„Erum að reyna að búa til fleiri landsliðsmenn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. júní 2017 20:15 Íslenska karlalandsliðið í handbolta heldur út til Noregs á morgun þar sem það tekur þátt í Gjensidige Cup, fjögurra liða æfingamóti. Ísland mætir Noregi á fimmtudaginn, Póllandi á föstudaginn og Svíþjóð á sunnudaginn. Marga lykilmenn vantar í íslenska liðið og yngri og óreyndari leikmenn fá því tækifæri til að láta ljós sitt skína. „Við viljum sjá framfarir og leikmenn, sem hafa haft minni ábyrgð, stíga upp. Þetta er ákveðin þróun,“ sagði landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við erum að reyna að stækka hópinn, búa til fleiri landsliðsmenn og auka samkeppnina. Ég tel okkur hafa ágætis framboð af leikmönnum og svo er bara að sjá hvernig þeir standa sig á stóra sviðinu.“Sigvaldi Guðjónsson er nýliði í íslenska landsliðinu.vísir/ernirÍslendingar eru miklu harðari Ýmir Örn Gíslason, leikmaður Vals, og Sigvaldi Guðjónsson, leikmaður Århus, eru meðal nýliða í íslenska hópnum. „Ég verð að nýta tækifærið, það er bara þannig. Ég er meira en klár,“ sagði Ýmir sem varð Íslandsmeistari með Val í vor. „Ég er mjög spenntur. Þetta verður frábært mót. Ég bjóst kannski við þessu en var að vonast eftir því.“ Sigvaldi, sem er örvhentur hornamaður, var að vonum ánægður þegar kallið í landsliðið kom. „Þetta er mjög fínt. Þetta er draumur að rætast,“ sagði Sigvaldi sem flutti til Danmerkur fyrir 12 árum. „Ég orðinn aðeins meira danskur en íslenskur. En þetta er alltaf í hjartanu. Ég ætla að reyna gera mitt besta og sýna mig. Mér finnst munur á íslenska og danska hugarfarinu. Íslendingar eru miklu harðari.“ EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Þetta eru 28 bestu handboltamenn Íslands í dag að mati Geirs Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, hefur valið þá 28 leikmenn sem koma til greina fyrir leikina gegn Tékkum og Úkraínu. 6. júní 2017 12:00 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta heldur út til Noregs á morgun þar sem það tekur þátt í Gjensidige Cup, fjögurra liða æfingamóti. Ísland mætir Noregi á fimmtudaginn, Póllandi á föstudaginn og Svíþjóð á sunnudaginn. Marga lykilmenn vantar í íslenska liðið og yngri og óreyndari leikmenn fá því tækifæri til að láta ljós sitt skína. „Við viljum sjá framfarir og leikmenn, sem hafa haft minni ábyrgð, stíga upp. Þetta er ákveðin þróun,“ sagði landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við erum að reyna að stækka hópinn, búa til fleiri landsliðsmenn og auka samkeppnina. Ég tel okkur hafa ágætis framboð af leikmönnum og svo er bara að sjá hvernig þeir standa sig á stóra sviðinu.“Sigvaldi Guðjónsson er nýliði í íslenska landsliðinu.vísir/ernirÍslendingar eru miklu harðari Ýmir Örn Gíslason, leikmaður Vals, og Sigvaldi Guðjónsson, leikmaður Århus, eru meðal nýliða í íslenska hópnum. „Ég verð að nýta tækifærið, það er bara þannig. Ég er meira en klár,“ sagði Ýmir sem varð Íslandsmeistari með Val í vor. „Ég er mjög spenntur. Þetta verður frábært mót. Ég bjóst kannski við þessu en var að vonast eftir því.“ Sigvaldi, sem er örvhentur hornamaður, var að vonum ánægður þegar kallið í landsliðið kom. „Þetta er mjög fínt. Þetta er draumur að rætast,“ sagði Sigvaldi sem flutti til Danmerkur fyrir 12 árum. „Ég orðinn aðeins meira danskur en íslenskur. En þetta er alltaf í hjartanu. Ég ætla að reyna gera mitt besta og sýna mig. Mér finnst munur á íslenska og danska hugarfarinu. Íslendingar eru miklu harðari.“
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Þetta eru 28 bestu handboltamenn Íslands í dag að mati Geirs Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, hefur valið þá 28 leikmenn sem koma til greina fyrir leikina gegn Tékkum og Úkraínu. 6. júní 2017 12:00 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Þetta eru 28 bestu handboltamenn Íslands í dag að mati Geirs Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, hefur valið þá 28 leikmenn sem koma til greina fyrir leikina gegn Tékkum og Úkraínu. 6. júní 2017 12:00