Framtíð íslenskrar tungu
Naumast þarf að fara í grafgötur um, að íslensk fyrirtæki og stofnanir taka aukinn þátt í samkeppni á alþjóðamarkaði þar sem tungumálið er enska. Ekkert óeðlilegt er að íslensk fyrirtæki á alþjóðamarkaði noti ensk heiti til þess að vekja á sér athygli. Leyfi ég mér að fullyrða, að ensk heiti á íslenskum fyrirtækjum ógna ekki framtíð íslenskrar tungu, eins og þráfaldlega er gefið í skyn. Aðrir þættir vega þar þyngra svo sem minnkandi bóklestur ungs fólks, tölvuleikir á ensku sem valda því að börn og unglingar tala orðið ensku sín á milli. Afstaða stjórnvalda til menntamála og léleg kjör kennara er mun meiri ógn við íslenska tungu en ensk heiti á íslenskum fyrirtækjum. Jafnvel óskýr framburður, sem vinnur gegn gagnsæi málsins og getur breytt málkerfinu, veldur meiri hættu en Air Iceland Connect. Röng notkun orða og orðatiltækja og orðfæð er miklu alvarlegri ógn við framtíð tungunnar en Air Iceland Connect. Lítill skilningur ákveðins hóps Íslendinga á málrækt er einnig ógn við framtíð íslenskrar tungu, en hafa ber í huga að vegna íslenskrar tungu erum við sjálfstæð þjóð í eigin landi.
Dómsdagsspá
Lengi hefur verið efast um gildi íslenskrar tungu og henni spáð dauða. Árið 1754 kom út í Kaupmannahöfn ritið TYRO JURIS edur Barn í Lögum eftir Svein lögmann Sölvason. Þar segir hann, að heppilegra sé að nota orð úr dönsku en íslensku þegar ritað er um lögfræði á íslensku. Bjarni Jónsson, rektor Skálholtsskóla, lagði til í bréfi til Landsnefndarinnar fyrri árið 1771 að íslenska yrði lögð niður og danska tekin upp eða með hans orðum – á dönsku: „Jeg anseer det ikke alene unyttigt men og desuden meget skadeligt, at man skal beholde det islandske Sprog.” Í upphafi velmektardaga frjálshyggju í lok síðustu aldar var lagt til að íslenska yrði lögð niður og enska tekin upp í staðinn.
Sterk staða íslenskrar tungu
Þrátt fyrir þetta er raunin sú, að íslensk tunga hefur aldrei staðið sterkar sem lifandi þjóðtunga en nú. Á þetta m.a. rætur að rekja til þess, að málið hefur verið sveigt að nýjum viðfangsefnum og breyttu menningarumhverfi. Ritun skáldsagna og leikrita, ljóðagerð og vísnasöngur og vönduð bókaútgáfa hefur aldrei verið öflugri en undanfarna áratugi og nýstárleg auglýsingagerð í útvarpi og sjónvarpi hefur auðgað tunguna þar sem orðið hafa til orðaleikir og íslensk fyndni sem áður voru óþekktir í málinu – að ógleymdu rappi á íslensku. Engu að síður eru ýmis viðgangsefni sem bíða úrlausnar svo sem notkun íslensku í stafrænu umhverfi.
Flest bendir því til, að íslenska, þetta forna beygingarmál, geti áfram gegnt hlutverki sínu sem félagslegt tjáningartæki í fjölþættu samfélagi nútímans. Hins vegar hefði mátt finna betra enskt nafn á Flugfélag Íslands en Air Iceland Connect.
Höfundur er fv. skólameistari.
Skoðun
Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar
Svanur Guðmundsson skrifar
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar
Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það
Guðný S. Bjarnadóttir skrifar
Pólitíkin þá og nú
Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar
Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini?
Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Gagnlegar símarettur
Davíð Már Sigurðsson skrifar
Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis
Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar
Gerviverkalýðsfélagið Efling
Aðalgeir Ásvaldsson skrifar
Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf
Inga Minelgaite skrifar
Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi
Matthildur Bjarnadóttir skrifar
Með styrka hönd á stýri í eigin lífi
Árni Sigurðsson skrifar
Hjólað inní framtíðinna
Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn.
Stefán Jón Hafstein skrifar
Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð
Sara María Júlíudóttir skrifar
Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Upprætum óttann við óttann
Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar
Hér er kona, um konu…
Vilborg Gunnarsdóttir skrifar
Vegna greinar Snorra Mássonar
Guðmundur Andri Thorsson skrifar
Ertu á krossgötum?
Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins?
Sigurjón Þórðarson skrifar
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg?
Gunnar Ármannsson skrifar
Máttur kaffibollans
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar
Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin
Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands?
Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Árið 1975 er að banka
Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar?
Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Val Vigdísar
Skúli Ólafsson skrifar
Friður á jörðu
Þröstur Friðfinnsson skrifar