Comey verður spurður hvort að Trump hafi skipt sér af Rússarannsókninni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. júní 2017 23:30 Donald Trump og James Comey. vísir/getty James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, verður spurður af þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hvort að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hafi með einhverjum hætti reynt að hafa áhrif á rannsókn alríkislögreglunnar á samskiptum starfsteymis forsetans við rússneska ráðamenn. Reuters greinir frá. Comey mun mæta fyrir þingnefndina næstkomandi fimmtudag og svara spurningum nefndarmanna. Mark Warner, þingmaður demókrata í fulltrúadeildinni og fulltrúi í þingnefndinni sem fer með rannsókn málsins, segir að Comey verði spurður hispurslaust út í samskipti sín við forsetann á meðan hann var í starfi og hvort hann hafi skipt sér af rannsókninni. „Ég vil vita hversu margar samræður Comey átti við forsetann um þetta málefni.“ Þá segir Susan Collins, þingmaður repúblikana, að hún hlakki til að fá að heyra betur frá Comey um fullyrðingar Trump þess efnis að Comey hafi sagt honum þrisvar sinnum „að ekki væri verið að rannsaka hann.“„Tónninn í þessum samræðum, þau orð sem voru notuð og samhengið skiptir svo gífurlega miklu máli og það er það sem er enn ekki komið á hreint og kemst ekki á hreint fyrr en við tölum við þá sem eru viðriðnir málið.“ Comey var forstjóri alríkislögreglunnar allt þar til í síðasta mánuði þegar Trump rak hann en hann stýrði rannsókn á samskiptum starfsteymis Trump við Rússa. Alríkislögreglan greindi frá því í janúar síðastliðnum að hún væri fullviss um að Rússar hefðu haft áhrif á forsetakosningarnar þar í landi með tölvuárásum, Trump í vil og að hafin væri rannsókn á því hvort að einhver í starfsteymi Trump hefði átt í samskiptum við Rússa á þeim tíma. Brottrekstur Comey vakti því mikla athygli og benti minnisblað Comey sem New York Times greindi frá til þess að Trump hafi beðið Comey um að hætta að rannsaka Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa í ríkisstjórn Trump sem sagði af sér vegna samskipta sína við Rússa. Þær fregnir hafa vakið upp spurningar um stöðu forsetans og er yfirheyrslu þingnefndarinnar yfir Comey beðið með mikilli eftirvæntingu og vonast er til þess að nýjar upplýsingar muni koma í ljós um háttalag forsetans. Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira
James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, verður spurður af þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hvort að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hafi með einhverjum hætti reynt að hafa áhrif á rannsókn alríkislögreglunnar á samskiptum starfsteymis forsetans við rússneska ráðamenn. Reuters greinir frá. Comey mun mæta fyrir þingnefndina næstkomandi fimmtudag og svara spurningum nefndarmanna. Mark Warner, þingmaður demókrata í fulltrúadeildinni og fulltrúi í þingnefndinni sem fer með rannsókn málsins, segir að Comey verði spurður hispurslaust út í samskipti sín við forsetann á meðan hann var í starfi og hvort hann hafi skipt sér af rannsókninni. „Ég vil vita hversu margar samræður Comey átti við forsetann um þetta málefni.“ Þá segir Susan Collins, þingmaður repúblikana, að hún hlakki til að fá að heyra betur frá Comey um fullyrðingar Trump þess efnis að Comey hafi sagt honum þrisvar sinnum „að ekki væri verið að rannsaka hann.“„Tónninn í þessum samræðum, þau orð sem voru notuð og samhengið skiptir svo gífurlega miklu máli og það er það sem er enn ekki komið á hreint og kemst ekki á hreint fyrr en við tölum við þá sem eru viðriðnir málið.“ Comey var forstjóri alríkislögreglunnar allt þar til í síðasta mánuði þegar Trump rak hann en hann stýrði rannsókn á samskiptum starfsteymis Trump við Rússa. Alríkislögreglan greindi frá því í janúar síðastliðnum að hún væri fullviss um að Rússar hefðu haft áhrif á forsetakosningarnar þar í landi með tölvuárásum, Trump í vil og að hafin væri rannsókn á því hvort að einhver í starfsteymi Trump hefði átt í samskiptum við Rússa á þeim tíma. Brottrekstur Comey vakti því mikla athygli og benti minnisblað Comey sem New York Times greindi frá til þess að Trump hafi beðið Comey um að hætta að rannsaka Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa í ríkisstjórn Trump sem sagði af sér vegna samskipta sína við Rússa. Þær fregnir hafa vakið upp spurningar um stöðu forsetans og er yfirheyrslu þingnefndarinnar yfir Comey beðið með mikilli eftirvæntingu og vonast er til þess að nýjar upplýsingar muni koma í ljós um háttalag forsetans.
Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira