmir og berjast allan tímann. Ég held að þetta verði stríðsleikur og að við vinnum þá í baráttunni. Maður vonar að sumir þeirra séu svolítið hátt uppi fyrir leikinn en svo verður það örugglega ekki,“ segir Emil og glottir. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Sjá meira
„Lífið leikur við mig. Var að klára mjög skemmtilegt tímabil á Ítalíu og kem hingað í góðu standi,“ segir landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson afar léttur og kátur fyrir æfingu hjá íslenska landsliðinu á Laugardalsvelli. Emil var að klára sitt annað tímabil með ítalska úrvalsdeildarliðinu Udinese þar sem hann var í lykilhlutverki. Spilaði 28 leiki og var 23 sinnum í byrjunarliðinu. Udinese hafnaði í þrettánda sæti deildarinnar.Ánægður með veturinn „Það urðu þjálfaraskipti eftir einhverja tíu leiki og nýi þjálfarinn setti mig aðeins aftar á völlinn. Ég var að leika fyrir framan vörnina í tveggja manna miðju. Ég spilaði flesta leiki og það var mjög skemmtilegt. Það gekk vel hjá mér. Það skiptir máli að spila og hafa gaman af þessu. Þannig var svolítið tímabilið hjá mér,“ segir Emil og brosir út að eyrum. Augljóslega himinlifandi með góðan vetur. Hafnfirðingurinn er búinn að spila á Ítalíu í níu ár af síðustu tíu. Var hjá Barnsley leiktíðina 2009-10 eftir tvö ár hjá Reggina. Svo tók við sex ára vera hjá Hellas Verona áður en hann fór yfir til Udinese fyrir tveim árum. Emil neitar því ekki að hann sé orðinn ansi ítalskur.Framtíðin óráðin „Ég held ég sé orðinn aðeins of ítalskur,“ segir Emil og hlær dátt. „Ég er svo að ala upp tvö börn sem eru auðvitað líka ítölsk. Þetta eru orðin góð tíu ár á Ítalíu og þar hefur mér liðið mjög vel,“ segir hinn 32 ára gamli Emil en sér hann fyrir sér að geta flutt heim eftir að ferlinum lýkur eftir að hafa kynnst ljúfa lífinu á Ítalíu? „Það er mjög erfið spurning. Ég veit það ekki alveg. Ég held ég verði alltaf með annan fótinn á Ítalíu. Ég er auðvitað kominn í rauðvínsbransann úti og verð því pottþétt með annan fótinn þarna úti. Svo kitlar auðvitað alltaf að koma heim fyrir börnin og svona. Ég ætla ekki alveg að taka ákvörðun um hvað ég geri og hvenær í þessu viðtali,“ segir miðjumaðurinn léttur en hann er nú ekkert á því að leggja skóna á hilluna alveg strax enda á besta aldri. Hann telur sig eiga fleiri góð ár inni.Þreytt að ná aldrei úrslitum Á sunnudag er stórleikur hjá strákunum í landsliðinu gegn Króatíu. Algjör lykilleikur í riðlinum upp á framhaldið. Sigur á frábæru liði Króata myndi setja íslenska liðið í afar góða stöðu. Þetta er enn einn stórleikurinn gegn Króatíu á síðustu árum. „Er ekki kominn tími á að við tökum þá núna? Það verður þreytt að spila alltaf við þá og ná ekki úrslitum. Við stefnum á að taka þá núna og jafna við þá í riðlinum. Þetta er ótrúlega spennandi og það er bara mikil tilhlökkun í hópnum fyrir þessu skemmtilega verkefni. Allir einbeittir og ætla sér að ná í góð úrslit,“ segir Emil og mælir vel. Það er svo sannarlega kominn tími á að leggja Króatana.Verður stríðsleikur Því er eðlilegt að velta því fyrir sér hvort það festist ekki í hausnum á mönnum að Króatía vinni alltaf. Hefur það engin áhrif á andlegu hliðina? „Það gæti verið en ég held að við hugsum þannig að núna sé dagurinn þar sem við snúum taflinu við. Ég held að allir hugsi að nú sé komið að okkur. Það gefur okkur sjálfstraust til að klára þennan leik. Lykillinn að því er að verða fáránlega grimmir og berjast allan tímann. Ég held að þetta verði stríðsleikur og að við vinnum þá í baráttunni. Maður vonar að sumir þeirra séu svolítið hátt uppi fyrir leikinn en svo verður það örugglega ekki,“ segir Emil og glottir.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Sjá meira