Óboðleg vinnubrögð þriggja flokka Ari Trausti Guðmundsson skrifar 6. júní 2017 07:00 Vandi verður óhjákvæmilega til þegar einhver ráðherra breytir vali mats- eða hæfnisnefndar við stöðuveitingar. Þá er algengt að orðræða hefjist um pólitískt geðþóttaval. Hana munum við í áratugi. Við því getur ráðherrann aðeins brugðist með hlutlægum, faglegum og skýrum rökum. Það gerði ráðherra dómsmála ekki nú þegar skipað var í Landsrétt í fyrsta sinn. Ráðherra hefði átt að byggja bæði á upplýsingum um umsækjendur frá nefndinni og sjálfstæðri skoðun. Það er eðlileg rannsóknarskylda. Ávallt gildir fyrsti skriflegur rökstuðningur sem vali ræður en eftiráskýringar og mótsagnir duga skammt. Lög um Landsrétt voru unnin í sátt á Alþingi með Ólöfu heitinni Nordal í mikilvægu hlutverki og stjórnarandstöðu sem tók undir samfélagskröfu um millidómstig. Núverandi dómsmálaráðherra hefur rofið samfélagssáttina með gamalkunnri óbilgirni. Enginn efast um rétt ráðherra til stöðuveitinga né heldur snýst þetta vandræðamál um hvern og einn umsækjanda. Það varðar skort á ljósum og gildum rökum fyrir fjórum tilfærslum á hæfnislista matsnefndar. Fyrst fjölluðu rök ráðherra um dómarareynslu en þau duga skammt, sé hlustað á mál þingmanna í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og nefndarálit lesin. Þá greip ráðherra til munnlegra raka um kynjakvóta og á þau leggja stjórnarliðar áherslu. Ljóst má vera að kynjajafnrétti getur vissulega falist í að skipta út tveimur körlum fyrir tvær jafn hæfar konur. En tveir karlar víkja til viðbótar. Sú ákvörðun er ekki studd haldbærum rökum í máli ráðherra. Að sjálfsögðu áttu stjórnarflokkarnir að gefa þinginu ráðrúm til að fara betur yfir rök og ólík bréf ráðherra, og svo alla embættisfærslu hennar, og taka loks ákvörðun um lyktir á aukaþingdögum eftir miðjan júní. Viðreisn og Björt framtíð, sem báðir hafa heitið nýjum vinnubrögðum og minna fúski, koma illa út úr stuðningi við ferlið. Það einkennist af frávísun á allri gagnrýni og skýrum vilja til að keyra endanlegt val ráðherra í gegn á Alþingi, á tveimur til þremur dögum.Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Vandi verður óhjákvæmilega til þegar einhver ráðherra breytir vali mats- eða hæfnisnefndar við stöðuveitingar. Þá er algengt að orðræða hefjist um pólitískt geðþóttaval. Hana munum við í áratugi. Við því getur ráðherrann aðeins brugðist með hlutlægum, faglegum og skýrum rökum. Það gerði ráðherra dómsmála ekki nú þegar skipað var í Landsrétt í fyrsta sinn. Ráðherra hefði átt að byggja bæði á upplýsingum um umsækjendur frá nefndinni og sjálfstæðri skoðun. Það er eðlileg rannsóknarskylda. Ávallt gildir fyrsti skriflegur rökstuðningur sem vali ræður en eftiráskýringar og mótsagnir duga skammt. Lög um Landsrétt voru unnin í sátt á Alþingi með Ólöfu heitinni Nordal í mikilvægu hlutverki og stjórnarandstöðu sem tók undir samfélagskröfu um millidómstig. Núverandi dómsmálaráðherra hefur rofið samfélagssáttina með gamalkunnri óbilgirni. Enginn efast um rétt ráðherra til stöðuveitinga né heldur snýst þetta vandræðamál um hvern og einn umsækjanda. Það varðar skort á ljósum og gildum rökum fyrir fjórum tilfærslum á hæfnislista matsnefndar. Fyrst fjölluðu rök ráðherra um dómarareynslu en þau duga skammt, sé hlustað á mál þingmanna í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og nefndarálit lesin. Þá greip ráðherra til munnlegra raka um kynjakvóta og á þau leggja stjórnarliðar áherslu. Ljóst má vera að kynjajafnrétti getur vissulega falist í að skipta út tveimur körlum fyrir tvær jafn hæfar konur. En tveir karlar víkja til viðbótar. Sú ákvörðun er ekki studd haldbærum rökum í máli ráðherra. Að sjálfsögðu áttu stjórnarflokkarnir að gefa þinginu ráðrúm til að fara betur yfir rök og ólík bréf ráðherra, og svo alla embættisfærslu hennar, og taka loks ákvörðun um lyktir á aukaþingdögum eftir miðjan júní. Viðreisn og Björt framtíð, sem báðir hafa heitið nýjum vinnubrögðum og minna fúski, koma illa út úr stuðningi við ferlið. Það einkennist af frávísun á allri gagnrýni og skýrum vilja til að keyra endanlegt val ráðherra í gegn á Alþingi, á tveimur til þremur dögum.Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í Suðurkjördæmi.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun