Telur að krónan muni áfram styrkjast á næstu mánuðum Atli Ísleifsson og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 3. júní 2017 14:44 Krónan hefur styrkst nokkuð rösklega það sem af er ári. vísir/valli Greiningardeild Arion banka telur að krónan muni styrkjast á næstu mánuðum en veiking er þó talin líklegri til lengri tíma litið. Íslenska krónan er í hæstu hæðum og hefur nafngengi hennar líklega aldrei styrkst jafn mikið á tólf mánaða tímabili. Í júní í fyrra var gengi hennar gagnvart Bandaríkjadal til dæmis 125 en í dag er það um 98. Nemur lækkunin um 22 prósentum. Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, segir að krónan sé líklega ekki að fara veikjast á næstunni og telur að hún geti hæglega styrkst enn meira. Til lengdar ráði hagkerfið þó líklega ekki við núverandi raungengi. „Við segjum í okkar nýjustu greiningu að við búumst við lítilli styrkingu sem mun verða á næstu mánuðum. Nú þegar hefur krónan styrkst um tvö prósent síðan við gáfum þessa greiningu út þannig að kannski er hún búin að styrkjast jafn mikið og hún getur nú þegar. Það er ómögulegt að segja og það fer svolítið eftir hvernig væntingarnar eru,“ segir Konráð. Þrátt fyrir að veiking sé ekki í kortunum á næstunni segir Konráð að líkurnar á því að krónan verði veikari eftir fimm ár séu meiri en líkurnar á því að hún verði sterkari. Hann segir að aðlögun gengisins geti, og hafa oft verið, sársaukafull og til þess að svo verði ekki sé aðalatriðið að það styrkist ekki of mikið og ekki of hratt. „Það er ekki að sjá neina veikingu í kortunum í ár, en þetta getur verið fljótt að breytast, til dæmis ef væntingar breytast, og segjum sem svo að lífeyrissjóðirnir fari að færa sig út í auknum mæli og menn sjá verri horfur í hagkerfinu eða það hægi á eða ferðamönnum taki að fækka. Ef menn sjá teikn um eitthvað svoleiðis þá gætum við séð að það birtist í gengi krónunnar nokkuð hratt, og þaðmeð einhverri veikingu. Það eru kannski ekki miklar líkur á að við sjáum veikingu á við árið 2008, en það gæti gefið eitthvað eftir ef horfur versna, en tilfellið er að við sjáum ekki neitt í kortunum um að það sé að fara gerast,“ segir Konráð. Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Greiningardeild Arion banka telur að krónan muni styrkjast á næstu mánuðum en veiking er þó talin líklegri til lengri tíma litið. Íslenska krónan er í hæstu hæðum og hefur nafngengi hennar líklega aldrei styrkst jafn mikið á tólf mánaða tímabili. Í júní í fyrra var gengi hennar gagnvart Bandaríkjadal til dæmis 125 en í dag er það um 98. Nemur lækkunin um 22 prósentum. Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, segir að krónan sé líklega ekki að fara veikjast á næstunni og telur að hún geti hæglega styrkst enn meira. Til lengdar ráði hagkerfið þó líklega ekki við núverandi raungengi. „Við segjum í okkar nýjustu greiningu að við búumst við lítilli styrkingu sem mun verða á næstu mánuðum. Nú þegar hefur krónan styrkst um tvö prósent síðan við gáfum þessa greiningu út þannig að kannski er hún búin að styrkjast jafn mikið og hún getur nú þegar. Það er ómögulegt að segja og það fer svolítið eftir hvernig væntingarnar eru,“ segir Konráð. Þrátt fyrir að veiking sé ekki í kortunum á næstunni segir Konráð að líkurnar á því að krónan verði veikari eftir fimm ár séu meiri en líkurnar á því að hún verði sterkari. Hann segir að aðlögun gengisins geti, og hafa oft verið, sársaukafull og til þess að svo verði ekki sé aðalatriðið að það styrkist ekki of mikið og ekki of hratt. „Það er ekki að sjá neina veikingu í kortunum í ár, en þetta getur verið fljótt að breytast, til dæmis ef væntingar breytast, og segjum sem svo að lífeyrissjóðirnir fari að færa sig út í auknum mæli og menn sjá verri horfur í hagkerfinu eða það hægi á eða ferðamönnum taki að fækka. Ef menn sjá teikn um eitthvað svoleiðis þá gætum við séð að það birtist í gengi krónunnar nokkuð hratt, og þaðmeð einhverri veikingu. Það eru kannski ekki miklar líkur á að við sjáum veikingu á við árið 2008, en það gæti gefið eitthvað eftir ef horfur versna, en tilfellið er að við sjáum ekki neitt í kortunum um að það sé að fara gerast,“ segir Konráð.
Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira