Strákarnir á miðjunni í íslenska landsliðinu munu sleppa við glímu gegn Ivan Rakitic, miðjumanni Barcelona, á Laugardalsvellinum um helgina.
Rakitic er meiddur og var því ekki valinn í leikmannahóp króatíska liðsins. Þetta er eðlilega nokkuð áfall fyrir liðið þar sem Rakitic er frábær leikmaður. Króatar eiga aftur á móti marga frábæra leikmenn.
Þar á meðal miðjumenn Real Madrid, þá Luka Modric og Mateo Kovacic.
Þeir tveir, ásamt Mario Mandzukic, leikmanni Juventus, munu ekki mæta til æfinga fyrr en á morgun en þeir fengu lengra frí en aðrir þar sem þeir voru að spila í úrslitum Meistaradeildarinnar.
