Var með fallegasta brosið í fótboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júní 2017 07:30 Cheick Tiote fagnar marki sínu á móti Arsenal árið 2011. Vísir/Getty Steve McClaren, fyrrum knattspyrnustjóri Newcastle United, hafði falleg orð að segja um miðjumanninn Cheick Tiote sem lést í gær eftir að hafa hneigið niður á æfingu hjá kínversku liði sínu. Cheick Tiote var þrítugur en hann spilaði áður með Newcastle og var í herbúðum liðsins þegar síðasta tímabil hófst. Tiote fór hinsvegar til Beijing Enterprises í Kína í febrúar. „Þegar ég var hjá Newcastle þá vissi ég að heimurinn væri í lagi þegar ég sá [Papiss] Cisse og Cheick brosa,“ sagði Steve McClaren í viðtali við BBC og bætti við: „Hann var með fallegasta brosið í fótboltanum,“ sagði McClaren. „Hann var leikmaður sem allir vildu hafa í sínu liði,“ sagði Steve McClaren og hann ætti að þekkja það enda spilaði Cheick Tiote fyrir hann hjá bæði FC Twente og Newcastle. Cheick Tiote var landsliðsmaður Fílabeinsstrandarinnar. „Ég kynntist honum fyrst þegar hann var ungur leikmaður hjá Twente. Hann var harðasti leikmaðurinn sem ég hef séð. Inn á vellinum og á æfingum var hann svo mikill keppnismaður. Hann ætlaði sér að vinna alla leiki, allar keppnir og allar tæklingar,“ sagði McClaren. „Hann var svo mikill keppnismaður að ég þurfti stundum að taka hann af æfingunum. Hann var algjör stríðsmaður og sigurvegari,“ sagði McClaren. „Það var hans draumur að spila í Kína og ég var svo ánægður fyrir hans hönd þegar það gekk upp. Hann náði einnig að vinna sér inn pening fyrir fjölskyldu sína,“ sagði McClaren. „Hann elskaði að spila fótbolta og sjá fyrir fjölskyldu sinni í leiðinni. Öll skyldmennin, frændurnir, frænkurnar, afar hans og ömmur treystu öll á hann,“ sagði McClaren. Steve McClaren minntist líka dagsins þegar Newcastle kom til baka eftir að hafa lent 4-0 undir á móti Arsenal. Cheick Tiote skoraði einmitt jöfnunarmarkið í þeim ótrúlega leik. „Lífið er stundum ekki sanngjarnt. Ég mun minnast Cheick Tiote sem frábærs miðjumanns sem ég elskaði að stýra. Hvíldu í friði, vinur minn,“ sagði McClaren. Enski boltinn Fílabeinsströndin Fótbolti Tengdar fréttir Hneig niður á æfingu og lést Cheick Tioté, fyrrverandi leikmaður Newcastle United, er látinn, þrítugur að aldri. 5. júní 2017 15:35 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Fleiri fréttir Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Sjá meira
Steve McClaren, fyrrum knattspyrnustjóri Newcastle United, hafði falleg orð að segja um miðjumanninn Cheick Tiote sem lést í gær eftir að hafa hneigið niður á æfingu hjá kínversku liði sínu. Cheick Tiote var þrítugur en hann spilaði áður með Newcastle og var í herbúðum liðsins þegar síðasta tímabil hófst. Tiote fór hinsvegar til Beijing Enterprises í Kína í febrúar. „Þegar ég var hjá Newcastle þá vissi ég að heimurinn væri í lagi þegar ég sá [Papiss] Cisse og Cheick brosa,“ sagði Steve McClaren í viðtali við BBC og bætti við: „Hann var með fallegasta brosið í fótboltanum,“ sagði McClaren. „Hann var leikmaður sem allir vildu hafa í sínu liði,“ sagði Steve McClaren og hann ætti að þekkja það enda spilaði Cheick Tiote fyrir hann hjá bæði FC Twente og Newcastle. Cheick Tiote var landsliðsmaður Fílabeinsstrandarinnar. „Ég kynntist honum fyrst þegar hann var ungur leikmaður hjá Twente. Hann var harðasti leikmaðurinn sem ég hef séð. Inn á vellinum og á æfingum var hann svo mikill keppnismaður. Hann ætlaði sér að vinna alla leiki, allar keppnir og allar tæklingar,“ sagði McClaren. „Hann var svo mikill keppnismaður að ég þurfti stundum að taka hann af æfingunum. Hann var algjör stríðsmaður og sigurvegari,“ sagði McClaren. „Það var hans draumur að spila í Kína og ég var svo ánægður fyrir hans hönd þegar það gekk upp. Hann náði einnig að vinna sér inn pening fyrir fjölskyldu sína,“ sagði McClaren. „Hann elskaði að spila fótbolta og sjá fyrir fjölskyldu sinni í leiðinni. Öll skyldmennin, frændurnir, frænkurnar, afar hans og ömmur treystu öll á hann,“ sagði McClaren. Steve McClaren minntist líka dagsins þegar Newcastle kom til baka eftir að hafa lent 4-0 undir á móti Arsenal. Cheick Tiote skoraði einmitt jöfnunarmarkið í þeim ótrúlega leik. „Lífið er stundum ekki sanngjarnt. Ég mun minnast Cheick Tiote sem frábærs miðjumanns sem ég elskaði að stýra. Hvíldu í friði, vinur minn,“ sagði McClaren.
Enski boltinn Fílabeinsströndin Fótbolti Tengdar fréttir Hneig niður á æfingu og lést Cheick Tioté, fyrrverandi leikmaður Newcastle United, er látinn, þrítugur að aldri. 5. júní 2017 15:35 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Fleiri fréttir Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Sjá meira
Hneig niður á æfingu og lést Cheick Tioté, fyrrverandi leikmaður Newcastle United, er látinn, þrítugur að aldri. 5. júní 2017 15:35