Jón Þór biðlar til forsetans Jakob Bjarnar skrifar 2. júní 2017 13:27 Jón Þór biðlar til forsetans og vill hvetja hann að skrifa ekki undir lög um Landsrétt og skipan dómara við hann. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, hefur sett sig í samband við Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands með það fyrir augum að fara þess á leit við hann að forsetinn neiti að skrifa undir lög um Landsrétt. Lögum samkvæmt er það forsetinn sem skipar í embættin. Jón Þór vill að málinu verði vísað aftur til dómsmálaráðherra til ítarlegri umfjöllunar og vinnslu. Eins og fram hefur komið er stjórnarandstaðan á einu máli um að ríkisstjórnin og meirihlutinn, undir forystu Sigríðar Á Andersen dómsmálaráðherra, hafi beitt gerræðislegum vinnubrögðum við skipan dómara við nýtt millidómsstig; Landsrétt. Í umræðum á þingi í gær sagði Jón Þór að augljóslega verið verið að skipa í réttinn samkvæmt flokkspólitískum línum. Það væri dýrkeypt, það þýddi að í raun væri verið að svipta þetta dómsstig öllum trúverðugleika áður en það svo mikið sem tæki til starfa. „Alþingi kaus um dómara í Landsrétt í einum pakka en ekki um hvern fyrir sig eins og lög fyrirskipa,“ segir Jón Þór á Facebooksíðu sinni nú fyrir stundu. „Forseti Íslands verður að vera viss um þetta áður en hann skrifar undir. Forseti Íslands er síðasti öryggisventillinn í þessu máli. Hann getur neitað að skrifa undir og þá þarf þingið að vinna málið aftur.“ Jón Þór segist vera búinn að hringja í Guðna og var honum bent á að hringja síðar í dag. Jón Þór bendir á lög um Landsrétt. Forsetinn er síðasti útvörðurinn. „Lög um dómstóla 50/2016: Ákvæði til bráðabirgða. IV. IV. Skipun dómara við Landsrétt skal lokið eigi síðar en 1. [júní] 2017 og skulu dómarar skipaðir í embættið frá og með 1. janúar 2018. Þegar ráðherra gerir tillögu um skipun í embætti dómara við Landsrétt í fyrsta sinn skal hann leggja tillögu sína um hverja skipun fyrir Alþingi til samþykktar. Samþykki Alþingi tillögur ráðherra skal hann senda þær forseta Íslands sem skipar í embættin, sbr. 21. gr. Samþykki Alþingi ekki tillögu ráðherra um tiltekna skipun skal ráðherra leggja nýja tillögu fyrir Alþingi til samþykktar.“ Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, hefur sett sig í samband við Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands með það fyrir augum að fara þess á leit við hann að forsetinn neiti að skrifa undir lög um Landsrétt. Lögum samkvæmt er það forsetinn sem skipar í embættin. Jón Þór vill að málinu verði vísað aftur til dómsmálaráðherra til ítarlegri umfjöllunar og vinnslu. Eins og fram hefur komið er stjórnarandstaðan á einu máli um að ríkisstjórnin og meirihlutinn, undir forystu Sigríðar Á Andersen dómsmálaráðherra, hafi beitt gerræðislegum vinnubrögðum við skipan dómara við nýtt millidómsstig; Landsrétt. Í umræðum á þingi í gær sagði Jón Þór að augljóslega verið verið að skipa í réttinn samkvæmt flokkspólitískum línum. Það væri dýrkeypt, það þýddi að í raun væri verið að svipta þetta dómsstig öllum trúverðugleika áður en það svo mikið sem tæki til starfa. „Alþingi kaus um dómara í Landsrétt í einum pakka en ekki um hvern fyrir sig eins og lög fyrirskipa,“ segir Jón Þór á Facebooksíðu sinni nú fyrir stundu. „Forseti Íslands verður að vera viss um þetta áður en hann skrifar undir. Forseti Íslands er síðasti öryggisventillinn í þessu máli. Hann getur neitað að skrifa undir og þá þarf þingið að vinna málið aftur.“ Jón Þór segist vera búinn að hringja í Guðna og var honum bent á að hringja síðar í dag. Jón Þór bendir á lög um Landsrétt. Forsetinn er síðasti útvörðurinn. „Lög um dómstóla 50/2016: Ákvæði til bráðabirgða. IV. IV. Skipun dómara við Landsrétt skal lokið eigi síðar en 1. [júní] 2017 og skulu dómarar skipaðir í embættið frá og með 1. janúar 2018. Þegar ráðherra gerir tillögu um skipun í embætti dómara við Landsrétt í fyrsta sinn skal hann leggja tillögu sína um hverja skipun fyrir Alþingi til samþykktar. Samþykki Alþingi tillögur ráðherra skal hann senda þær forseta Íslands sem skipar í embættin, sbr. 21. gr. Samþykki Alþingi ekki tillögu ráðherra um tiltekna skipun skal ráðherra leggja nýja tillögu fyrir Alþingi til samþykktar.“
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira