Telur að niðurstaða hæfnisnefndarinnar hafi verið of einstrengingsleg Anton Egilsson skrifar 3. júní 2017 10:00 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra. Vísir/Ernir Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að henni hafi orðið það ljóst eftir viðræður við forystumenn flokkanna á Alþingi að niðurstaða hæfnisnefndar um skipan dómara við Landsrétt myndi ekki hljóta brautargengi á þinginu. Að hennar mati hafi niðurstaða nefndarinnar verið of einstrengingsleg. Hún hafi að virtum öllum sjónarmiðum sem máli skiptu gert tillögu til Alþingis um tiltekna 15 einstaklinga úr hópi þeirra 24 sem hún hafði metið hæfasta. „Ráðherra varð það strax ljóst, eftir viðræður við forystumenn flokkanna, að niðurstaða dómnefndar um skipan dómara við Landsrétt myndi ekki hljóta brautargengi á Alþingi. Rökstuðningur ráðherra hefði þar engu breytt. Sjálfum fannst ráðherra niðurstaða nefndarinnar of einstrengingsleg,” segir Sigríður í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Töluvert fjaðrafok hefur myndast í kringum skipan dómara við Landsrétt, nýs millidómstigs, sem tekur til starfa þann 1.janúar á næsta ári. Af þeim fimmtán aðilum sem Sigríður lagði fyrir Alþingi á fimmtudag að yrðu skipaðir dómarar við réttinn voru fjórir þeirra sem ekki voru á lista hæfnisnefndar yfir þá sem töldust hæfastir til að gegna starfinu. Sjá: Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherraAllir þingmenn stjórnarflokkanna þriggja greiddu atkvæði með tillögu Sigríðar. Hvað varðar stjórnarandstöðuflokkanna þát sat þingflokkur Framsóknar hjá í málinu en Vinstri Græn, Píratar og Samfylking kusu öll gegn tillögu dómsmálaráðherra. Sigríður segir að í upphafi hafi virst mikil og góð sátt um tilllögu hennar. „Það breyttist hvað stjórnarandstöðuflokkana varðaði. Það kann að vera að vonbrigði þeirra sem höfðu verið á lista dómnefndar en ráðherra gerði ekki tillögu um, og þeim tengdra, hafi haft þar áhrif.” Í ljósi gefinnar reynslu segist Sigríður nú geta fullyrt að endurskoða þurfi reglur og fyrirkomulag við veitingu dómaraembætta. „Þessi reynsla gefur tilefni til þess að velta því fyrir sér hvort þingið sé í stakk búið til þess að axla þessa ábyrð, hvort það sé yfirleitt sanngjarnt að ætlast til þess af því með tilliti til hlutverks þess, Dómsmálaráðherra getur í öllu falli fullyrt, nú í ljósi reynslu sinnar, að endurskoða þarf reglur og fyrirkomulag við veitingu dómaraembætta." Landsréttarmálið Tengdar fréttir Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15 Svekktir með Sigríði og segja tillöguna minnka traust á nýjum dómstól Stjórn Lögmannafélagsins segir það vonbrigði að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra, sem var starfandi lögmaður, geri jafn lítið úr lögmannsreynslu samanborið við reynslu af dómsstörfum og raun beri vitni. 31. maí 2017 14:51 Tveir íhuga stöðuna en einn ákveðið að stefna Ástráður Haraldsson telur að dómsmálaráðherra hafi meðal annars brotið gegn reglum stjórnsýsluréttarins og jafnréttislögum við skipan dómara við Landsrétt. 3. júní 2017 07:00 Meirihlutinn styður tillögu dómsmálaráðherra um skipan dómara við Landsrétt Tillaga Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, um skipan dómara við Landsrétt var afgreidd í ágreiningi úr stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd nú á sjöunda tímanum. 31. maí 2017 18:37 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að henni hafi orðið það ljóst eftir viðræður við forystumenn flokkanna á Alþingi að niðurstaða hæfnisnefndar um skipan dómara við Landsrétt myndi ekki hljóta brautargengi á þinginu. Að hennar mati hafi niðurstaða nefndarinnar verið of einstrengingsleg. Hún hafi að virtum öllum sjónarmiðum sem máli skiptu gert tillögu til Alþingis um tiltekna 15 einstaklinga úr hópi þeirra 24 sem hún hafði metið hæfasta. „Ráðherra varð það strax ljóst, eftir viðræður við forystumenn flokkanna, að niðurstaða dómnefndar um skipan dómara við Landsrétt myndi ekki hljóta brautargengi á Alþingi. Rökstuðningur ráðherra hefði þar engu breytt. Sjálfum fannst ráðherra niðurstaða nefndarinnar of einstrengingsleg,” segir Sigríður í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Töluvert fjaðrafok hefur myndast í kringum skipan dómara við Landsrétt, nýs millidómstigs, sem tekur til starfa þann 1.janúar á næsta ári. Af þeim fimmtán aðilum sem Sigríður lagði fyrir Alþingi á fimmtudag að yrðu skipaðir dómarar við réttinn voru fjórir þeirra sem ekki voru á lista hæfnisnefndar yfir þá sem töldust hæfastir til að gegna starfinu. Sjá: Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherraAllir þingmenn stjórnarflokkanna þriggja greiddu atkvæði með tillögu Sigríðar. Hvað varðar stjórnarandstöðuflokkanna þát sat þingflokkur Framsóknar hjá í málinu en Vinstri Græn, Píratar og Samfylking kusu öll gegn tillögu dómsmálaráðherra. Sigríður segir að í upphafi hafi virst mikil og góð sátt um tilllögu hennar. „Það breyttist hvað stjórnarandstöðuflokkana varðaði. Það kann að vera að vonbrigði þeirra sem höfðu verið á lista dómnefndar en ráðherra gerði ekki tillögu um, og þeim tengdra, hafi haft þar áhrif.” Í ljósi gefinnar reynslu segist Sigríður nú geta fullyrt að endurskoða þurfi reglur og fyrirkomulag við veitingu dómaraembætta. „Þessi reynsla gefur tilefni til þess að velta því fyrir sér hvort þingið sé í stakk búið til þess að axla þessa ábyrð, hvort það sé yfirleitt sanngjarnt að ætlast til þess af því með tilliti til hlutverks þess, Dómsmálaráðherra getur í öllu falli fullyrt, nú í ljósi reynslu sinnar, að endurskoða þarf reglur og fyrirkomulag við veitingu dómaraembætta."
Landsréttarmálið Tengdar fréttir Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15 Svekktir með Sigríði og segja tillöguna minnka traust á nýjum dómstól Stjórn Lögmannafélagsins segir það vonbrigði að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra, sem var starfandi lögmaður, geri jafn lítið úr lögmannsreynslu samanborið við reynslu af dómsstörfum og raun beri vitni. 31. maí 2017 14:51 Tveir íhuga stöðuna en einn ákveðið að stefna Ástráður Haraldsson telur að dómsmálaráðherra hafi meðal annars brotið gegn reglum stjórnsýsluréttarins og jafnréttislögum við skipan dómara við Landsrétt. 3. júní 2017 07:00 Meirihlutinn styður tillögu dómsmálaráðherra um skipan dómara við Landsrétt Tillaga Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, um skipan dómara við Landsrétt var afgreidd í ágreiningi úr stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd nú á sjöunda tímanum. 31. maí 2017 18:37 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15
Svekktir með Sigríði og segja tillöguna minnka traust á nýjum dómstól Stjórn Lögmannafélagsins segir það vonbrigði að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra, sem var starfandi lögmaður, geri jafn lítið úr lögmannsreynslu samanborið við reynslu af dómsstörfum og raun beri vitni. 31. maí 2017 14:51
Tveir íhuga stöðuna en einn ákveðið að stefna Ástráður Haraldsson telur að dómsmálaráðherra hafi meðal annars brotið gegn reglum stjórnsýsluréttarins og jafnréttislögum við skipan dómara við Landsrétt. 3. júní 2017 07:00
Meirihlutinn styður tillögu dómsmálaráðherra um skipan dómara við Landsrétt Tillaga Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, um skipan dómara við Landsrétt var afgreidd í ágreiningi úr stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd nú á sjöunda tímanum. 31. maí 2017 18:37